Fara í efni

Bæjarráð

840. fundur
25. mars 2024 kl. 08:30 - 00:00
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Ragnar Sigurðsson formaður
Jón Björn Hákonarson varaformaður
Stefán Þór Eysteinsson aðalmaður
Starfsmenn
Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Snorri Styrkársson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson bæjarritari
Dagskrá
1.
Ársreikningur Fjarðabyggðar árið 2023
Málsnúmer 2403162
Farið yfir drög að ársreikning Fjarðabyggðar fyrir árið 2023. Endurskoðandi Fjarðabyggðar gerði grein fyrir drögum að ársreikningi 2023 í gegnum fjarfund.
2.
Umsögn vegna breytingar á afgreiðslu Íslandspósts
Málsnúmer 2403168
Framlögð bréf frá Íslandspósti vegna breytinga á þjónustu fyrirtækisins í póstmiðlun á Norðfirði, Fáskrúðsfirði, Eskifirði og í Breiðdal.
Bæjarráð harmar að dregið sé enn frekar úr póstþjónustu í Fjarðabyggð með boðuðum lokunum á póstafgreiðslum. Fjarðabyggð leggur þunga áherslu á að breytingar verði kynntar vel fyrir íbúum og tryggt verði að mótvægisaðgerðir tryggi þá þjónustu sem fyrirheit eru um. Fjarðabyggð hefur þegar áréttað að aðgengi að póstboxum verði tryggt á öllum stöðum þegar að breytingum kemur. Bæjarráð felur bæjarstjóra að veita umsögn.
3.
Könnun á áformum um uppbyggingu ljósleiðara-aðgangsneta
Málsnúmer 2403189
Framlagt bréf Fjarskiptastofu um könnun á áformum um uppbyggingu ljósleiðara aðgangsneta. Stofnunin kannar áform um uppbyggingu eða uppfærslu fjarskiptaneta. Tilgangur slíkrar könnunar er að leiða í ljós hvar stendur ekki til, a.m.k. á þeim tímapunkti þegar könnunin fer fram, að byggja upp fjarskiptanet á markaðsforsendum.
Bæjarráð felur bæjarritara að svara erindi stofunnar.
4.
Beiðni um uppsetningu hraðhleðslustöðva
Málsnúmer 2310034
Framlögð drög að leigusamningum um staðsetningu hraðhleðslustöðva á Breiðdalsvík, Stöðvarfirði, Norðfirði, Fáskrúðsfirði, Eskifirði og Reyðarfirði.
Bæjarráð felur bæjarstjóra ásamt sviðsstjóra skipulags- og framkvæmdasviðs að funda með fulltrúum InstaVolt Iceland ehf um samninga og leggja þá fyrir bæjarráð að nýju.
5.
Starfshópur um nýtingu mannvirkja
Málsnúmer 2403217
Framlagt erindisbréf starfshóps sem fjallar um nýtingu mannvirkja í eigu eða er leiga af hálfu sveitarfélagsins og er í rekstri.
Bæjarráð samþykkir erindisbréfið og samþykkir að starfshópinn skipi Jón Björn Hákonarson formaður starfshóps og Stefán Þór Eysteinsson. Kallað verði eftir tilnefndingu fjölskyldunefndar og skipulags- og framkvæmdanefndar.
6.
Tjaldsvæðið Stöðvarfirði
Málsnúmer 2403203
Framlagt bréf frá Atlas Lögmönnum um lóðamál vegna tjaldsvæðis á Stöðvarfirði.
Bæjarráð bendir á að í útboðum tjaldsvæða í Fjarðabyggð er gert ráð fyrir afmörkun tjaldsvæðisins án aðkomum frá Réttarholti. Formaður bæjarráðs mun funda með málsaðila og málið verður tekið fyrir að nýju í bæjarráði.
7.
Umsókn um lóð Mógerði 1
Málsnúmer 2403086
Vísað frá skipulags- og framkvæmdanefnd til afgreiðslu bæjarráðs umsókn um lóðina Mógerði 1 á Reyðarfirði.
Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar með sama fyrirvara og skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkti.
8.
Styrktarsjóður EBÍ 2024
Málsnúmer 2403209
Framlagt erindi frá Styrktarsjóði Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands en vakin er athygli að styrkjum til ýmissa þrónarþátta hjá sveitarfélögum.
Bæjarritara falið að senda inn umsókn í tengslum við uppbyggingu stríðsárasafnsins.
9.
Styrkir til Orkuskipta
Málsnúmer 2403216
Orkusjóður hefur auglýst lausa styrki til orkuskipta.
Bæjarráð felur sviðsstjóra skipulags- og framkvæmdasviðs að sækja um styrk vegna nýtingu og orkukosta fjarvarmaveitna í Fjarðabyggð.
10.
80 ára afmæli lýðveldisins
Málsnúmer 2403042
Framlagt til kynningar bréf afmælisnefndar 80 ára afmælis lýðveldisins þar sem óskað er eftir samstarfi við sveitarfélög landsins í tengslum við hátíðardagskránna með miðlun og hvatningu um þátttöku eins og hentar best á hverjum stað.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindi til stjórnar menningarstofu og forstöðumanns ásamt upplýsingafulltrúa.
11.
Ályktun frá Skólaráði Nesskóla
Málsnúmer 2403201
Framlögð til kynningar ályktun frá Skólaráði Nesskóla vegna breyting á skólastarfi í Fjarðabyggð.
12.
Ályktun frá STS
Málsnúmer 2403206
Framlögð til kynningar ályktun frá Samtökum tónlistarskólastjóra vegna breyting í skólastarfi tónskóla.
13.
Umsókn um styrk til snjóbrettamóts Big Air
Málsnúmer 2403223
Framlagður tölvupóstur þar sem óskað er eftir styrk til snjóbrettamóts sem áformað er að halda í Oddskarði.
Bæjarráð samþykkir að veita 250.000 kr. styrk til hátíðarinnar. Tekið af liðnum óráðstafað.
14.
Norrænnamót heyrnarlausra 2025-2026, ósk um styrk
Málsnúmer 2403050
Framlagt erindi Félags heyrnarlausra sem leitar bakhjarla/stuðnings fyrirtækja ofl. til að halda Norrænt mót fyrir döff eldri borgara árið 2025 og Norrænt menningarmót heyrnarlausra 2026. Óskað er eftir fjárhagsstuðning.
Bæjarráð vísar erindi til fjölskyldunefndar.
15.
Ofanflóðavarnir Nes- og Bakkagil Norðfjörður
Málsnúmer 2009034
Ríkiskaup fyrir hönd Fjarðabyggðar hefur óskað eftir tilboðum í verkið Ofanflóðavarnir Norðfirði, Nes- og Bakkagil. Um er að ræða gerð þvergarðs og tveggja raða af keilum og annarra mannvirkja sem eru hluti af verkinu, s.s. vega, stíga, slóða og vatnsrása fyrir ofanvatn/vatnaveitingar.
Bæjarráð fagnar því að búið sé að bjóða út framkvæmdir við ofanflóðavarnir á Norðfirði og framkvæmdir hefjist í sumar.
16.
Fundargerðir stjórnar Sambands Íslenskra sveitarfélaga 2024
Málsnúmer 2401142
Framlagðar til kynningar fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélga nr. 945 og 946.
17.
Skipulags- og framkvæmdanefnd - 5
Málsnúmer 2403014F
Fundargerð skipulags- og framkvæmdanefndar frá 20. mars lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu.