Fara í efni

Bæjarráð

841. fundur
4. apríl 2024 kl. 08:30 - 10:45
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Ragnar Sigurðsson formaður
Jón Björn Hákonarson varaformaður
Stefán Þór Eysteinsson aðalmaður
Starfsmenn
Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson bæjarritari
Dagskrá
1.
Viðtalstímar
Málsnúmer 2301072
Farið yfir skipulags viðtalstíma bæjarstjóra, formanns bæjarráðs og forseta bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir að viðtalstímar verði reglubundnir alla jafna síðasta miðvikudag hvers mánaðar frá kl. 16:00 til 18:00 og þeir fara á milli byggðakjarna. Aðrir kjörnir fulltrúar taka þátt eftir því færi gefst.
Viðtalstímar næstu mánaða verða 24. apríl á Stöðvarfirði, 29. maí á Fáskrúðsfirði og 26. júní Norðfirði. Viðtalstímarnir verða í grunnskólum. Fundir að hausti verða auglýstir sérstaklega í lok sumars.
2.
Ársfundur Starfsendurhæfingar Austurlands 2024
Málsnúmer 2403226
Framlagt fundarboð ársfundar Starfsendurhæfingar Austurlands fyrir árið 2024 sem haldinn verður á Egilsstöðum 10. apríl nk. kl 11:30.
Bæjarráð samþykkir að fela sviðsstjóra fjölskyldusviðs að fara með umboð Fjarðabyggðar á ársfundinum.
3.
Tjaldsvæðið Stöðvarfirði
Málsnúmer 2403203
Tekið fyrir að nýju erindi frá Atlas Lögmönnum ehf. um lóðamál tjaldsvæðis á Stöðvarfirði.
Bæjarráð felur bæjarritara að svara erindi lögmannsins með vísan til fundar formanns með bréfritara.
4.
Fab Lab Austurland
Málsnúmer 2403249
Framlögð drög að endurnýjuðum samningi um Fab Lab Austurland milli Verkmenntaskóla Austurlands, háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðuneytisins, mennta- og barnamálaráðuneytisins og Fjarðabyggðar.
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra undirritun hans.
5.
Saman gegn sóun - tækifæri til að hafa áhrif á nýja stefnu um úrgangsforvarnir
Málsnúmer 2403283
Framlagt til kynningar bréf frá verkefninu Saman gegn sóun en boðað er til opins fundar á Egilsstöðum mánudaginn 22. apríl kl. 13:00.
Vísað til skipulags- og framkvæmdanefndar.
6.
Skipulags- og framkvæmdasvið verkefni 2024
Málsnúmer 2403234
Tekin umræða um verkefni skipulags- og framkvæmdasviðs.
7.
Fjölskyldusvið verkefni 2024
Málsnúmer 2404009
Tekin umræða um verkefni fjölskyldusviðs.