Fara í efni

Bæjarráð

843. fundur
15. apríl 2024 kl. 08:30 - 12:00
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Ragnar Sigurðsson formaður
Jón Björn Hákonarson varaformaður
Stefán Þór Eysteinsson aðalmaður
Starfsmenn
Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson bæjarritari
Dagskrá
1.
Rekstur málaflokka 2024
Málsnúmer 2403158
Lagt fram yfirlit fjármálastjóra um rekstur og fjárfestingar fyrir janúar - febrúar auk yfirlits yfir launakostnað og skattekjur fyrir janúar - mars 2024.
2.
Tilboð í tjaldstæði Fjarðabyggðar
Málsnúmer 2402279
Lagðir fram samningar við Ferðaþjónustuna Fossárdal ehf. um kaup á 4 tjaldsvæðum og leigu á 2 tjaldsvæðum í Fjarðabyggð.
Bæjarráð samþykkir samningana og felur bæjarstjóra undirritun þeirra.
3.
Umsókn um stofnframlög á árinu 2024
Málsnúmer 2403005
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun fer fram á staðfestingu Fjarðabyggðar á stofnframlagi sveitarfélagsins vegna tveggja umsókna um stofnframlög til íbúðaverkefna á Reyðarfirði og Eskifirði.
Bæjarráð staðfestir úthlutun á stofnframlögum til verkefnanna. Vísað til gerðar viðauka þegar fjárhæðir liggja fyrir.
4.
Ársfundur Lífeyrissjóðs Stapa 2.maí 2024
Málsnúmer 2404065
Framlagt boð á aðalfund Stapa lífeyrissjóðs sem haldinn verður 2. maí nk. á Akureyri. Tilnefna þarf fulltrúa Fjarðabyggðar í fulltrúaráð.
Bæjarráð felur fjármálastjóra að mæta fyrir hönd Fjarðabyggðar og er jafnframt tilnefndur til setu í fulltrúaráði.
5.
Beiðni um uppsetningu hraðhleðslustöðva
Málsnúmer 2310034
Framlögð drög að samningum um uppsetningu hraðhleðslustöðva í Fjarðabyggð.
Bæjarráð samþykkir samninga um rafhleðslustöðvar og felur bæjarstjóra undirritun þeirra.
6.
Málefni Auturbrúar - Eyglóarverkefni
Málsnúmer 2404059
Kynning á starfsemi Austurbrúar og Eyglóarverkefninu sem er samstarfsverkefni sveitarfélaganna á Austurlandi, Umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytis, Landsvirkjunar og Austurbrúar.
7.
Samtal um nátturustofu
Málsnúmer 2404060
Framlagt erindi umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis sem boðar til fundar um málefni náttúrustofa 22. maí.
Bæjarráð samþykkir að bæjarráð ásamt bæjarstjóra mæti á fundinn.
8.
Aðstoðuleysi í Oddskarði
Málsnúmer 2403229
Framlagt bréf frá stjórn Brettafélags Fjarðabyggðar um aðstöðu til íþróttaiðkunar fyrir börn í Oddskarði.
Bæjarráð felur formanni bæjarráðs að ræða við forsvarsmenn félagsins og stjórnanda íþrótta- og frístundamála.
9.
Skólafrístund
Málsnúmer 2404044
Minnisblað um tilhögun yfirfærslu frístundar grunnskólabarna lagt fram til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir tillögur í minnisblaði og vísar erindi til fjölskyldunefndar til frekari úrvinnslu.
10.
Verkefnið Sterkur Stöðvarfjörður
Málsnúmer 2211108
Skipun fulltrúa frá Fjarðabyggð í verkefnastjórn Sterks Stöðvarfjarðar, Brothættar byggðir.
Bæjarráð samþykkir að fela Haraldi L. Haraldssyni upplýsingafulltrúa að taka sæti í verkefnastjórninni.
11.
Þjóðlendumál kröfur óbyggðanefndar eyjar og sker
Málsnúmer 2402163
Framlagt erindi Óbyggðanefndar vegna endurskoðunar fjármála- og efnahagsráðherra á kröfum um þjóðlendur.
Framlagt og kynnt.
12.
Fjölskyldunefnd - 2
Málsnúmer 2404008F
Fundargerð fjölskyldunefndar lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu.
13.
Stjórn menningarstofu - 3
Málsnúmer 2404004F
Fundargerð stjórnar menningarstofu frá 8. apríl lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu.