Fara í efni

Bæjarráð

844. fundur
22. apríl 2024 kl. 08:30 - 11:00
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Ragnar Sigurðsson formaður
Jón Björn Hákonarson varaformaður
Stefán Þór Eysteinsson aðalmaður
Starfsmenn
Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Þórður Vilberg Guðmundsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson bæjarritari
Dagskrá
1.
Samningur Norðfjarðarflugvöll - árleg yfirferð
Málsnúmer 2403184
Fjallað um rekstur Norðfjarðarflugvallar og samstarf Isavia og Fjarðabyggðar um rekstur hans.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að fylgja eftir samkomulagi við Isavia um rekstur Norðfjarðarflugvallar svo hann þjóni hlutverki sínu sem sjúkraflugvöllur áfram. Tæplega eitt hundrað sjúkraflug fóru um flugvöllin á síðasta ári.
2.
Úrsögn úr undirkjörstjórn á Reyðarfirði
Málsnúmer 2402258
Skipan fulltrúa i undirkjörstjórn á Reyðarfirði í stað Aðalheiðar Vilbergsdóttur sem sagði sig úr stjórninni og sem formaður.
Bæjarráð samþykkir að skipa Láru Björnsdóttur sem aðalmann og Andrea Borgþórsdóttir tekur við formennsku. Vísað til bæjarstjórnar.
3.
Landsmót Harmonikkuunnenda sumar 2025
Málsnúmer 2404142
Framlagt erindi Félags harmonikkuunnenda þar sem kynnt er áform um að Landsmót Harmonikkuunnenda sumar 2025 verði haldið í íþróttahúsinu á Reyðarfirði. Óskað er eftir styrk til mótshaldsins.
Bæjarráð tekur vel í beiðni félagsins og leggur fram íþróttahúsið sem mótstað og felur upplýsingfulltrúa að vera í samskiptum við félagið um útfærslu þegar nær líður viðburði.
4.
Uppbygging hleðsluinnviða í Fjarðabyggð
Málsnúmer 2404123
Framlagt bréf frá Orku Náttúrunnar um uppbyggingu hleðsluinnviða.
Bæjarráð felur bæjarstjóra ásamt sviðsstjóra skipulags- og framkvæmdasviðs að ræða við fulltrúa félagsins.
Vísað til skipulags- og framkvæmdanefndar.
5.
Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi Brekkugerði 18
Málsnúmer 2404001
Skipulags- og framkvæmdanefnd leggur til stækkun lóðarinnar Brekkugerði um 15 metra til austurs.
Bæjarráð samþykkir stækkun lóðarinnar.
6.
Breiðablik þjónustuíbúðir aldraðra - ástand húsnæðis
Málsnúmer 2207125
Framlögð tillaga að svari til HAUST vegna Breiðabliks.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti drög að svari og felur sviðsstjóra skipulags- og framkvæmdasviðs að svara heilbrigðiseftirliti á grundvelli umræðna á fundinum ásamt því að funda með íbúum í Breiðabliki. Svarinu jafnframt vísað til starfshóps um nýtingu fasteigna í eigu Fjarðabyggðar.
7.
Slökkvilið Fjarðabyggðar - málefni
Málsnúmer 2305266
Farið yfir málefni slökkviliðs.
8.
Aðalfundur Sparisjóðs Austurlands hf. 2024
Málsnúmer 2404122
Framlagt aðalfundarboð Sparisjóðs Austurlands hf. fyrir árið 2024 en fundurinn verður haldinn 30. apríl nk. kl. 14:00.
Bæjarráð samþykkir að fela Jónu Árnýju Þórðardóttur bæjarstjóra að fara með umboð Fjarðabyggðar á aðalfundinn.
9.
Umsóknir í Framkvæmdasjóð Ferðamannastaða 2024
Málsnúmer 2308105
Framlagt yfirlit yfir stöðu verkefna vegna áfangastaða ferðamanna.
10.
Ofanflóðavarnir Nes- og Bakkagil Norðfjörður
Málsnúmer 2009034
Kynntar niðurstöður útboðs ofanflóðavarna í Nes- og Bakkagiljum.
Bæjarráð lýsir ánægju sinni með niðurstöður útboðsins og að framkvæmdir geti hafist og leggur áherslu á að þær hefjist með vorinu.
11.
Hringferð Neytandasamtakanna
Málsnúmer 2404109
Neytendasamtökin er á hringferð um landið og óska fundar með bæjarfulltrúm miðvikudag 8. maí.
Bæjarráð samþykkir að funda með samtökunum.
12.
Umsögn stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga um vindorkuskýrsluna
Málsnúmer 2305139
Framlögð til kynningar umsögn Samtaka orkusveitarfélaga um áform um breytingar á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun.
13.
Stjórnsýslukæra
Málsnúmer 2307081
Framlagður til kynningar úrskurður innviðaráðuneytisins vegna kæru landeiganda Óseyrar í Stöðvarfirði vegna ágangs sauðfjár.
14.
Til umsagnar 900.mál
Málsnúmer 2404161
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um verndar- og orkunýtingaráætlun (virkjunarkostir í vindorku), 900. mál.
Bæjarstjóra falið að útbúa drög að umsögn og leggja fyrir bæjarráð að nýju.
15.
Til umsagnar 899.mál
Málsnúmer 2404162
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu vindorku á Íslandi, 899. mál.
Bæjarstjóra falið að útbúa drög að umsögn og leggja fyrir bæjarráð að nýju.
16.
Fundargerðir Austurbrúar og SSA
Málsnúmer 2311224
Fundargerð 148. og 149. fundar stjórnar Austurbrúar lögð fram til kynningar
17.
Fundargerðir Austurbrúar og SSA
Málsnúmer 2311224
Fundargerð 19. og 20. fundar stjórnar SSA lögð fram til kynningar
18.
Fjölskyldunefnd - 3
Málsnúmer 2404010F
Fundargerð fjölskyldunefndar frá 15. apríl tekin til umfjöllunar og afgreiðslu.
19.
Skipulags- og framkvæmdanefnd - 7
Málsnúmer 2404015F
Fundargerð skipulags- og framkvæmdanefndar frá 17. apríl tekin til umfjöllunar og afgreiðslu.
20.
Starfshópur um nýtingu mannvirkja í rekstri Fjarðabyggðar - 1
Málsnúmer 2404014F
Fundargerð starfshóps um nýtingu mannvirkja í eigu Fjarðabyggðar frá 16. apríl lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu.
Bæjarráð staðfestir fundargerðina og vísar henni til kynningar í fjölskyldunefnd og skipulags- og framkvæmdanefnd.