Fara í efni

Bæjarráð

845. fundur
29. apríl 2024 kl. 08:30 - 11:00
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Ragnar Sigurðsson formaður
Þuríður Lillý Sigurðardóttir varamaður
Stefán Þór Eysteinsson aðalmaður
Starfsmenn
Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Þórður Vilberg Guðmundsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson bæjarritari
Dagskrá
1.
Tilkynning og kvörtun vegna fyrirhugaðra skipulagsbreytinga á skólastarfi
Málsnúmer 2404195
Framlagt bréf mennta- og barnamálaráðuneytis vegna skipulagsbreyting á fræðslumálum í Fjarðabyggð.
Fjarðabyggð hefur borist niðurstaða mennta- og barnamálaráðuneytisins vegna þeirra athugasemda sem Kennarasamband Íslands gerði við fyrirhugaðar breytingar á fræðslumálum í Fjarðabyggð. Í niðurstöðu álits ráðuneytisins kemur fram að breytingar í fræðslumálum í leik-, grunn- og tónlistarskólum Fjarðabyggð stangist ekki á við gildandi lög. Athugasemdir ráðuneytisins snúa að formlegu samráðsferli, að ekki hafi verið haft nægt samráð við skólaráð grunnskóla eða foreldraráð leikskóla. Í ljósi þessarar athugasemdar mun Fjarðabyggð hefja samráðs- og kynningarferli.
2.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2025
Málsnúmer 2404213
Fjármálastjóri kynnti fyrirhugaða vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2025 auk þriggja ára áætlunar.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögur og vísar erindinu til nefnda svo hægt sé að hefja undirbúningsvinnu fyrir fjárhagsáætlanagerð ársins 2025.
3.
Fiskeldissjóður - umsóknir 2024
Málsnúmer 2308085
Framlögð niðurstaða Fiskeldissjóðs um úthlutun framlaga til verkefna sem Fjarðabyggð sótti um á árinu 2024.
Stjórn fiskeldisjóðs hefur úthlutað 437,2 milljónum kr til sextán verkefna í sjö sveitarfélögum. Af því var úthlutað til Fjarðabyggðar 151.840.000 kr. til fjögurra verkefna.
Fráveita á Breiðdalsvík, seinni hluti, hreinsivirki, samtals úthlutað 26.494.000 kr.
Kaup á slökkvibifreið, Fjarðabyggð, samtals úthlutað 44.452.000 kr.
Leikskólinn Dalborg, Eskifirði, innanhúsfrágangur, samtals úthlutað 40.447.000 kr.
Lenging Strandabryggju, Fáskrúðsfirði samtals úthlutað 40.447.000 kr.

Fjarðabyggð fagnar því að fá úthlutað fjármunum úr sjóðnum til þessara verðugu verkefna. Þrátt fyrir það vill sveitarfélagið árétta fyrri bókanir þess efnis að útdeiling tekna af gjaldtöku í fiskeldi í sjó renni til sveitarfélaga þar sem nýting auðlindarinnar og starfsemi fyrirtækja í fiskeldi fari fram og þörfin til uppbyggingar þjónustu sé mest. Við setningu laga nr. 89/2019 um töku gjalds vegna fiskeldis í sjó og fiskeldissjóð var lögð áhersla á að hlutverk sjóðsins væri að styrkja uppbyggingu innviða þar sem fiskeldi í sjókvíum er stundað og þar með samfélög og stoðir atvinnulífs á þeim svæðum. Ekkert sveitarfélag hefur að geyma jafnmikið sjókvíaeldi og Fjarðabyggð, hvort sem litið er til burðarþolsmats eða áhættumats.
Skorað er á matvælaráðherra að endurskoða fyrirkomulag sjóðsins með það fyrir augum að leggja Fiskeldissjóð niður. Tekjur vegna gjaldtöku fiskeldis í sjó og ætlað er til innviðauppbyggingar í sveitarfélögum þar sem sjókvíaeldi er stundað ætti að renna beint til sveitarfélaga án aðkomu Fiskeldissjóðs miðað við lífmassa, burðarþol- eða áhættumat fjarða.
Vísað til hafnarstjórnar og skipulags- og framkvæmdanefndar.
4.
Kennslutímamagn grunnskóla Fjarðabyggðar 2024-2025
Málsnúmer 2403289
Vísað frá fjölskyldunefnd til afgreiðslu bæjarráðs breytingum á kennslutímaúthlutun grunnskóla Fjarðabyggðar.
Bæjarráð samþykkir með tveimur atkvæðum breytingar á kennslutímaúthlutun grunnskóla Fjarðabyggðar. Breytingar fela í sér nýjan úthlutunarflokk sem felur í sér sértæka úthlutun (ílags úthlutun) til nemenda sem þarfnast viðbótarstuðnings. Með breytingunni verður kennslutímaúthlutun til handa nemendum með auknar stuðningsþarfir gagnsærri, bæði fyrir skólana og foreldra nemendanna.
Stefán Þór Eysteinsson situr hjá við afgreiðslu liðar.
5.
Vallavinnusamningur 2023-2025
Málsnúmer 2303428
Vísað frá fjölskyldnefnd til afgreiðslu bæjarráðs samningi við Knattspyrnyfélag Austfjarða um rekstur Eskjuvallar á Eskifirði.
Bæjarráð samþykkir framlagðan vallavinnusamning við Knattspyrnufélag Austfjarða vegna reksturs Eskjuvallar og felur bæjarstjóra undirritun hans. Samningurinn er í samræmi við samning um rekstur vallarins undanfarin ár.
6.
Forsetakosningar 1. júní 2024
Málsnúmer 2401122
Lögð fram kynning til sveitarfélaga vegna forsetakosninga sem fram fara þann 1. júní 2024.
7.
Reglur Fjarðabyggðar um þjónustuíbúðir fyrir eldra fólk
Málsnúmer 2404011
Vísað frá fjölskyldunefnd til afgreiðslu bæjarráðs tillögum að breyttum reglum Fjarðabyggðar um þjónustuíbúðir fyrir eldra fólk.
Bæjarráð samþykkir framlagðar tillögur að breyttum reglum um þjónustuíbúðir og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.
8.
Breyting á samþykkt um fiðurfé
Málsnúmer 2404096
Vísað frá skipulags- og framkvæmdanefnd til afgreiðslu bæjarráð drögum að endurskoðuðum reglum um fiðurfé.
Bæjarráð vísar máli að nýju til skipulags- og framkvæmdanefndar til áframhaldandi vinnu.
9.
Drög að breytingum á reglum um stöðuleyfi lausafjármuna
Málsnúmer 2402159
Vísað frá skipulags- og framkvæmdanefnd til afgreiðslu bæjarráðs endurskoðuðum reglum um stöðuleyfi lausafjármuna.
Bæjarráð vísar máli að nýju til skipulags- og framkvæmdanefndar til áframhaldandi vinnu.
10.
Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi Skólavegur 56
Málsnúmer 2404174
Vísað frá skipulags- og framkvæmdanefnd til afgreiðslu bæjarráðs stækkun lóðar að Skólavegi 56 á Fáskrúðsfirði sem gerð er samhliða endurnýjun lóðarsamnings.
Bæjarráð samþykkir stækkun lóðarinnar.
11.
Nefndaskipan í Fjarðabyggð 2022 - 2026
Málsnúmer 2205172
Skipun öldungaráðs, þrír aðalfulltrúar og jafn margir til vara.
Tilnefnd eru sem aðalmenn Ólafur Helgi Guðmundsson formaður, Árni Þórhallur Helgason varaformaður og Arndís Bára Pétursdóttir. Varamenn Ragnar Sigurðsson, Pálína Margeirsdóttir og Einar Már Sigurðarson.
Vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.
12.
Landshlutafundur
Málsnúmer 2404090
Framlagt til kynningar erindi frá jafnréttisstofu um landshlutafund þann 8. maí á Egilsstöðum.
13.
Formleg boðun aðalfundar SSA fimmtudaginn 23. maí
Málsnúmer 2404202
Framlagt boð á aðalfund Sambands sveitarfélaga á Austurlandi sem haldinn verður 23. maí á Breiðdalsvík.
Bæjarfulltrúar fara með umboð Fjarðabyggðar á aðalfundinum.
14.
Fundargerðir Samtaka orkusveitarfélaga 2024
Málsnúmer 2403087
Framlögð til kynningar fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga nr. 70.
15.
Fundargerðir Samtaka orkusveitarfélaga 2024
Málsnúmer 2403087
Framlögð til kynningar fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga nr. 71
16.
Æðavarp í landi Fjarðabyggðar
Málsnúmer 2402161
Bæjarráð samþykkti á fundi sínum 15. maí 2023 að landsvæðið fyrir æðavarp í Kollaleirulandi verði ekki boðið út heldur verði landsvæðið sem almennt land í eigu Fjarðabyggðar án heimilda til nota af neinu tagi og sé opið almenningi.
Vísað til skipulags- og framkvæmdanefndar að áframhaldandi vinnslu.
17.
Aðalfundarboð - Leigufélagið Bríet ehf.
Málsnúmer 2404215
Framlagt aðalfundarboð Leigufélagsins Bríetar ehf. sem haldinn verður verður 8. maí. nk.
Bæjarráð samþykkir að Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri fari með umboð Fjarðabyggðar á aðalfundinum.
18.
Frumvarp til laga um lagareldi
Málsnúmer 2312045
Framlagt 930. mál frá atvinnuveganefnd Alþingis um lagareldi þar sem óskað er umsagna um frumvarp um lagareldi.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að skila umsögn um málið.
19.
Umsóknir í Framkvæmdasjóð Ferðamannastaða 2024
Málsnúmer 2308105
Framlögð til kynningar niðurstaða í úthlutun úr framkvæmdasjóði ferðamannastaða en Fjarðabyggð fékk úthlutað í verkefnin Bleiksársfoss, hönnun kr. 2.460.080 og Streitishvarf, göngustígar kr. 25.000.000.
Vísað til skipulags- og framkvæmdanefndar.
20.
Skipulags- og framkvæmdanefnd - 8
Málsnúmer 2404023F
Framlögð til umfjöllunar og afgreiðslu fundargerð skipulags- og framkvæmdanefndar frá 24.apríl.
21.
Hafnarstjórn - 310
Málsnúmer 2404021F
Framlögð til umfjöllunar og afgreiðslu fundargerð hafnarstjórnar frá 22. apríl.
22.
Stjórn menningarstofu - 4
Málsnúmer 2404020F
Framlögð til umfjöllunar og afgreiðslu fundargerð stjórnar menningarstofu frá 22. apríl.
23.
Fjölskyldunefnd - 4
Málsnúmer 2404018F
Framlögð til umfjöllunar og afgreiðslu fundargerð fjölskyldunefndar frá 22. apríl.
24.
Ungmennaráð - 12
Málsnúmer 2403007F
Framlögð til umfjöllunar og afgreiðslu fundargerð ungmennaráðs frá 13. mars.
25.
Ungmennaráð - 13
Málsnúmer 2403020F
Framlögð til umfjöllunar og afgreiðslu fundargerð ungmennaráðs frá 3. apríl.
26.
Hafnarstjórn - 311
Málsnúmer 2404026F
Fundargerð hafnarstjórnar frá 26. apríl tekin til umfjöllunar og afgreiðslu.