Fara í efni

Bæjarráð

846. fundur
6. maí 2024 kl. 08:30 - 11:30
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Ragnar Sigurðsson formaður
Jón Björn Hákonarson varaformaður
Stefán Þór Eysteinsson aðalmaður
Starfsmenn
Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Þórður Vilberg Guðmundsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson bæjarritari
Dagskrá
1.
Breiðablik
Málsnúmer 2212006
Farið yfir málefni Breiðabliks á Norðfirði og skilgreiningu þjónustu.
Bæjarráð ítrekar að ekki er verið að draga úr þjónustu og áfram verður veitt helgarþjónusta í Breiðabliki eftir þjónustuþörf. Sú þjónustuþörf getur verið meiri eða minni eftir atvikum.
2.
Starfshópur fræðslumála 2023
Málsnúmer 2309181
Farið yfir vinnu í fræðslumálum.
3.
Starfs- og fjárhagsáætlun bæjarráðs 2025
Málsnúmer 2404224
Farið yfir vinnu við fjárhagsáætlun ársins 2025.
4.
Ofanflóðavarnir Nes- og Bakkagil Norðfjörður
Málsnúmer 2009034
Framlögð tvö tilboð í gerð ofanflóðamannvirkja við Nes- og Bakkagil á Norðfirði. Lagt er til að tekið verði tilboði Reinforced Earth Company í grindur í styrkingakerfi og Héraðsverks í gerð 20 keilna og þvergarðs.
Bæjarráð samþykkir töku tilboðanna og felur bæjarstjóra undirritun verksamninga. Bæjarráð fagnar því að framkvæmdirnar séu að fara að hefjast.
5.
Málefni Sköpunarmiðstöðvar
Málsnúmer 2404200
Framlagt erindi Sköpunarmiðstöðvarinnar vegna skipulagsskrár félagsins og skipan stjórnar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og bæjarritara að ræða við forsvarsmenn Sköpunarmiðstöðvarinnar. Tekið fyrir að nýju í bæjarráði.
6.
Kvörtun vegna stjórnsýslu sveitarfélags
Málsnúmer 2405006
Framlagt erindi innviðaráðuneytisins vegna erindis um stjórnsýslu sveitarfélagsins Fjarðabyggðar. Ráðuneytið óskar eftir gögnum og umsögnum um stjórnsýslu sveitarfélagsins á grundvelli 112. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 128/2011 varðandi aðdraganda og meðferð málsins.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindi ráðuneytisins.
7.
Ársfundur Náttúruhamfaratryggingar Íslands 16.maí
Málsnúmer 2405009
Framlagt boð á ársfund Náttúruhamfaratrygginga sem haldinn verður 16. maí nk. Fundurinn er í boði á streymi.
8.
Auglýsingasamningur við KFA 2024 - 2026
Málsnúmer 2404225
Framlögð drög að endurnýjuðum auglýsingasamning við Knattspyrnufélag Austfjarða (KFA) fyrir árin 2024 - 2026.
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra undirritun hans.
9.
Ársskýrsla Náttúrustofu Austurlands 2024
Málsnúmer 2405007
Framlagður ársreikningur 2023 fyrir Náttúrustofu Austurlands til kynningar.
10.
Umsögn stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga mál nr. 899 og 900
Málsnúmer 2405014
Framlögð til kynningar umsögn Samtaka orkusveitarfélaga um þingmál 899 og 900.
11.
Fundargerðir stjórnar Sambands Íslenskra sveitarfélaga 2024
Málsnúmer 2401142
Framlögð til kynningar fundargerð 947. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
12.
Evrópuverkefnið NATALIE
Málsnúmer 2405011
Kynning á verkefningu NATALIE þar sem er unnið að nýrri nálgun á náttúrumiðuðum aðferðum, NBS (e. Nature-based solutions) til að sporna við áhrifum verðurröskunar af völdum loftlagsbreytinga.
Bæjarráð samþykkir að tekið verði þátt í vinnustofum tengdum verkefninu.