Bæjarráð
848. fundur
13. maí 2024
kl.
08:30
-
00:00
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Ragnar Sigurðsson
formaður
Jón Björn Hákonarson
varaformaður
Stefán Þór Eysteinsson
aðalmaður
Starfsmenn
Jóna Árný Þórðardóttir
bæjarstjóri
Gunnar Jónsson
embættismaður
Þórður Vilberg Guðmundsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
bæjarritari
Dagskrá
1.
Málefni framkvæmdasviðs
Farið yfir málefni og verkefni skipulags- og framkvæmdasviðs og þjónustu- og framkvæmdamiðstöðvar fyrir sumarið 2024.
2.
Rekstur málaflokka 2024
Lagt fram yfirlit fjármálastjóra um rekstur og fjárfestingar fyrir janúar - mars, launakostnað og skattekjur fyrir janúar - apríl 2024 auk rekstraryfirlits samstæðu og A hluta fyrir janúar - mars 2024
3.
Fjárhagsáætlun 2024 - viðauki 1
Lagður fram viðauki við fjárhagsáætlun 2024 vegna samningns um almenningssamgöngur, breytinga á fyrirkomulagi reksturs um málefni fatlaðs fólks vegna slita byggðasamlags Skólaskrifstofu Austurlands, afborgana lána, endurbóta á skólahúsnæði Grunnskóla Eskifjarðar auk áhrifa vegna framlaga frá Fiskeldissjóði. Viðaukinn hefur þau áhrif að áætlað er að sjóðsstaða samstæðu Fjarðabyggðar batnar um 115 m.kr. Rekstrarniðurstaða A-hluta batnar um 58,9 m.kr. og er því jákvæð um 198,2 m.kr. og rekstrarniðurstaða B-hluta batnar um 56,7 m.kr. og er því áætluð jákvæð um 609 m.kr. Áætlað er að handbært fé í árslok nemi 356 m.kr.
Viðauka vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Viðauka vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
4.
Starfs- og fjárhagsáætlun bæjarráðs 2025
Umfjöllun um fjárhagsáætlun sameiginlegs kostnaðar, atvinnu- og þróunarmála og slökkviliðs.
Vísað til áframhaldandi vinnu við gerð fjárhagsáætlunargerðar.
Vísað til áframhaldandi vinnu við gerð fjárhagsáætlunargerðar.
5.
Fyrirspurn v/ kjarasamninga
Framlagður tölvupóstur frá Afli starfsgreinafélagi þar sem óskað er upplýsinga um endurskoðun gjaldskráa sveitarfélagsins vegna kjarasamninga ásamt útfærslu á gjaldfrjálsum skólamáltíðum grunnskólabarna.
Við gerð síðustu fjárhagsáætlunnar sveitarfélagsins var þess sérstaklega gætt að stilla gjaldskrárhækkunum í hóf sérstaklega með tilliti til barnafjölskyldna. Vinna við endurskoðun gjaldsskráa í tengslum við kjarasamningsgerð aðila vinnumarkaðarins stendur yfir af hálfu sveitarfélagsins. Þá hefur sveitarfélagið þegar innleitt gjaldfrjálsar skólamáltíðir.
Við gerð síðustu fjárhagsáætlunnar sveitarfélagsins var þess sérstaklega gætt að stilla gjaldskrárhækkunum í hóf sérstaklega með tilliti til barnafjölskyldna. Vinna við endurskoðun gjaldsskráa í tengslum við kjarasamningsgerð aðila vinnumarkaðarins stendur yfir af hálfu sveitarfélagsins. Þá hefur sveitarfélagið þegar innleitt gjaldfrjálsar skólamáltíðir.
6.
Fyrirspurn um viðbrögð við ágangi búfjár 2024
Framlagt erindi landeiganda að Óseyri í Stöðvarfirði vegna smölunar á ágangsfé sumarið 2024.
Bæjarráð felur bæjarritara að svara erindi í samræmi við umræður á fundinum.
Bæjarráð felur bæjarritara að svara erindi í samræmi við umræður á fundinum.
7.
Reglur um viðbrögð við ágangi búfjár
Farið yfir fjallskilasamþykkt og kynnt umfjöllun á fundi aðildarsveitarfélaga Sambands sveitarfélaga á Austurlandi sem haldinn var 7. maí en niðurstöður stjórnar eru að ekki verði gerðar breytingar á fjallskilasamþykkt vegna ágangs búfjár.
Unnið er á vettvangi sveitarfélganna að málinu.
Unnið er á vettvangi sveitarfélganna að málinu.
8.
Forsetakosningar 1. júní 2024
Framlögð fundargerð yfirkjörstjórnar þar sem lögð er fram tillaga að kjörstöðum við forsetakosningar 1. júní 2024. Yfirkjörstjórn leggur til að kjörstaðir verði sjö og kjörstaðir verði opnir frá kl. 09:00 til 22:00 á öllum stöðum nema Mjóafirði en þar verði kjörstaður opinn frá kl. 09:00 og kjörfundi þar skuli ljúka strax og unnt er skv. 91. gr. kosningalaga en þó ekki fyrr en kl. 14:00 og ekki síðar en kl. 17:00.
Sólbrekka á Mjóafirði
Nesskóli á Norðfirði
Eskifjarðarskirkja á Eskifirði
Safnaðarheimili á Reyðarfirð
Skólamiðstöð á Fáskrúðsfirði
Grunnskóli á Stöðvarfirði
Grunnskóli í Breiðdal
Bæjarráð samþykkir tillögur yfirkjörstjórnar og vísar til bæjarstjórnar staðfestingu á kjörstöðum.
Sólbrekka á Mjóafirði
Nesskóli á Norðfirði
Eskifjarðarskirkja á Eskifirði
Safnaðarheimili á Reyðarfirð
Skólamiðstöð á Fáskrúðsfirði
Grunnskóli á Stöðvarfirði
Grunnskóli í Breiðdal
Bæjarráð samþykkir tillögur yfirkjörstjórnar og vísar til bæjarstjórnar staðfestingu á kjörstöðum.
9.
Umsókn um íþróttastyrk
Vísað frá fjölskyldunefnd til afgreiðslu bæjarráðs drögum að samningi við Golfklúbb Norðfjarðar um rekstrar- og uppbyggingarstyrk til þriggja ára.
Bæjarráð samþykkir samning um rekstrar- og uppbyggingarstyrk og felur bæjarstjóra undirritun hans.
Bæjarráð samþykkir samning um rekstrar- og uppbyggingarstyrk og felur bæjarstjóra undirritun hans.
10.
Umsókn um íþróttastyrk
Vísað frá fjölskyldunefnd til afgreiðslu bæjarráðs drögum að samningi við Golfklúbb Byggðarholts um rekstrar- og uppbyggingarstyrk til þriggja ára.
Bæjarráð samþykkir samning um rekstrar- og uppbyggingarstyrk og felur bæjarstjóra undirritun hans.
Bæjarráð samþykkir samning um rekstrar- og uppbyggingarstyrk og felur bæjarstjóra undirritun hans.
11.
Umsókn um íþróttastyrk
Vísað frá fjölskyldunefnd til afgreiðslu bæjarráðs drögum að samningi við Golfklúbb Fjarðabyggðar um rekstrar- og uppbyggingarstyrk til þriggja ára.
Bæjarráð samþykkir samning um rekstrar- og uppbyggingarstyrk og felur bæjarstjóra undirritun hans.
Bæjarráð samþykkir samning um rekstrar- og uppbyggingarstyrk og felur bæjarstjóra undirritun hans.
12.
Umsókn um íþróttastyrk
Vísað frá fjölskyldunefnd til afgreiðslu bæjarráðs drögum að samningi við Kajakklúbbsins Kaj um rekstrar- og uppbyggingarstyrk til eins árs.
Bæjarráð samþykkir samning um rekstrar- og uppbyggingarstyrk og felur bæjarstjóra undirritun hans.
Bæjarráð samþykkir samning um rekstrar- og uppbyggingarstyrk og felur bæjarstjóra undirritun hans.
13.
Umsókn um íþróttastyrk
Vísað frá fjölskyldunefnd til afgreiðslu bæjarráðs drögum að samningi við Skotveiðifélagsins Dreka um rekstrar- og uppbyggingarstyrk til eins árs.
Bæjarráð samþykkir samning um rekstrar- og uppbyggingarstyrk og felur bæjarstjóra undirritun hans.
Bæjarráð samþykkir samning um rekstrar- og uppbyggingarstyrk og felur bæjarstjóra undirritun hans.
14.
Bakkabakki 2b - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Vísað frá skipulags- og framkvæmdanefnd til afgreiðslu bæjarráðs stækkun lóðar að Bakkabakka 2b og breytt lóðamörk við Nesgötu 40 á Norðfirði.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti breytt lóðamörk.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti breytt lóðamörk.
15.
Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi Skólavegur 85a
Vísað frá skipulags- og framkvæmdanefnd stækkun á lóðinni Skólavegurm 85a á Fáskrúðsfirði.
Bæjarráð samþykkir stækkun lóðar.
Bæjarráð samþykkir stækkun lóðar.
16.
Breyting á samþykkt um fiðurfé
Vísað að nýju frá skipulags- og framkvæmdanefnd til afgreiðslu bæjarráðs drögum að breytingum á samþykkt um fiðurfé.
Bæjarráð vísar reglum að nýju til skipulags- og framkvæmdanefndar til endurskoðunar á reglum um aðhald og ónæðismál.
Bæjarráð vísar reglum að nýju til skipulags- og framkvæmdanefndar til endurskoðunar á reglum um aðhald og ónæðismál.
17.
Til umsagnar 900.mál
Lögð fram til staðfestingar umsögn bæjarstjóra vegna frumvarpa nr. 899 og 900 um vindorkumál.
Bæjarráð staðfestir umsögn bæjarstjóra.
Bæjarráð staðfestir umsögn bæjarstjóra.
18.
Styrkir til fráveituframkvæmda 2024
Framlögð auglýsingu um styrkveitingar til fráveituframkvæmda.
Vísað til sviðsstjóra skipulags- og framkvæmdasviðs og skipulags- og framkvæmdanefndar.
Vísað til sviðsstjóra skipulags- og framkvæmdasviðs og skipulags- og framkvæmdanefndar.
19.
Ársskýrsla Brothættra byggða 2023
Ársskýrsla Brothættra byggða 2023 framlögð til kynningar.
20.
Æðavarp í landi Fjarðabyggðar
Á fundi skipulags- og framkvæmdanefndar samþykkti nefndin að friðlýsa æðavarpi í landi Kollaleiru og bjóða nytjar þess út í kjölfar friðlýsingar.
Bæjarráð vísar til fyrri afgreiðslu sinnar frá 15. maí 2023 að æðavarp í Kollaleirulandi verði ekki boðið út heldur verði landsvæðið skilgreint sem almennt land í eigu Fjarðabyggðar án heimilda til nota af neinu tagi og sé opið almenningi.
Bæjarráð vísar til fyrri afgreiðslu sinnar frá 15. maí 2023 að æðavarp í Kollaleirulandi verði ekki boðið út heldur verði landsvæðið skilgreint sem almennt land í eigu Fjarðabyggðar án heimilda til nota af neinu tagi og sé opið almenningi.
21.
Fjölskyldunefnd - 5.
Fundargerð fjölskyldunefndar lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu.
22.
Skipulags- og framkvæmdanefnd - 9
Framlögð til umfjöllunar og afgreiðslu fundargerð skipulags- og framkvæmdanefndar frá 8. maí sl.
23.
Starfshópur fræðslumála 2023
Umræður með skólastjórum grunn-, leik- og tónlistarskóla um fyrirhugaðar breytingar á fræðslumálum og umsagnir vegna þeirra.