Fara í efni

Bæjarráð

849. fundur
21. maí 2024 kl. 08:30 - 10:30
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Ragnar Sigurðsson formaður
Jón Björn Hákonarson varaformaður
Stefán Þór Eysteinsson aðalmaður
Starfsmenn
Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Þórður Vilberg Guðmundsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson bæjarritari
Dagskrá
1.
Reglur um skólaakstur í grunnskólum Fjarðabyggðar
Málsnúmer 2405019
Vísað frá fjölskyldunefnd til afgreiðslu bæjarráðs drögum að reglum um skólaakstur í Fjarðabyggð.
Bæjarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.
2.
Hoppsabomm - Stefnumót um framtíð skíðasvæðanna á Austurlandi
Málsnúmer 2405129
Framlögð til kynningar samantekt frá fundi um stefnumótun skíðasvæða á Austurlandi sem haldinn var á Egilsstöðum 29. apríl 2024.
Bæjarráð lýsir yfir vilja sínum til að taka þátt í þróunarhóp um skíðasvæðin.
3.
Samtök sjávarútvegssveitarfélaga - ársreikningur
Málsnúmer 2405117
Framlögð til kynningar drög af ársreikningi Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga vegna ársins 2023.
4.
Ársfundur Austurbrúar 2024
Málsnúmer 2405088
Framlagt boð ársfundar Austurbrúar 2024 sem haldinn er 23. maí í Breiðdal.
5.
Fundargerðir Samtaka orkusveitarfélaga 2024
Málsnúmer 2403087
Framlögð til kynningar fundargerð 72. fundar stjórnar samtaka orkusveitarfélaga.
6.
Fundargerðir stjórnar Náttúrustofu Austurlands árið 2024
Málsnúmer 2405071
Framlögð til kynningar fundargerð 1. fundar stjórnar Náttúrustofu Austurlands
7.
Til umsagnar 1114 mál - frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga
Málsnúmer 2405131
Framlagt erindi frá Nefndasviði Alþingis vegna 1114. máls, frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga vegna gjaldfrjálsra skólamáltíða sem er til umsagnar.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að veita umsögn um frumvarpið.
8.
Viðbótargreiðsla til B deildar Brúar líf. vLíf. Neskaupstaðar 2024
Málsnúmer 2405083
Framlögð tilkynning frá Brú lífeyrissjóði starfsmanna sveitarfélaga vegna Lífeyrissjóðs Neskaupstaðar vegna greiðslu til að uppfylla skilyrði 36.4 gr. samþykkta sjóðsins á árinu 2024. Nemur fjárhæðin um 141 m.kr.
Bæjarstjóra falið að ræða við framkvæmdastjóra sjóðsins um þetta ákvæði samþykktanna.
9.
Viðauki við samning um leigu á gámum samkv. útboði 2021
Málsnúmer 2405101
Lögð fram drög að viðauka við samning um leigu á gámum á gámastöð, flutning á úrgangi og gjald fyrir endurvinnslu málma við GS lausnir frá 2021.
Bæjarráð samþykkir viðauka við samning og felur bæjarstjóra undirritun hans.
10.
Ársreikningur Eignarhaldsfélagsins Hrauns ehf fyrir árið 2023
Málsnúmer 2405082
Framlagður ársreikningur Eignarhaldsfélagsins Hrauns ehf. fyrir árið 2023 til áritunar.
Ársreikningur félagsins undirritaður og aðalfundur félagsins fer fram kl.11:00 þann 21. maí 2024.
11.
Ársreikningur Hitaveitu Fjarðabyggðar 2023
Málsnúmer 2405081
Framlagður ársreikningur Hitaveitu Fjarðabyggðar fyrir árið 2023 til áritunar.
Ársreikningur félagsins undirritaður.
12.
Strandgata 39, Eskifirði - Sala eigna
Málsnúmer 2405132
Umræða um sölu á Strandgötu 39 á Eskfirði.
Bæjarráð samþykkir að fasteignin að Strandgötu 39 verði auglýst til sölu og fjármálastjóra falið að setja eignina í sölumeðferð hjá fasteignasala.
13.
Eignarsjóður 735 Grunnskólinn Eskifirði
Málsnúmer 2301057
Farið yfir framkvæmdir við Eskifjarðarskóla.
Bæjarráð vísar til sviðsstjóra að vinna málið áfram og leggja fyrir að nýju endanlega tillögu um lokafrágang á endurbótum við skólahúsnæðið.

14.
Breytingar í fræðslumálum
Málsnúmer 2309181
Framlögð tillaga bæjarstjóra og starfsmanna stjórnsýslu um verklag, samráð og tímasetningar við innleiðingu á samþykkt bæjarstjórnar á breytingum í fræðslumálum Fjarðabyggðar.

Þann 13. maí sl. fundaði bæjarráð með skólastjórum grunn-, leik- og tónlistarskóla í Fjarðabyggð.

Í kjölfar þeirra funda sem og innsendinga á umsögnum skóla- og foreldraráða var mótuð tillaga um verklag, samráð og tímasetningar á innleiðingu á samþykkt bæjarstjórnar á breytingum í fræðslumálum Fjarðabyggðar.

Með framlagðri tillögu er komið til móts við þau sjónarmið sem fram komu á fundum skólastjórnenda með bæjarráði þann 13. maí sl. til verkefnanna og tímalínunnar framundan.

Tónlistarskólar
- Innleiddar verði við upphaf skólaárs 2024/2025 þær breytingar sem samþykktar voru í bæjarstjórn 27. febrúar sl.
- Skipt verður 75% stöðu aðstoðarskólastjóra í tvennt þannig að tveir einstaklingar komi að því starfi samhliða kennslu.
- Unnið verður með núverandi stjórnendum að mönnun í stjórnunarstöður Tónlistarskóla Fjarðabyggðar.

Leikskólar
- Haldið verður óbreyttu starfi leikskóla fram að áramótum. Á þeim tíma verður unnið að innleiðingu á breytingunum ásamt því sem samhliða verður unnið að endurskoðun leikskólakerfisins m.t.t. vistunartíma, skráningardaga, gjaldskrár, rýni á rekstri mötuneyta o.fl.
- Stefnt er að auglýsingu á leikskólafulltrúa (í stað starfsheitisins fagstjóra leikskóla) sem hluta af innleiðingarferlinu á haustmánuðum.
- Myndaður verður starfshópur sem vinna mun að innleiðingunni og endurskoðuninni. Starfshópinn skipa leikskólastjórar í Fjarðabyggð, fulltrúar fjölskyldusviðs og bæjarráðs.
- Í samráði við leikskólastjóra og foreldraráð verður innleiðingunni lokið og breytingum komið á áramótin 2024-2025.

Grunnskólar
- Myndaður verði rýnihópur, með skólastjórum grunnskólanna í Fjarðabyggð, fulltrúum Fjölskyldusviðs og bæjarráðs, sem skilar af sér drögum að tillögum í nóvember 2024 með lokaskilum, eftir kynningar á þeim, í febrúar 2025.
- Rýnihópurinn mun vinna að innleiðingu breytinga sem samþykktar voru í tillögu í bæjarstjórn og horfir m.a. til útfærslu á stjórnunarhlutfalli, hagræðinga í rekstri og aukinni samvinnu og samlegð milli grunnskólanna í Fjarðabyggð með eflingu þeirra í huga. Þá mun rýnihópurinn vinna með ætlaðan seinni áfanga vinnuhóps um fræðslumál í Fjarðabyggð sem snýr að innra umhverfi skólanna s.s. kennslu og öðrum innri þáttum.
- Meðan á vinnu þessari stendur verður starfsemi grunnskólanna óbreytt næsta skólaár m.t.t. þeirra breytinga sem ákvarðaðar voru í bæjarstjórn 27. febrúar sl.
- Stefnt er að auglýsingu á grunnskólafulltrúa (í stað starfsheitisins fagstjóra grunnskóla) eftir áramótin.
- Unnið verður að útfærslum á hlutverki tengiliða fyrir komandi skólaár í samráði við skólastjóra.
- Boðið verður upp á aukna þjálfun á fjárhags- og áætlanakerfi þannig að skólastjórar geti unnið drög að starfs- og fjárhagsáætlun fyrir árið 2025.

Skólaþjónustan
Haldið verður áfram að byggja upp skólaþjónustuna í takt við fjárhagsheimildir og aukna þjónustuþörf í samstarfi við grunn- og leikskóla þannig að hún nýtist skólunum í Fjarðabyggð sem best.

Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu og skipað verður í rýni- og starfshóp á næsta fundi bæjarráðs.
15.
Fjölskyldunefnd - 6.
Málsnúmer 2405007F
Fundargerð fjölskyldunefndar frá 13. maí lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu.