Bæjarráð
851. fundur
3. júní 2024
kl.
08:30
-
10:30
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Ragnar Sigurðsson
formaður
Þuríður Lillý Sigurðardóttir
varamaður
Stefán Þór Eysteinsson
aðalmaður
Starfsmenn
Jóna Árný Þórðardóttir
bæjarstjóri
Gunnar Jónsson
embættismaður
Þórður Vilberg Guðmundsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
bæjarritari
Dagskrá
1.
Eignarsjóður 735 Grunnskólinn Eskifirði
Framlögð tillaga varðandi lokafrágang á endurbótum við grunnskólahúsnæðið á Eskifirði.
Bæjarráð samþykkir að farið verði í framkvæmdir sbr. 1. tillögu sem lögð er fram í minnisblaði að fjárhæð um 111 m.kr. Þar með er farið í alla verkþætti sem eftir eru í endurbótum á húsnæðinu. Vísað til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun 2024.
Bæjarráð samþykkir að farið verði í framkvæmdir sbr. 1. tillögu sem lögð er fram í minnisblaði að fjárhæð um 111 m.kr. Þar með er farið í alla verkþætti sem eftir eru í endurbótum á húsnæðinu. Vísað til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun 2024.
2.
Viðhald og nýframkvæmdir gatna Fjarðabyggð 2024
Farið yfir framkvæmdir í yfirlögnum á götum á árinu 2024.
Bæjarráð samþykkir forgangsröðun sviðsstjóra og framvinda verksins verður metin þegar líður á sumarið.
Bæjarráð samþykkir forgangsröðun sviðsstjóra og framvinda verksins verður metin þegar líður á sumarið.
3.
Starfs- og fjárhagsáætlun bæjarráðs 2025
Framhaldið umræðu um fjárhagsáætlun málaflokka sem heyra undir bæjarráð.
Bæjarráð vísar tillögum sínum að römmum til fjárhagsáætlunargerðar.
Bæjarráð vísar tillögum sínum að römmum til fjárhagsáætlunargerðar.
4.
Starfs - og rýnihópar í fræðslumálum
Framhaldið umræðu um fræðslumál í Fjarðabyggð.
Drög að erindisbréfum koma fyrir næsta fund bæjarráðs.
Drög að erindisbréfum koma fyrir næsta fund bæjarráðs.
5.
Umsóknir í Framkvæmdasjóð Ferðamannastaða 2024
Framlögð drög að samningi við Ferðamálastofu um uppbyggingu áfangastaðar ferðamanna við Streytishvarf.
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra undirritun hans.
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra undirritun hans.
6.
Tjaldsvæðið Stöðvarfirði
Framlagður tölvupóstur lögmanns eiganda fasteignarinnar að Réttarholti 1 á Stöðvarfirði.
Bæjarráð felur bæjarstjóra ásamt formanni bæjarráðs að funda með eiganda fasteignarinnar. Bæjarritara falið að svara bréfritara.
Bæjarráð felur bæjarstjóra ásamt formanni bæjarráðs að funda með eiganda fasteignarinnar. Bæjarritara falið að svara bréfritara.
7.
Umsókn um íþróttastyrk - Siglingaklúbburinn
Fjölskyldunefnd samþykkti fyrir sitt leyti drög að samning um rekstrar- og uppbyggingarstyrk til þriggja ára við Siglingaklúbb Austurlands.
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra undirritun hans.
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra undirritun hans.
8.
Umsókn um íþróttastyrk - Blær
Fjölskyldunefnd samþykkti fyrir sitt leyti drög að samningi við Hestamannafélagið Blæ um rekstrar- og uppbyggingarstyrk til þriggja ára.
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra undirritun hans.
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra undirritun hans.
9.
Salerni með aðgengi fyrir hjólastóla
Framlagt erindi frá Hollvinasamtökum Skrúðs um aðgengismál í Félagsheimilinu Skrúð.
Bæjarráð vísar erindi til skipulags- og framkvæmdasviðs og aðgengisfulltrúa sveitarfélagsins.
Bæjarráð vísar erindi til skipulags- og framkvæmdasviðs og aðgengisfulltrúa sveitarfélagsins.
10.
Reglur um viðbrögð við ágangi búfjár
Fjallað um ágang búfjár og viðbrögð við honum.
Bæjarráð tekur afstöðu til beiðna berist þær með tilliti til mats á ágangi, meðalhófi og annarra aðstæðna.
Bæjarráð tekur afstöðu til beiðna berist þær með tilliti til mats á ágangi, meðalhófi og annarra aðstæðna.
11.
Ósk um samstarf til dreyfingar vöggugjafa
Samkaup, fyrir hönd Kjörbúðarinnar óskar eftir samstarfi við Fjarðabyggð um miðlun gjafa til nýbakaðra foreldra.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti samstarfið og vísar erindi til fjölskyldusviðs til útfærslu.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti samstarfið og vísar erindi til fjölskyldusviðs til útfærslu.
12.
Fjölskyldunefnd - 8.
Fundargerð fjölskyldunefndar frá 27. maí tekin til umfjöllunar og afgreiðslu.
13.
Hafnarstjórn - 313
Fundargerð hafnarstjórnar frá 27. maí tekin til umfjöllunar og afgreiðslu.