Bæjarráð
852. fundur
10. júní 2024
kl.
08:30
-
13:05
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Ragnar Sigurðsson
formaður
Jón Björn Hákonarson
varaformaður
Stefán Þór Eysteinsson
aðalmaður
Starfsmenn
Gunnar Jónsson
embættismaður
Þórður Vilberg Guðmundsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
bæjarritari
Dagskrá
1.
Umsókn um stofnframlög á árinu 2024
HMS hefur samþykkt umsókn Fjarðabyggðar um stofnframlag vegna kaupa á tveimur íbúðum á Eskifirði fyrir tekju- og eignalága á vinnumarkaði.
Bæjarráð samþykkir að framvísa stofnframlögum vegna kaupa íbúðanna til Brákar íbúðafélags hses.
Bæjarráð samþykkir að framvísa stofnframlögum vegna kaupa íbúðanna til Brákar íbúðafélags hses.
2.
Fasteignamat 2025
Framlögð samantekt fjármálastjóra um breytingar á fasteignamati í Fjarðabyggð á milli áranna 2024 og 2025. Einnig lögð fram til glöggvunar skýrsla Byggðastofnunar á samanburði á fasteignagjöldum milli sveitarfélaga á árinu 2024 og birt var í mars s.l.
Vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2025.
Vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2025.
3.
Þróun hafnarsvæða
Farið yfir þróunarmál hafnarstarfsemi.
4.
Skipulag úrgangsmála 2024 í Fjarðabyggð
Tekið fyrir að nýju hugmyndir að rafrænni útfærslu á umhaldi og fyrirkomulagi við þjónustu í úrgangsmálum.
Tekið fyrir á næsta fundi bæjarráðs.
Tekið fyrir á næsta fundi bæjarráðs.
5.
Opnunartími Móttökustöðva
Tekin umræða um opnunartíma móttökustöðva í Fjarðabyggð.
Bæjarráð tekur málið fyrir nýju á næsta fundi sínum.
Bæjarráð tekur málið fyrir nýju á næsta fundi sínum.
6.
Skipulags- og framkvæmdasvið verkefni 2024
Farið yfir skipulag og starfsemi skipulags- og framkvæmdasviðs.
Bæjarráð felur sviðsstjóra skipulags- og framkvæmdasviðs að vinna áfram að málefnum þjónustu- og framkvæmdamiðstöðvar. Málið tekið fyrir að nýju í bæjarráði.
Bæjarráð felur sviðsstjóra skipulags- og framkvæmdasviðs að vinna áfram að málefnum þjónustu- og framkvæmdamiðstöðvar. Málið tekið fyrir að nýju í bæjarráði.
7.
Beiðni um smölun ágangsfjár í Óseyri Stöðvarfirði
Framlagt erindi frá landeigendum Óseyrar í Stöðvarfirði vegna ágangs sauðfjár.
Bæjarráð felur bæjarritara að leggja fyrir drög að svari á næsta fundi bæjarráðs.
Bæjarráð felur bæjarritara að leggja fyrir drög að svari á næsta fundi bæjarráðs.
8.
Beiðni um sameiginlega tilnefningu sveitarfélaga í hreindýraráð 2024 -2028
Framlagt erindi umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytis um skipun sameiginlegs fulltrúa sveitarfélaganna Fjarðabyggðar, Fljótsdalshrepps, Múlaþings, Sveitarfélagsins Hornafjarðar og Vopnafjarðarhreppurs í hreindýraráð.
Bæjarráð óskar eftir að Samband sveitarfélaga á Austurlandi hafi skipun sameiginlegs fulltrúa sveitarfélaganna óbreytta.
Bæjarráð óskar eftir að Samband sveitarfélaga á Austurlandi hafi skipun sameiginlegs fulltrúa sveitarfélaganna óbreytta.
9.
Starfs - og rýnihópar í fræðslumálum
Framlögð drög að erindisbréfum fyrir starfs- og rýnihópa ásamt tillögu að tilnefningu aðila í starfshópinn.
Bæjarráð samþykkir erindisbréf starfs- og rýnihópa. Hóparnir verða skipaðir fulltrúum bæjarráðs, bæjarstjóra, skólastjórum stofnana, sviðsstjóra fjölskyldusviðs og stjórnanda fræðslumála- og skólaþjónustu. Fyrsti fundar hópanna verður á næstu dögum.
Bæjarráð samþykkir erindisbréf starfs- og rýnihópa. Hóparnir verða skipaðir fulltrúum bæjarráðs, bæjarstjóra, skólastjórum stofnana, sviðsstjóra fjölskyldusviðs og stjórnanda fræðslumála- og skólaþjónustu. Fyrsti fundar hópanna verður á næstu dögum.
10.
Farsældarráð Austurlands
Framlögð gögn vegna farsældarráðs Austurlands, skipulag þess og starfsemi.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til fjölskyldunefndar til umfjöllunar.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til fjölskyldunefndar til umfjöllunar.
11.
Ósk um kaup á Strandgötu 62, 740 Neskaupstað
Framlögð ósk Heimis Snæs Gylfasonar um kaup á Strandgötu 62 á Norðfirði.
Strandgata 62 var keypt til niðurrifs vegna breytinga á skipulagi í tengslum við uppbyggingu ofanflóðavarna. Því getur bæjarráð ekki orðið við erindinu en þakkar sýndan áhuga.
Strandgata 62 var keypt til niðurrifs vegna breytinga á skipulagi í tengslum við uppbyggingu ofanflóðavarna. Því getur bæjarráð ekki orðið við erindinu en þakkar sýndan áhuga.
12.
Íslendingadagar 27. -30. sept. 2024
Framlagt boð frá Gravelines vinabæ Fjarðabyggðar um þátttöku í Íslandsdögum 27. til 30. september nk.
Vísað til forseta bæjarstjórnar til vinnslu. Lagt fram í bæjarráði að nýju.
Vísað til forseta bæjarstjórnar til vinnslu. Lagt fram í bæjarráði að nýju.
13.
Fjölskyldunefnd - 9.
Fundargerð fjölskyldunefndar frá 3. júní tekin til umfjöllunar og afgreiðslu