Fara í efni

Bæjarráð

852. fundur
10. júní 2024 kl. 08:30 - 13:05
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Ragnar Sigurðsson formaður
Jón Björn Hákonarson varaformaður
Stefán Þór Eysteinsson aðalmaður
Starfsmenn
Gunnar Jónsson embættismaður
Þórður Vilberg Guðmundsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson bæjarritari
Dagskrá
1.
Umsókn um stofnframlög á árinu 2024
Málsnúmer 2403005
HMS hefur samþykkt umsókn Fjarðabyggðar um stofnframlag vegna kaupa á tveimur íbúðum á Eskifirði fyrir tekju- og eignalága á vinnumarkaði.
Bæjarráð samþykkir að framvísa stofnframlögum vegna kaupa íbúðanna til Brákar íbúðafélags hses.
2.
Fasteignamat 2025
Málsnúmer 2406008
Framlögð samantekt fjármálastjóra um breytingar á fasteignamati í Fjarðabyggð á milli áranna 2024 og 2025. Einnig lögð fram til glöggvunar skýrsla Byggðastofnunar á samanburði á fasteignagjöldum milli sveitarfélaga á árinu 2024 og birt var í mars s.l.
Vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2025.
3.
Þróun hafnarsvæða
Málsnúmer 2108027
Farið yfir þróunarmál hafnarstarfsemi.
4.
Skipulag úrgangsmála 2024 í Fjarðabyggð
Málsnúmer 2404177
Tekið fyrir að nýju hugmyndir að rafrænni útfærslu á umhaldi og fyrirkomulagi við þjónustu í úrgangsmálum.
Tekið fyrir á næsta fundi bæjarráðs.
5.
Opnunartími Móttökustöðva
Málsnúmer 2311135
Tekin umræða um opnunartíma móttökustöðva í Fjarðabyggð.
Bæjarráð tekur málið fyrir nýju á næsta fundi sínum.
6.
Skipulags- og framkvæmdasvið verkefni 2024
Málsnúmer 2403234
Farið yfir skipulag og starfsemi skipulags- og framkvæmdasviðs.
Bæjarráð felur sviðsstjóra skipulags- og framkvæmdasviðs að vinna áfram að málefnum þjónustu- og framkvæmdamiðstöðvar. Málið tekið fyrir að nýju í bæjarráði.
7.
Beiðni um smölun ágangsfjár í Óseyri Stöðvarfirði
Málsnúmer 2306063
Framlagt erindi frá landeigendum Óseyrar í Stöðvarfirði vegna ágangs sauðfjár.
Bæjarráð felur bæjarritara að leggja fyrir drög að svari á næsta fundi bæjarráðs.
8.
Beiðni um sameiginlega tilnefningu sveitarfélaga í hreindýraráð 2024 -2028
Málsnúmer 2406036
Framlagt erindi umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytis um skipun sameiginlegs fulltrúa sveitarfélaganna Fjarðabyggðar, Fljótsdalshrepps, Múlaþings, Sveitarfélagsins Hornafjarðar og Vopnafjarðarhreppurs í hreindýraráð.
Bæjarráð óskar eftir að Samband sveitarfélaga á Austurlandi hafi skipun sameiginlegs fulltrúa sveitarfélaganna óbreytta.
9.
Starfs - og rýnihópar í fræðslumálum
Málsnúmer 2309181
Framlögð drög að erindisbréfum fyrir starfs- og rýnihópa ásamt tillögu að tilnefningu aðila í starfshópinn.
Bæjarráð samþykkir erindisbréf starfs- og rýnihópa. Hóparnir verða skipaðir fulltrúum bæjarráðs, bæjarstjóra, skólastjórum stofnana, sviðsstjóra fjölskyldusviðs og stjórnanda fræðslumála- og skólaþjónustu. Fyrsti fundar hópanna verður á næstu dögum.
10.
Farsældarráð Austurlands
Málsnúmer 2406046
Framlögð gögn vegna farsældarráðs Austurlands, skipulag þess og starfsemi.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til fjölskyldunefndar til umfjöllunar.
11.
Ósk um kaup á Strandgötu 62, 740 Neskaupstað
Málsnúmer 2406057
Framlögð ósk Heimis Snæs Gylfasonar um kaup á Strandgötu 62 á Norðfirði.
Strandgata 62 var keypt til niðurrifs vegna breytinga á skipulagi í tengslum við uppbyggingu ofanflóðavarna. Því getur bæjarráð ekki orðið við erindinu en þakkar sýndan áhuga.
12.
Íslendingadagar 27. -30. sept. 2024
Málsnúmer 2406011
Framlagt boð frá Gravelines vinabæ Fjarðabyggðar um þátttöku í Íslandsdögum 27. til 30. september nk.
Vísað til forseta bæjarstjórnar til vinnslu. Lagt fram í bæjarráði að nýju.
13.
Fjölskyldunefnd - 9.
Málsnúmer 2405029F
Fundargerð fjölskyldunefndar frá 3. júní tekin til umfjöllunar og afgreiðslu