Fara í efni

Bæjarráð

853. fundur
18. júní 2024 kl. 08:30 - 11:30
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Ragnar Sigurðsson formaður
Jón Björn Hákonarson varaformaður
Stefán Þór Eysteinsson aðalmaður
Starfsmenn
Gunnar Jónsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson bæjarritari
Dagskrá
1.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2025
Málsnúmer 2404213
Lögð fram samantekt fjármálastjóra á tillögum frá nefndum um breytingar að vori á fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2025.
Bæjarráð vísar tillögum áfram til vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2025.
2.
Starfs- og fjárhagsáætlun fjölskyldunefndar 2025
Málsnúmer 2404222
Tillögur að breytingum á fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 innan fjölskyldusviðs teknar fyrir.
Vísað til áframhaldandi vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2025- 2028.
3.
Starfs- og fjárhagsáætlun stjórnar menningarstofu 2025
Málsnúmer 2404223
Tillögur að breytingum á fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 innan Menningarstofu teknar fyrir.
Vísað til áframhaldandi vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2025- 2028.
4.
Starfs- og fjárhagsáætlun bæjarráðs 2025
Málsnúmer 2404224
Tillögur að breytingum á fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 innan liðsins sameiginlegur kostnaður teknar fyrir.
Vísað til áframhaldandi vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2025- 2028.
5.
Starfs- og fjárhagsáætlun skipulags - og framkvæmdanefndar 2025
Málsnúmer 2404221
Tillögur að breytingum á fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 innan skipulags- og framkvæmdanefndar teknar fyrir.
Vísað til áframhaldandi vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2025- 2028.
6.
Starfs- og fjárhagsáætlun hafnarstjórnar 2025
Málsnúmer 2404220
Tillögur að breytingum á fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 innan hafnarstjórnar teknar fyrir.
Vísað til áframhaldandi vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2025- 2028.
7.
Rekstur málaflokka 2024
Málsnúmer 2403158
Lagt fram til kynningar yfirlit yfir rekstur málaflokka og fjárfestingar janúar - apríl 2024 auk yfirlits yfir skatttekjur og launakostnað janúar - maí 2024. Einnig lagt fram yfirlit yfir reksturinn fyrstu 4 mánuði ársins.
8.
Leikskólinn Dalborg Áfangi III
Málsnúmer 2406047
Tillögu skipulags- og framkvæmdanefndar um að farinn yrði leið B vegna framvindu framkvæmda við Leikskólann Dalborg sbr. minnisblað lögð fyrir. Bæjarráð tekur undir tillögu skipulags- og framkvæmdanefndar og felur sviðstjóra skipulags- og framkvæmdasviðs að ræða við Launafl um útfærslur á verkliðum og leggja fyrir að nýju í bæjarráði.
9.
Beiðni um smölun ágangsfjár í Óseyri Stöðvarfirði
Málsnúmer 2306063
Mál tekið fyrir að nýju í bæjarráði.
Bæjarráð samþykkir framlögð drög að svari til landeiganda að Óseyri í Stöðvarfirði.
10.
Skipulag úrgangsmála 2024 í Fjarðabyggð
Málsnúmer 2404177
Tekið fyrir að nýju hugmyndir að rafrænni útfærslu á umhaldi og fyrirkomulagi við þjónustu í úrgangsmálum.
Bæjarráð samþykkir að skipa formanna bæjarráðs, formann skipulags- og framkvæmdanefndar auk verkefnastjóra umhverfismála og upplýsinga- og kynningarfulltrúa í starfshóp til að þróa áfram rafræna útfærslu í úrgangsmálum í samvinnu við aðila.
11.
Opnunartími móttökustöðva
Málsnúmer 2311135
Teknar fyrir að nýja tillögur um aukin opnunartíma og fyrirkomulag móttökustöðva.
Lögð fram tillaga að tilraunaverkefni um að opnað verði fyrir móttöku á ákveðnum flokkum í flokkuðu sorpi alla laugardaga til loka ágústmánaðar í sumar á grenndarstöðvum í Fjarðabyggð. Sviðsstjóra skipulags- og framkvæmdasviðs falið að vinna tillöguna áfram og leggja fyrir bæjarráð að nýju.
12.
Beiðni um umsögn vegna tilraunaleyfis til skelræktar
Málsnúmer 2406068
Framlagt erindi Matvælastofnunar þar sem óskað er umsagnar vegna umsóknar Norhtlight Seafood ehf. um nýtt tilraunaleyfi til skeldýraræktunar á Bláskel í Norðfjarðarflóa.
Bæjarráð samþykkir að veita umsögn vegna tilraunaleyfis til skelræktar í Norðfjarðarflóa. Bæjarráð felur bæjarritara að rita drög að umsögn og fá nánari upplýsingar um starfsemina og afla álits Umhverfisstofnunar. Tekið fyrir að nýju í bæjarráði.
13.
Sameiginlegur fundur sveitarstjórna Fjarðabyggðar og Fljótsdalshrepps
Málsnúmer 2406069
Lögð fram fundargerð og ályktun sameiginlegs fundar sveitarstjórnar Fjarðabyggðar og Fljótsdalshrepps.
Bæjarráð þakkar fyrir ánægjulega heimsókn frá Fljótsdal en tilefni fundarins var árleg yfirferð sveitarfélaganna á sameiginlegum hagsmunamálum og samvinnuverkefnum. Fjarðabyggð hlakkar til áframhaldandi samstarfs sveitarfélaganna.
14.
Kennslutímamagn grunnskóla Fjarðabyggðar 2024-2025
Málsnúmer 2403289
Umfjöllun um kennslutímamagn grunnskóla.
Bæjarráð fjallaði um úthlutun tíma og felur stjórnanda fræðslumála- og skólaþjónustu að vinna málið áfram og fylgja því eftir.
15.
Æðavarp í landi Fjarðabyggðar
Málsnúmer 2402161
Framlögð tilboð í æðavarp í landi Kollaleiru. Alls bárust fimm tilboð. Skipulags- og framkvæmdanefnd leggur til að gengið sé að tilboði sem frá Lise Nygård Christensen sem jafnframt var hæsta tilboð.
Bæjarráð samþykkir tillögu skipulags- og framkvæmdanefndar og felur verkefnisstjóra umhverfismála að ganga til samninga við hæstbjóðanda.
16.
Framlag til Skemmtifélags starfsmanna Fjarðabyggðar
Málsnúmer 2404069
Framlögð beiðni Skemmtifélags starfsmanna Fjarðabyggðar um aukið framlag til SFF.
Bæjarráð vísar beiðninni til áframhaldandi vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2025.
17.
Sumarlokun bæjarskrifstofu 2024
Málsnúmer 2404105
Framlögð tillaga um lokun bæjarskrifstofu sumarið 2024 í tvær vikur fyrir og eftir verslunarmannahelgina.
Bæjarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til upplýsingafulltrúa Fjarðabyggðar til kynningar á vef sveitarfélagsins.
18.
Beiðni um niðurfellingu fasteignagjalda af Fjarðabraut 54 Stöðvarfirði 2024
Málsnúmer 2406073
Framlögð beiðni frá Veraldarvinum um styrk til greiðslu fasteignagjalda.
Bæjarráð hafnar beiðni um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Jafnframt telur bæjarráð að starfsemi Veraldarvina falli ekki undir ákvæði sem við eiga um styrki á móti fasteignaskatti.
19.
Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi Selnes 19
Málsnúmer 2406055
Bæjarráð samþykkir endurnýjun lóðaleigusamnings og stækkun lóðar Selnes 19. Bæjarráð felur byggingafulltrúa að gefa út nýtt lóðablað ásamt nýjum lóðaleigusamning.
20.
Umsókn um Aflamark Byggðastofnunar á Breiðdalsvík
Málsnúmer 2406084
Framlagt erindi frá Byggðastofnun um úthlutun á byggðakvóta fyrir Breidalsvík.
Bæjarráð felur að bæjarritara að veita umsögn um tillögu Byggðastofnunar um úthlutun byggðakvótans.
21.
Umsókn um íþróttastyrk - Farfuglar
Málsnúmer 2405185
Skátafélagið Farfuglar sækir um tómstundastyrk.
Bæjarráð samþykkir að veita skátafélaginu Farfuglar íþrótta- og tómstundastyrk að upphæð 120.000 kr. Upphæðin rúmast innan fjárheimilda til íþróttastyrkja innan fjölskyldusviðs.
22.
Styrktarsjóður EBÍ 2024
Málsnúmer 2403209
Framlagt svar styrktarsjóðs EBÍ um framlag til frumhönnunar lóðar og fasteigna á Stríðsárasafni en 700.000 kr. styrkur fékkst.
Bæjarráð þakkar styrkveitinguna.
23.
Fundargerðir stjórnar Sambands Íslenskra sveitarfélaga 2024
Málsnúmer 2401142
Framlögð til kynningar 948. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
24.
Fjölskyldunefnd - 10.
Málsnúmer 2406005F
Fundargerð fjölskyldunefndar frá 10. júní lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu
25.
Stjórn menningarstofu - 6
Málsnúmer 2406009F
Fundargerð stjórnar menningarstofu frá 12. júní lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu.
26.
Skipulags- og framkvæmdanefnd - 11
Málsnúmer 2406007F
Fundargerð skipulags- og framkvæmdanefndar frá 13. júní lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu.
27.
Öldungaráð - 11
Málsnúmer 2405019F
Fundargerð öldungaráðs frá 28. maí lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu.
28.
Ungmennaráð - 14
Málsnúmer 2405004F
Fundargerð ungmennaráðs frá 8. maí lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu.
29.
Drög að flokkun fimm virkjunarkosta
Málsnúmer 2406060
Bæjarráð Fjarðabyggðar samþykkir að veita umsögn vegna tillagna um að setja Hamarsvirkjun í verndunarflokk.
Bæjarráð felur bæjarritara að semja drög að umsögn þar sem framlagðri tillögu um verndarflokk Hamarsvirkjunar er mótmælt. Bæjarritara falið að senda bæjarráði drög að umsögn til samþykktar.