Bæjarráð
854. fundur
24. júní 2024
kl.
08:30
-
10:30
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Ragnar Sigurðsson
formaður
Jón Björn Hákonarson
varaformaður
Arndís Bára Pétursdóttir
Starfsmenn
Jóna Árný Þórðardóttir
bæjarstjóri
Þórður Vilberg Guðmundsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Þórður Vilberg Guðmundsson
sviðsstjóri mannauðs- og umbótasviðs
Dagskrá
1.
Starfsemi Ilms
Fulltrúar fyrirtækisins Ilms mættu á fundin kl. 8:30 og gerðu grein fyrir áformum um uppbyggingu fyrirtækisins.
2.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2025
Bæjarráð vísar tillögum nefnda um breytingar við úthlutun fjármagns í römmum áfram til vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2025.
3.
Tekjur Fjarðabyggðar 2024 og áhrif loðnubrests
Lögð fram greinargerð fjármálastjóra um nýja áætlun um tekjur Fjarðabyggðar á árinu 2024 ásamt greiningu á áhrifum loðnubrests á þær.
4.
Umsókn um stofnframlög á árinu 2024
HMS hefur samþykkt umsókn Fjarðabyggðar um stofnframlag vegna byggingar á búsetukjarna á Reyðarfirði sem sérstakt búsetuúrræði fyrir fatlaða einstaklinga. Bæjarráð samþykkir að framvísa stofnframlögum vegna byggingar búsetukjarnans til Brákar íbúðafélags hses.
5.
Endurgreiðsluhlutfall vegna réttindasafns Lífeyrissjóðs Neskaupstaðar.
Framlagt erindi Lífeyrissjóðsins Brúar um endurgreiðsluhlutfall vegna réttindasafns Lífeyrissjóðs Neskaupstaðar. Sjóðurinn leggur til að endurgreiðsluhlutfall Fjarðabyggðar til sjóðsins verði 74% á árinu 2024. Bæjarráð samþykkir tillögu sjóðsins að endurgreiðsluhlutfalli fyrir árið 2024
6.
Leikskólinn Dalborg Áfangi III
Tekin fyrir að nýju tillaga skipulags- og framkvæmdanefndar vegna framvindu framkvæmda við Leikskólann Dalborg að loknum viðræðum sviðstjóra skipulags- og framkvæmdasviðs við fulltrúa Launafls hf. um útfærslur á verkinu.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu og felur bæjarstjóra að undirrita samninga henni tengdri. Gert er ráð fyrir að verklok verði 15. júní 2025.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu og felur bæjarstjóra að undirrita samninga henni tengdri. Gert er ráð fyrir að verklok verði 15. júní 2025.
7.
Opnunartími Móttökustöðva
Teknar fyrir að nýja tillögur um aukin opnunartíma og fyrirkomulag móttökustöðva. Lagt fram minnisblað um útfærslu vegna tillögu að tilraunaverkefni um aukin opnunartíma um helgar í júlí og ágúst. Sviðstjóra falið að útfæra framkvæmd tilögunnar.
8.
Aðalfundarboð 2024 - Olíusamlagið
Framlagt aðalfundarboð Olíusamlags útvegsmanna í Neskaupstað svf. en fundur er boðaður mánudaginn 24. júní kl. 17:00
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Fjarðabyggðar á aðalfundinum.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Fjarðabyggðar á aðalfundinum.
9.
Ábyrgð og hlutverk sveitarfélaga vegna leikskóla.
Framlagt til kynningar bréf Jafnréttisstofu vegna ábyrgðar og hlutverks sveitarfélaga milli fæðingarorlofs og leikskóladvalar.