Fara í efni

Bæjarráð

855. fundur
1. júlí 2024 kl. 08:30 - 09:30
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Ragnar Sigurðsson formaður
Jón Björn Hákonarson varaformaður
Stefán Þór Eysteinsson aðalmaður
Starfsmenn
Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri
Þórður Vilberg Guðmundsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Þórður Vilberg Guðmundsson sviðsstjóri mannauðs- og umbótamála
Dagskrá
1.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2025
Málsnúmer 2404213
Bæjarráð vísar tillögum nefnda um breytingar við úthlutun fjármagns í römmum áfram til vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2025.

Bæjarráð fór yfir tillögur og vísar þeim áfram til gerðar fjárhagsramma fyrir Fjarðabyggð og stofnanir 2025 með breytingum. Fjárhagsrammar verða lagðir fyrir bæjarráð í framhaldi til endanlegrar staðfestingar.
2.
Rekstur sundlaugar í Breiðdal 2024
Málsnúmer 2406070
Framlagt minnisblað vegna fjármögnunar opnunar sundlaugar Breiðdals. Málinu vísað til frekari skoðunar á fjármála- og greiningarsviði og til viðaukagerðar í framhaldi af því.
3.
Strandgata 39, Eskifirði - Sala eigna
Málsnúmer 2405132
Farið yfir stöðu mála vegna sölu eignarinnar á Strandgötu 39 á Eskifirði.
4.
Þarfagreining vegna húsnæðisuppbyggingar fyrir 60
Málsnúmer 2406138
Framlögð tillaga á að farið verði í þarfagreiningu vegna húsnæðisuppbyggingar fyrir aldurshópinn 60 ára og eldri. Vísað til áframhaldandi hugmyndavinnu í öldungaráði.
5.
Lífeyrisskuldbinding vegna Uppsala við Brú Lífyerissjóð
Málsnúmer 2406113
Brú lífeyrisjóður gerir kröfu til þátttöku launagreiðanda vegna bakábyrgðar vegna starfsmanna Uppsala hjúkrunarheimilis. Greiðsla ársins 2024 nemur kr. 1,1 m.kr. Um er að ræða bakábyrgð frá þeim tíma sem Fjarðabyggð rak hjúkrunarheimilið.

Bæjarráð samþykkir greiðslu framlags vegna bakábyrgðar fyrir árið 2024.
6.
Förgun á gervigrasi af knattspyrnuvellinum í Neskaupstað
Málsnúmer 2311028
Framlögð beiðni frá Samvinnufélagi útgerðarmanna í Neskaupstað um förgun á eldra gervigrasi af knattspyrnuvellinum í Neskaupstað. Fjarðabyggð hyggst bjóða nýtingu á eldra gervigrasi og málinu vísað til úrvinnslu á framkvæmdasviði.
7.
Breyting á samþykkt um fiðurfé
Málsnúmer 2404096
Vísað til síðari umræðu samþykkt um fiðurfé með áorðnum breytingum sem urðu vegna ábendinga ráðuneytis á milli fyrri og seinni umræðu.

Bæjarráð staðfestir samþykktina með umboði bæjarstjórnar sem falið hefur bæjarráði ákvörðunarvald og fullnaðarafgreiðslu.
8.
Breiðimelur 1-3-5-7-9 - grenndarkynning
Málsnúmer 2405031
Vísað frá skipulags- og framkvæmdanefnd til afgreiðslu bæjarráðs grenndarkynningu vegna byggingar fjölbýlis á Breiðamel 1, 3, 5, 7 og 9. Kynningu er lokið og engar athugasemdir bárust.

Bæjarráð staðfestir niðurstöðu grenndarkynningar.
9.
Óseyri 5 - grenndarkynning
Málsnúmer 2406110
Vísað frá skipulags- og framkvæmdanefnd til afgreiðslu bæjarráðs grenndarkynningu vegna byggingar fjölbýlishúss að Óseyri 5. Kynningu er lokið og engar athugasemdir bárust.

Bæjarráð staðfestir niðurstöðu grenndarkynningar.
10.
Fjárréttir í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1808042
Bæjarráð vísar að beiðni formanns skipulags- og framkvæmdanefndar málinu til frekari vinnslu í nefndinni.
11.
Hafnarstjórn - 314
Málsnúmer 2406006F
Framlögð til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs í umboði bæjarstjórnar meðan á sumarleyfi stendur fundargerð hafnarstjórnar frá 10. júní.
Bæjarráð staðfestir fundargerð með umboði bæjarstjórnar frá 20. júní með umboði bæjarstjórnar sem falið hefur bæjarráði ákvörðunarvald og fullnaðarafgreiðslu.
12.
Skipulags- og framkvæmdanefnd - 12
Málsnúmer 2406014F
Framlögð til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs í umboði bæjarstjórnar meðan á sumarleyfi stendur fundargerð skipulags- og framkvæmdanefndar frá 26. júní.

Bæjarráð staðfestir fundargerðina, utan liðar 8, með umboði bæjarstjórnar frá 20. júní með umboði bæjarstjórnar sem falið hefur bæjarráði ákvörðunarvald og fullnaðarafgreiðslu.