Bæjarráð
856. fundur
8. júlí 2024
kl.
08:30
-
10:30
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Ragnar Sigurðsson
formaður
Jón Björn Hákonarson
varaformaður
Stefán Þór Eysteinsson
aðalmaður
Starfsmenn
Jóna Árný Þórðardóttir
bæjarstjóri
Gunnar Jónsson
embættismaður
Þórður Vilberg Guðmundsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
bæjarritari
Dagskrá
1.
Tilboð um styrk til að ljúka lagningu ljósleiðara
Framlagt erindi frá Fjarskiptasjóði þar sem sveitarfélögum er gefinn kostur á að sækja um styrk til að ljúka lagningu ljósleiðara til allra lögheimila utan markaðssvæða í þéttbýli.
Bæjarráð óskar eftir frekari upplýsingum sjóðsins fyrir næsta fund til að taka afstöðu til erindisins.
Bæjarráð óskar eftir frekari upplýsingum sjóðsins fyrir næsta fund til að taka afstöðu til erindisins.
2.
Rafrænar greiðslubeiðnir og rafræn innkaupakort
Lögð fram tillaga um innleiðingu á rafrænu greiðslubeinakerfi fyrir Fjarðabyggð til að stýra innkaupum sveitarfélagsins með skilvirkum hætti.
Bæjarráð samþykkir að innleitt verði rafrænt greiðslubeiðnakerfi og felur fjármálastjóra útfærslu innleiðingar í samstarfi við stjórnendur sveitarfélagsins.
Bæjarráð samþykkir að innleitt verði rafrænt greiðslubeiðnakerfi og felur fjármálastjóra útfærslu innleiðingar í samstarfi við stjórnendur sveitarfélagsins.
3.
Gjaldfrjálsar skólamáltíðir
Framlagt til kynningar minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna gjaldfrjálsra skólamáltíð í grunnskólum.
Vísað til stjórnanda fræðslumála og skólaþjónustu.
Vísað til stjórnanda fræðslumála og skólaþjónustu.
4.
Barnavernd Fjarðabyggðar stöðugilda aukning um 0.8
Framlagt innra vinnuskjal sviðstjóra fjölskyldusviðs um stöðu barnaverndar og aukið stöðugildi í málaflokknum.
Bæjarráð samþykkir aukið stöðugildi í málaflokknum sem nemur 0,8 hlutfalli og vísar til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2024.
Bæjarráð samþykkir aukið stöðugildi í málaflokknum sem nemur 0,8 hlutfalli og vísar til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2024.
5.
Sólarsellustyrkir
Framlagður til kynningar tölvupóstur frá Orkusetri Orkustofnunar sem auglýsir nú um þessar mundir styrki til kaupa á sólarsellum.
6.
Ágangsfé í landi Áreyja
Framlagður tölvupóstur landeiganda í Áreyjum varðandi ágang sauðfjár í landi jarðarinnar.
Bæjarráð felur umhverfisfulltrúa að kanna ágang í landi jarðar með tilliti til leiðbeininga frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um ágang þegar lausaganga búfjár er heimil og leggja fyrir bæjarráð upplýsingar þar um.
Bæjarráð felur umhverfisfulltrúa að kanna ágang í landi jarðar með tilliti til leiðbeininga frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um ágang þegar lausaganga búfjár er heimil og leggja fyrir bæjarráð upplýsingar þar um.
7.
Íslendingadagar 27. -30. sept. 2024
Framlögð tillaga forseta bæjarstjórnar að skipan fulltrúa Fjarðabyggðar á Íslandsdögum 27. til 30. september nk.
Ragnar Sigurðsson formaður bæjarráðs fer fyrir hönd bæjarstjórnar og Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir starfsmaður fyrir hönd Franska safnsins ásamt fulltrúa Franskra daga.
Ragnar Sigurðsson formaður bæjarráðs fer fyrir hönd bæjarstjórnar og Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir starfsmaður fyrir hönd Franska safnsins ásamt fulltrúa Franskra daga.
8.
Fundargerðir Austurbrúar og SSA
Fundargerðir frá ársfundi Austurbrúar og aðafundi SSA 2024 lagðar fram til kynningar.
9.
Fundargerðir stjórnar Sambands Íslenskra sveitarfélaga 2024
Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lagðar fram til kynningar.
10.
Fundargerðir Austurbrúar og SSA
Fundargerðir stjórna Austurbrúar og SSA lagðar fram til kynningar