Bæjarráð
857. fundur
22. júlí 2024
kl.
08:30
-
10:10
í fjarfundi
Nefndarmenn
Ragnar Sigurðsson
formaður
Jón Björn Hákonarson
varaformaður
Stefán Þór Eysteinsson
aðalmaður
Starfsmenn
Gunnar Jónsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
bæjarritari
Dagskrá
1.
Rekstur málaflokka 2024
Lagt fram yfirlit yfir rekstur málaflokka og fjárfestingar janúar - maí 2024 auk yfirlits yfir skatttekjur og launakostnað janúar - júní 2024. Einnig lagt fram samadregið yfirlit yfir reksturinn fyrstu 5 mánuði ársins.
2.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2025
Tekin umræða um gjaldskrár ársins 2025 og forsendur í nýrri þjóðhagsspá sem birt var í sumar. Vísað til frekari umræðu í tengslum við fjárhagsáætlun 2025.
3.
Samningur við Orkusöluna um breytingu á viðskiptakjörum
Framlögð drög að samningi Orkusölunnar og Fjarðabyggðar um breytingu á viðskiptakjörum Fjarðabyggðar fram til ársloka 31.12.2026.
Bæjarráð samþykkir samninginn ásamt samningum fyrir Fjarabyggðahafnir og Hitaveitu Fjarðabyggðar og felur bæjarstjóra undirritun þeirra.
Bæjarráð samþykkir samninginn ásamt samningum fyrir Fjarabyggðahafnir og Hitaveitu Fjarðabyggðar og felur bæjarstjóra undirritun þeirra.
4.
Áhrif skerðingar á orku til fjarvarmaveita
Lögð fram samantekt fjármálastjóra á auknum orkukostnaði vegna skerðingar á raforku til fjarvarmaveita janúar - maí 2024 ásamt tillögu um breytingar á fjárhagsáætlun ársins.
Bæjarráð vísar auknum orkukostnaði vegna skerðingar á raforku til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2024. Bæjarráð samþykkir jafnframt að viðræður verði teknar upp við umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið varðandi rekstur fjarvarmaveitna.
Bæjarráð vísar auknum orkukostnaði vegna skerðingar á raforku til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2024. Bæjarráð samþykkir jafnframt að viðræður verði teknar upp við umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið varðandi rekstur fjarvarmaveitna.
5.
Hleðslustöðvar gjaldskrá og samningur um þjónustu
Lögð fram drög að gjaldskrá fyrir selda raforku í gegnum rafhleðslustöðvar Fjarðabyggðar ásamt drögum að samningi við EONE ehf. um afnot af hugbúnaðarlausn fyrirtækisins til aðgangsstýringar að stöðvunum og innheimtu gjalda.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrá sem taki gildi frá og með 1. ágúst 2024 ásamt samningi um þjónustu vegna stöðvanna við Eone ehf. Bæjarstjóra falið að undirrita gjaldskrá og samning.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrá sem taki gildi frá og með 1. ágúst 2024 ásamt samningi um þjónustu vegna stöðvanna við Eone ehf. Bæjarstjóra falið að undirrita gjaldskrá og samning.
6.
Tilboð um styrk til að ljúka lagningu ljósleiðara
Tekið fyrir að nýju erindi frá Fjarskiptasjóði þar sem sveitarfélögum er gefinn kostur á að sækja um styrk til að ljúka lagningu ljósleiðara til allra lögheimila utan markaðssvæða í þéttbýli. Frekari upplýsingar sjóðsins um framkvæmd og útfærslur rædd.
Bæjarráð samþykkir að auglýst verði eftir áhugasömum aðilum til að taka að sér lagningu ljósleiðara í þéttbýli Fjarðabyggðar gegn styrk frá Fjarskiptasjóði sbr. auglýsingu háskóla,- iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins, https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2024/07/02/Ljosleidaravaeding-landsins-klarist-innan-thriggja-ara/
Bæjarráð samþykkir að auglýst verði eftir áhugasömum aðilum til að taka að sér lagningu ljósleiðara í þéttbýli Fjarðabyggðar gegn styrk frá Fjarskiptasjóði sbr. auglýsingu háskóla,- iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins, https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2024/07/02/Ljosleidaravaeding-landsins-klarist-innan-thriggja-ara/
7.
Ágangsfé í landi Áreyja
Framlagt mat verkefnastjóra umhverfismála á ágangi sauðfjár í landi Áreyja.
Bæjarráð felur bæjarritara að ræða við landeigendur og upplýsa um niðurstöðu mats verkefnastjóra umhverfismála.
Bæjarráð felur bæjarritara að ræða við landeigendur og upplýsa um niðurstöðu mats verkefnastjóra umhverfismála.
8.
Franskir dagar 2024
Framlögð drög að dagskrá vegna heimsóknar fulltrúa vinabæjarins Gravelines ásamt yfirliti um fulltrúana.
Bæjarfulltrúar taka þátt í mótttöku fulltrúa vinabæjarins í samvinnu við upplýsingafulltrúa.
Bæjarfulltrúar taka þátt í mótttöku fulltrúa vinabæjarins í samvinnu við upplýsingafulltrúa.
9.
Ráðstefna Almannavarna 2024
Framlagt boð frá Almannavarnarsviði ríkislögreglustjóra um almannavarnarráðstefnu sem haldinn verður 31. október 2024.
Bæjarráð samþykkir að Jón Björn Hákonarson fari fyrir hönd Fjarðabyggðar.
Bæjarráð samþykkir að Jón Björn Hákonarson fari fyrir hönd Fjarðabyggðar.
10.
Erindi vegna úrskurðar í máli nr. IRN23111065
Framlagt erindi frá innviðaráðuneyti þar sem óskað er upplýsinga um viðbrögð við úrskurði ráðuneytisins frá 18. apríl 2023 varðandi smölun ágangsfjár. Lögð fram drög að svari.
Bæjarráð samþykkir tillögu að svari og felur bæjarritara að svara erindi ráðuneytisins.
Bæjarráð samþykkir tillögu að svari og felur bæjarritara að svara erindi ráðuneytisins.
11.
Erindi vegna ágangsmála búfjár
Framlögð til kynningar samantekt forráðamanna fésbókarsíðu um ágangsmál búfjár.
12.
Drög að breytingu á reglugerð nr. 745/2016 um vigtun og skráningu sjávarafla - Umsagnarferli
Á Samráðsgátt liggja fyrir drög að breytingu á reglugerð nr. 745/2016 um vigtun og skráningu sjávarafla. Umsagnarfrestur er til 15.ágúst næstkomandi.
Bæjarráð felur hafnarstjóra í samráði við hafnarstjórn að yfirfara drögin og veita umsögn vegna málsins.
Bæjarráð felur hafnarstjóra í samráði við hafnarstjórn að yfirfara drögin og veita umsögn vegna málsins.
13.
Skipun stýrihóps vegna breytinga á eftirliti
Framlagt til kynningar bréf frá Samtökum heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi vegna áformaðra breytingar á fyrirkomulagi heilbrigðiseftirlits sem eru viðamiklar.
14.
Drög að flokkun fimm virkjunarkosta
Í samráðsgátt stjórnvalda er að nýju komin til samráðs drög að flokkun fimm vikjanakosta þar á meðal Hamarsvirkjun sem þegar hefur verið veitt umsögnum um.
https://island.is/samradsgatt/mal/3778. Umsagnarfrestur er til 27. september nk.
Bæjarráð mun taka málið fyrir að nýju áður en umsagnarfresti lýkur.
https://island.is/samradsgatt/mal/3778. Umsagnarfrestur er til 27. september nk.
Bæjarráð mun taka málið fyrir að nýju áður en umsagnarfresti lýkur.
15.
Fundargerðir Samtaka orkusveitarfélaga 2024
Framlögð til kynningar fundargerð samtaka orkusveitarfélaga nr. 73