Fara í efni

Bæjarráð

858. fundur
12. ágúst 2024 kl. 08:30 - 11:30
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Ragnar Sigurðsson formaður
Jón Björn Hákonarson varaformaður
Stefán Þór Eysteinsson aðalmaður
Starfsmenn
Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri
Þórður Vilberg Guðmundsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Þórður Vilberg Guðmundsson sviðsstjóri mannauðs- og umbótamála
Dagskrá
1.
Skólabyrjun skólaárið 2024 - 2025
Málsnúmer 2408013
Stjórnandi fræðslumála- og skólaþjónustu mætir á fundinn og fer yfir stöðu mála við upphaf skólaárs 2024 - 2025.
2.
Framlenging á samningi um akstur á leið 92 (Breiðdalur-Reyðarfjörður)
Málsnúmer 2407127
Lagður fram samnngur við Vegagerðina um framlengingu á samningi um akstur á leið 92 á milli Breiðdals og Reyðarfjarðar. Aksturinn er framkvæmdur innan almenningssamgangna Fjarðabyggðar og skapar tekjur af akstrinum en ekki kostnað. Upphaflega yfirtók Fjarðabyggð akstur á leiðinni af SvAust í kjölfar útboðs á leiðinni. Bæjarráð samþykkir að framlengja samninginn og felur bæjarstjóra undirritun skjala því tengdu.
3.
Minnisblað frá KÍ í kjölfar heimsóknar til Fjarðabyggðar
Málsnúmer 2309181
Framlagt til kynningar minnisblað Kennarasambands Íslands frá 8. júlí 2024 um aðkomu og heimsóknir sambandsins í tengslum við fyrirhugaðar breytingar á skólastarfi í Fjarðabyggð.
4.
Ráðning sviðsstjóra fjármála- og greiningarsviðs
Málsnúmer 2408012
Framlagt minnisblað bæjarstjóra varðandi ráðningu í starf sviðsstjóra fjármála- og greiningarsviðs. Bæjarráð samþykkir þá tillögu bæjarstjóra að Jóhann Gunnsteinn Harðarson verði ráðinn í starf sviðsstjóra fjármála- og greiningarsviðs.
5.
Beiðni um umsögn vegna tilraunaleyfis til skelræktar.
Málsnúmer 2406068
Framlögð drög að umsögn vegna erindis Matvælastofnunar þar sem óskað er umsagnar vegna umsóknar Norhtlight Seafood ehf. um nýtt tilraunaleyfi til skeldýraræktunar á Bláskel í Norðfjarðarflóa. Sviðsstjóra mannauðs- og umbótamála falið að vinna málið áfram.
6.
Drög að flokkun fimm virkjunarkosta
Málsnúmer 2406060
Óskað hefur verið eftir umsögnum vegna mats á Hamarsvirkjun í fimmta áfanga rammaáætlunar. Bæjarritara falið að rita drög að umsögn og leggja fyrir bæjarráð að nýju.
7.
Leikskólapláss
Málsnúmer 2407104
Framlagður til kynningar tölvupóstur frá 8. júlí vegna stöðu mála varðandi leikskólapláss á Reyðarfirði. Bæjarstjóri hefur þegar svarað erindinu en unnið er að mönnun skólastofnanna í Fjarðabyggð.
8.
Ágangsfé í landi Áreyja
Málsnúmer 2407007
Framlagður tölvupóstur landeiganda í Áreyjum frá 26. júlí sl. vegna ágangsfjár. Bæjarritara falið að fylgja erindinu eftir í samræmi við fyrri afgreiðslur bæjarráðs.
9.
Starfsemi Ilms
Málsnúmer 2406071
Framlagt sem trúnaðarmál erindi frá Tandraorku í kjölfar fundar fyrirtækisins með bæjarráði í lok júní sl. Bæjarstjóra falið að hefja viðræður við fyrirtækið.
10.
Helstu tölur lögreglu fyrstu sex mánuði ársins 2024
Málsnúmer 2407142
Framlögð til kynningar yfirlit frá lögreglunni á Austulandi yfir fyrstu sex mánuði ársins 2024
11.
Hættumat fyrir ofanflóð í Stöðvarfirði
Málsnúmer 2306138
Framlagt til kynningar staðfesting ráðuneytisins á þegar kynntu hættumati fyrir ofanfóð á Stöðvarfirði, engar breytingar hafa orðið á matinu frá fyrri kynningu.
12.
Framlengdur samningur við Tanna Travel vegna skólaaksturs
Málsnúmer 2408001
Framlagt minnisblað stjóranda fræðslumála- og skólaþjónustu vegna framlengingar á samningi vegna skólaaksturs. Stjórnanda fræðslumála falið að ljúka framlengingu á samningum og bæjarstjóra undirritun þeirra í framhaldi af því.
13.
Tilboð um styrk til að ljúka lagningu ljósleiðara
Málsnúmer 2407009
Framlögð bréf og tölvupóstar frá fyrirtækjum vegna tilboða til að ljúka lagningu ljósleiðara. Bæjarstjóra og bæjarritara falið að ræða við tilboðsgjafa og leggja niðurstöðu fyrir bæjarráð að nýju. Jafnframt er bæjarstjóra falið að svara Fjarskipasjóði og staðfesta þátttöku Fjarðabyggðar í verkefninu.
14.
Leyfi fyrir tjaldsvæði að Svarthömrum í Neskaupstað
Málsnúmer 2408014
Framlagður tölvupóstur Marvins Ómarssonar þar sem óskað er leyfis til uppsetningar og reksturs tjaldsvæðis að Svarthömrum í Neskaupstað. Sviðsstjóra framkvæmda- og skipulagssviðs falið að ræða við bréfritara.
15.
Erindi frá Hestamannafélaginu Blæ vegna deiliskipulags
Málsnúmer 2408023
Framlagt erindi frá Hestamannafélaginu Blæ vegna deiliskipulags á svæði félagsins í Fannardal. Bæjarráð þakkar fyrir erindið og felur bæjarritara að skoða feril málsins og áframhaldandi vinnu í kjölfarið á því.