Bæjarráð
859. fundur
19. ágúst 2024
kl.
09:00
-
12:30
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Ragnar Sigurðsson
formaður
Jón Björn Hákonarson
varaformaður
Stefán Þór Eysteinsson
aðalmaður
Starfsmenn
Jóna Árný Þórðardóttir
bæjarstjóri
Gunnar Jónsson
embættismaður
Þórður Vilberg Guðmundsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
bæjarritari
Dagskrá
1.
Skipulags- og framkvæmdasvið verkefni 2024
Farið yfir framvindu verkefna framkvæmda- og umhverfissvið.
2.
Fjölskyldusvið verkefni 2024
Farið yfir verkefni fjölskyldusviðs.
3.
Beiðni um smölun ágangsfjár í Óseyri Stöðvarfirði
Framlögð beiðni landeigenda Óseyrar í Stöðvarfirði um smölun sauðfjár af landinu.
Vísað til bæjarritara til úrvinnslu.
Vísað til bæjarritara til úrvinnslu.
4.
Beiðni um viðbótarframlag 2024
Beiðni um viðbótarframlag vegna reksturs Héraðsskjalasafns Austurlands fyrir árið 2024.
Vísað til stjórnar menningarstofu.
Vísað til stjórnar menningarstofu.
5.
Íbúafundur vegna uppbyggingar snjóflóðavarnargarða í Neskaupstað
Fjallað um undirbúning íbúafundar í Neskaupstað vegna byggingar snjóflóðavarnargarða.
Bæjarráð hefur boðað til íbúafundar í Nesskóla miðvikudaginn 4. september nk. kl. 17:00. Farið verður yfir framkvæmdir við ofanflóðavarnir í Nes- og Bakkagiljum.
Bæjarráð hefur boðað til íbúafundar í Nesskóla miðvikudaginn 4. september nk. kl. 17:00. Farið verður yfir framkvæmdir við ofanflóðavarnir í Nes- og Bakkagiljum.
6.
Húsnæðisáætlun 2025
Umræða til að hefja formlega vinnu við gerð húsnæðisáætlunar fyrir árið 2025 sem tekur við af þeirri sem er í gildi.
7.
Málefni Skólavegar 98-112
Framlagt erindi Íbúsamtaka Fáskrúðsfjarðar vegna Skólavegar 98-112 á Fáskrúðsfirði.
Vísað til skipulags- og framkvæmdanefndar.
Vísað til skipulags- og framkvæmdanefndar.
8.
Kvennsöguskilti
Framlag erindi frá Sambandi austfirskra kvenna um hugmynd að stuðla að kvennsöguskiltum víðsvegar á Austurlandi.
Bæjarráð felur upplýsingafulltrúa að vera tengiliður vegna verkefnisins.
Bæjarráð felur upplýsingafulltrúa að vera tengiliður vegna verkefnisins.
9.
Skipulag úrgangsmála 2024 í Fjarðabyggð
Framlögð sem trúnaðarmál drög að samningi vegna þróunar hugbúnaðar vegna úrgangs.
Lagt fram til kynningar. Bæjarstjóra falið umhald málsins ásamt starfshópi og starfsfólki málaflokksins.
Lagt fram til kynningar. Bæjarstjóra falið umhald málsins ásamt starfshópi og starfsfólki málaflokksins.
10.
Styrkur til FHL vegna árangurs
Bæjarráð samþykkir í ljósi góðs árangurs FHL sem tryggt hafa sér sæti í efstu deild á næsta keppnistímabili að veita liðinu afreksstyrk. Jafnframt mun bæjarstjórn bjóða liðinu í móttöku næstkomandi laugardag þar sem styrkurinn verði afhentur.
11.
Skipulags- og framkvæmdanefnd - 13
Fundargerð skipulags- og framkvæmdanefndar frá 13. júlí lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu.