Bæjarráð
860. fundur
26. ágúst 2024
kl.
08:30
-
11:00
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Ragnar Sigurðsson
formaður
Jón Björn Hákonarson
varaformaður
Stefán Þór Eysteinsson
aðalmaður
Starfsmenn
Jóna Árný Þórðardóttir
bæjarstjóri
Gunnar Jónsson
embættismaður
Þórður Vilberg Guðmundsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
bæjarritari
Dagskrá
1.
Rekstur málaflokka 2024
Lagt fram yfirlit yfir rekstur málaflokka og fjárfestingar janúar - júní 2024 auk yfirlits yfir skatttekjur og launakostnað janúar - júlí 2024. Einnig lagt fram samandregið yfirlit yfir reksturinn fyrstu 6 mánuði ársins.
2.
Árshlutareikningur Fjarðabyggðar og stofnana 30.6. 2024
Lagður fram árshlutareikningur fyrir fyrstu 6 mánuði ársins 2024. Árshlutareikningurinn er án endurskoðunnar og tekur mið af stöðu bókhalds 30.6. júní 2024.
3.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2025
Farið yfir forsendur fjárhagsáætlunar og undibúnings úthlutnar ramma fyrir árið 2025.
Bæjarráð samþykkir forsendur að tillögum um rammaúthlutun fyrir deildir og svið fyrir árið 2025. Úthlutun ramma tekin fyrir á næsta fundi bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir forsendur að tillögum um rammaúthlutun fyrir deildir og svið fyrir árið 2025. Úthlutun ramma tekin fyrir á næsta fundi bæjarráðs.
4.
Beiðni um smölun ágangsfjár í Óseyri Stöðvarfirði
Framlagt svar landeigenda að Óseyri í Stöðvarfirði vegna afgreiðslu erindis þeirra um ágangsfé í landi þeirra.
Bæjarráð samþykkir að haft verði samband við fjáreigendur sem líkindi eru til að eigi féð og þeim gefinn kostur á að smala féð og þeim veittur andmælafrestur.
Bæjarráð samþykkir að haft verði samband við fjáreigendur sem líkindi eru til að eigi féð og þeim gefinn kostur á að smala féð og þeim veittur andmælafrestur.
5.
Ágangsfé í landi Áreyja
Fjallað um ágang sauðfjár í landi Áreyja í framhaldi af samþykkt bæjarráðs frá 12. ágúst.
Búið er að ræða við hlutaðeigandi aðila og beðið viðbragða. Frestað til næsta fundar bæjarráðs.
Búið er að ræða við hlutaðeigandi aðila og beðið viðbragða. Frestað til næsta fundar bæjarráðs.
6.
Stjórnsýslukæra vegna ágangsfjár í landi Óseyrar
Framlagt erindi innviðaráðuneytisins vegna stjórnsýslukæru landeiganda Óseyrar í Stöðvarfirði.
Bæjarráð felur bæjarritara að svara erindi ráðuneytisins.
Bæjarráð felur bæjarritara að svara erindi ráðuneytisins.
7.
Byggingarleyfi Búðareyri 10
Vísað frá skipulags- og framkvæmdanefnd til afgreiðslu bæjarráðs tillögu að tilfærslu á lóðarmörkum við Búðareyri 10 á Reyðarfirði um 7,5m til vesturs en lóðin mun stækka sem því nemur.
Bæjarráð samþykkir stækkun lóðarinnar og felur skipulagsfulltrúa að kynnt nálægum fasteignaeigendum.
Bæjarráð samþykkir stækkun lóðarinnar og felur skipulagsfulltrúa að kynnt nálægum fasteignaeigendum.
8.
Endurnýjun körfubíls
Framlagt minnisblað slökkviliðsstjóra um endurnýjun á körfbíl slökkviliðs en hann er frá árinu 1991 og er fyrirliggjandi viðhald á bílnum sem óvissa er um hversu mikil yrði.
Bæjarráð samþykkir að gert verði tilboð í körfubíl.
Bæjarráð samþykkir að gert verði tilboð í körfubíl.
9.
Stjórnkerfisnefnd 2020-2024
Fjallað um stjórnkerfi Fjarðabyggðar.
10.
Skipulags- og framkvæmdanefnd - 14
Fundargerð skipulags- og framkvæmdanefndar frá 21. ágúst fram lögð til umfjöllunar og afgreiðslu.