Bæjarráð
861. fundur
2. september 2024
kl.
08:30
-
10:00
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Ragnar Sigurðsson
formaður
Jón Björn Hákonarson
varaformaður
Stefán Þór Eysteinsson
aðalmaður
Starfsmenn
Gunnar Jónsson
embættismaður
Þórður Vilberg Guðmundsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
bæjarritari
Dagskrá
1.
Fundur með forstjóra og upplýsingafulltrúa Alcoa
Fjallað um málefni Alcoa Fjarðaáls.
2.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2025
Tekin fyrir úthlutun á fjárhagsrömmum fyrir málaflokka og svið Fjarðabyggðar vegna ársins 2025.
Bæjarráð samþykkir framlagða fjárhagsramma áætlunar 2025 og felur
fjármálastjóra að gefa þá út til nefnda.
Bæjarráð samþykkir framlagða fjárhagsramma áætlunar 2025 og felur
fjármálastjóra að gefa þá út til nefnda.
3.
Veikindalaun 2024
Lögð fram greining fjármálastjóra á kostnaði við veikindalaun fyrstu sex mánuði ársins ásamt tillögu að viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2024.
Bæjarráð samþykkir að vísa kostnaði vegna veikindalauna til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun 2024. Fjármálastjóra falið að setja fram viðaukann.
Bæjarráð samþykkir að vísa kostnaði vegna veikindalauna til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun 2024. Fjármálastjóra falið að setja fram viðaukann.
4.
Beiðni um smölun ágangsfjár í Óseyri Stöðvarfirði
Framlagðar nýjar beiðnir landeigenda Óseyrar í Stöðvarfirði um smölun sauðfjár sem er á jörðinni ásamt afriti af tölvupóstum sem sendir hafa verið á fjáreigendur sem líkindi eru til að eigi sauðfé sem um ræðir. Andmælafrestur er til 3. september en andmæli hafa ekki borist.
5.
Ágangsfé í landi Áreyja
Tekið fyrir að nýju erindi landeiganda Áreyja vegna ágangs sauðfjár á jörðinni. Fjáreigandi brást við og smalaði áreyrar sem ágangur sauðfjár hefur verið á. Jafnframt lögð fram ný kvörtun um ágang.
Bæjarráð felur bæjarritara að hafa samband við hlutaðeigandi fjáreiganda.
Bæjarráð felur bæjarritara að hafa samband við hlutaðeigandi fjáreiganda.
6.
Drög að flokkun fimm virkjunarkosta
Framlögð drög að umsögn Fjarðabyggðar í síðara umsagnarferli vegna mats á Hamarsvirkjun sem virkjanakosts en tillaga verkefnastjórnar er að virkjunin fari í verndarflokk.
Jón Björn Hákonarson vék af fundi.
Bæjarráð samþykkir umsögnina og felur bæjarritara að skila henni í samráðsgátt.
Jón Björn Hákonarson vék af fundi.
Bæjarráð samþykkir umsögnina og felur bæjarritara að skila henni í samráðsgátt.
7.
Tæknidagur Fjölskyldunnar 2025
Framlagt bréf Verkmenntaskóla Austurlands þar sem óskað er eftir afnotum af íþróttahúsinu á Norðfirði vegna tæknidags fjölskyldunnar.
Bæjarráð samþykkir að styrkja tæknidaginn sem nemur afnotum af íþróttahúsinu á Norðfirði, tekið af liðnum óráðstafað.
Bæjarráð samþykkir að styrkja tæknidaginn sem nemur afnotum af íþróttahúsinu á Norðfirði, tekið af liðnum óráðstafað.
8.
Starfsemi Ilms
Framlögð drög viljayfirlýsingar vegna áforma TandraOrku ehf. um uppbyggingu verksmiðju sem framleiðir lífkol.
Bæjarráð samþykkir viljayfirlýsinguna og felur bæjarritara að undirrita hana.
Bæjarráð samþykkir viljayfirlýsinguna og felur bæjarritara að undirrita hana.
9.
Málefni Sköpunarmiðstöðvar
Fjallað um málefni Sköpunarmiðstöðvarinnar og framtíða hennar ásamt tillögu um að Austurbrú og Fjarðabyggð skipi fulltrúa í stjórn hennar.
Bæjarráð vísar erindi til stjórnar menningarstofu.
Bæjarráð vísar erindi til stjórnar menningarstofu.
10.
Styrkveitingar til starfa án staðsetningar
Framlögð til kynningar auglýsing innviðaráðuneytisins um styrkveitingar til ríkisstofnana vegna óstaðbundinna starfa.
Bæjarráð felur upplýsingafulltrúa að taka saman yfirlit yfir innviði sem nýst geta ef stofnanir flytja starfsemi í sveitarfélaginu og koma því framfæri.
Bæjarráð felur upplýsingafulltrúa að taka saman yfirlit yfir innviði sem nýst geta ef stofnanir flytja starfsemi í sveitarfélaginu og koma því framfæri.
11.
Nefndaskipan Framsóknarflokks 2022-2026
Framsóknarflokkurinn tilkynnir um nefndabreytingar. Tinna Hrönn Smáradóttir tekur sæti Birgis Jónssonar í fjölskyldunefnd. Jafnframt tekur Pálína Margeirsdóttir sæti varaformanns.
12.
Stjórnkerfisnefnd 2020-2024
Farið yfir stjórnkerfi Fjarðabyggðar