Bæjarráð
863. fundur
16. september 2024
kl.
08:30
-
11:00
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Ragnar Sigurðsson
formaður
Birgir Jónsson
varamaður
Stefán Þór Eysteinsson
aðalmaður
Starfsmenn
Gunnar Jónsson
embættismaður
Þórður Vilberg Guðmundsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
bæjarritari
Dagskrá
1.
Fjárhagsáætlun 2024 - viðauki 2
Framlögð tillaga fjármálstjóra að viðauka 2 við fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar fyrir árið 2024.
Bæjarráð samþykkir viðaukann og vísar honum til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir viðaukann og vísar honum til afgreiðslu bæjarstjórnar.
2.
Samkomulag um samstarf vegna leigíbúða í búsetukjarna Reyðarfirði
Lögð fram drög að samkomulag við Brák íbúðafélag hses um samstarfi vegna leiguíbúða í búsetukjarna á Reyðarfirði.
Bæjarráð samþykkir samkomulagið og felur bæjarstjóra undirritun þess.
Bæjarráð samþykkir samkomulagið og felur bæjarstjóra undirritun þess.
3.
Trappa
Vísað frá fjölskyldunefnd til afgreiðslu bæjarráðs tillögu um að verkefnið Trappa verði fjármögnuð með viðauka við fjárhagsáætlun 2024.
Bæjarráð samþykkir samning og felur bæjarstjóra undirritun hans. Kostnaði vegna greininga er vísað til fjármálastjóra og sviðsstjóra fjölskyldusviðs sem leggi hann að nýju fyrir bæjarráð.
Bæjarráð samþykkir samning og felur bæjarstjóra undirritun hans. Kostnaði vegna greininga er vísað til fjármálastjóra og sviðsstjóra fjölskyldusviðs sem leggi hann að nýju fyrir bæjarráð.
4.
Þarfagreining vegna húsnæðisuppbyggingar fyrir 60
Vísað frá öldungaráði til bæjarráðs minnisblaði öldungaráðs um þarfagreiningu vegna húsnæðisuppbyggingar fyrir 60 ára og eldri.
Bæjarráð vísar erindi til umfjöllunar fjölskyldunefndar og til uppfærslu húsnæðisáætlunar fyrir næsta ár.
Bæjarráð vísar erindi til umfjöllunar fjölskyldunefndar og til uppfærslu húsnæðisáætlunar fyrir næsta ár.
5.
Erindi til Bæjarráðs vegna Sólvellir Breiðdalsvík, athafnasvæði
Framlagt erindi Goðaborgar ehf. varðandi lóðina sem frystihúsið á Breiðdalsvík stendur á sem og lóðir og götu í kringum brugghús, kaupfélag, frystihús, borkjarnasafn og gamla kaupfélag. Einnig varðar þetta hönnun og teikningar sem gerðar hafa verið af svæðinu, nefnt "Breiðtorg".
Bæjarráð vísar erindi til umfjöllunar í skipulags- og framkvæmdanefnd og hafnarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindi til umfjöllunar í skipulags- og framkvæmdanefnd og hafnarstjórnar.
6.
Stjórnsýslukæra vegna ágangsfjár í landi Áreyja
Framlagt erindi innviðaráðuneytisins vegna stjórnsýslukæru Svavars Valtýs Valtýssonar, þar sem kært er aðgerðarleysi Fjarðabyggðar vegna ágangsfjár í landi Áreyja, Reyðarfirði.
Bæjarráð felur bæjarritara að svara erindi innviðaráðuneytisins.
Bæjarráð felur bæjarritara að svara erindi innviðaráðuneytisins.
7.
Beiðni um smölun ágangsfjár í Óseyri Stöðvarfirði
Tekin fyrir greining frá verkefnastjóra umhverfismála á ágangi í landi Óseyrar á Stöðvarfirði en staðfest er að fé er á jörðinni.
Bæjarráð skorar á fjáreigendur sem líkindi er til að eigi sauðfé í landi Óseyrar að smala því og veitir hlutaðeigandi andmælafrest.
Bæjarráð skorar á fjáreigendur sem líkindi er til að eigi sauðfé í landi Óseyrar að smala því og veitir hlutaðeigandi andmælafrest.
8.
Stofna lóð Austurvegur 31
Vísað frá skipulags- og framkvæmdanefnd til afgreiðslu bæjarráðs samningi um lóðina Austurveg 31 á Reyðarfirði.
Bæjarrráð samþykkir lóðasamning fyrir lóðina Austurveg 31.
Bæjarrráð samþykkir lóðasamning fyrir lóðina Austurveg 31.
9.
Aðalfundur Samtaka orkusveitarfélaga 2024
Framlagt aðalfundarboð Samtaka orkusveitarfélaga 2024 þann 9. október nk. kl. 13:00-14:00 á Hilton Reykjavík Nordica.
Bæjarráð samþykkir að bæjarstjóri fari með umboð Fjarðabyggðar á fundinum.
Bæjarráð samþykkir að bæjarstjóri fari með umboð Fjarðabyggðar á fundinum.
10.
Ályktanir aðalfundar NAUST 2024
Framlagðar til kynningar ályktanir aðalfundar Náttúruverndarsamtaka Austurlands.
11.
Sorphirða - Tæming íláta
Bæjarráð Fjarðabyggðar lýsir yfir áhyggjum vegna ítrekaðra raskana á áætlun um sorphirðu af hálfu verktaka. Þessar truflanir hafa valdið óþægindum fyrir íbúa og skapað óásættanlegt ástand varðandi sorphirðu í sveitarfélaginu. Bæjarráð leggur ríka áherslu á að sorphirða gangi snurðulaust fyrir sig og að verktaki uppfylli þær skyldur sem samningur kveður á um.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að taka tafarlaust upp viðræður við verktaka með það að markmiði að leysa vandann án frekari tafa og tryggja að sorphirða fari fram samkvæmt gildandi áætlun. Viðræður skulu beinast að því að finna raunhæfar lausnir og úrbætur svo að slíkar truflanir endurtaki sig ekki.
Bæjarráð mun fylgjast náið með framvindu mála og kalla eftir reglulegum upplýsingum um stöðu úrbóta.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að taka tafarlaust upp viðræður við verktaka með það að markmiði að leysa vandann án frekari tafa og tryggja að sorphirða fari fram samkvæmt gildandi áætlun. Viðræður skulu beinast að því að finna raunhæfar lausnir og úrbætur svo að slíkar truflanir endurtaki sig ekki.
Bæjarráð mun fylgjast náið með framvindu mála og kalla eftir reglulegum upplýsingum um stöðu úrbóta.
12.
Fundargerðir Samtaka orkusveitarfélaga 2024
Framlögð til kynningar fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga nr. 75
13.
Skipulags- og framkvæmdanefnd - 15
Framlögð fundargerð skipulags- og framkvæmdanefndar frá 11. september til umfjöllunar og afgreiðslu.
14.
Fjölskyldunefnd - 11
Fundargerð fjölskyldunefndar frá 9. september tekin til umfjöllunar og afgreiðslu
15.
Stjórn menningarstofu - 8
Framlögð fundargerð stjórnar menningarstofu frá 10. september til umfjöllunar og afgreiðslu.
16.
Starfshópur um nýtingu mannvirkja í rekstri Fjarðabyggðar - 1
Framlögð fundargerð starfshóps um nýtingu mannvirkja Fjarðabyggðar frá 16. apríl fram lögð og afgreidd.
17.
Starfshópur um nýtingu mannvirkja í rekstri Fjarðabyggðar - 2
Framlögð fundargerð starfshóps um nýtingu mannvirkja Fjarðabyggðar frá 2. maí fram lögð og afgreidd.
18.
Starfshópur um nýtingu mannvirkja í rekstri Fjarðabyggðar - 3
Framlögð fundargerð starfshóps um nýtingu mannvirkja Fjarðabyggðar frá 23. maí fram lögð og afgreidd.
19.
Starfshópur um nýtingu mannvirkja í rekstri Fjarðabyggðar - 4
Framlögð fundargerð starfshóps um nýtingu mannvirkja Fjarðabyggðar frá 12. júní fram lögð og afgreidd.
20.
Starfshópur um nýtingu mannvirkja í rekstri Fjarðabyggðar - 5
Framlögð fundargerð starfshóps um nýtingu mannvirkja Fjarðabyggðar frá 19. júní fram lögð og afgreidd.
21.
Starfshópur um nýtingu mannvirkja í rekstri Fjarðabyggðar - 6
Framlögð fundargerð starfshóps um nýtingu mannvirkja Fjarðabyggðar frá 13. ágúst fram lögð og afgreidd.
22.
Starfshópur um breytingar í leikskólum - 1
Framlögð fundargerð starfshóps um breytingar í leikskólum Fjarðabyggðar frá 1. júlí fram lögð og afgreidd.
23.
Starfshópur um breytingar í leikskólum - 2
Framlögð fundargerð starfshóps um breytingar í leikskólum Fjarðabyggðar frá 12. september fram lögð og afgreidd.
24.
Rýnihópur um breytingar í grunnskólum - 1
Framlögð fundargerð rýnihóps um breytingar í grunnskólum Fjarðabyggðar frá 1. júlí fram lögð og afgreidd.
25.
Rýnihópur um breytingar í grunnskólum - 2
Framlögð fundargerð rýnihóps um breytingar í grunnskólum Fjarðabyggðar frá 12. september fram lögð og afgreidd.