Bæjarráð
865. fundur
30. september 2024
kl.
08:30
-
10:45
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Kristinn Þór Jónasson
varamaður
Jón Björn Hákonarson
varaformaður
Stefán Þór Eysteinsson
aðalmaður
Starfsmenn
Jóna Árný Þórðardóttir
bæjarstjóri
Gunnar Jónsson
embættismaður
Þórður Vilberg Guðmundsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
bæjarritari
Dagskrá
1.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2025
Rætt um fjárhagsáætlunina og stöðu hennar. Lögð fram greining á fyrstu útgáfu af launaáætlun 2025 eins og hún liggur fyrir.
Vísað til áframhaldandi vinnu við fjárhagsáætlunargerð 2025.
Vísað til áframhaldandi vinnu við fjárhagsáætlunargerð 2025.
2.
Orka til fjarvarmaveita Hitaveitu Fjarðabyggðar
Umræða um orkukaup fyrir fjarvarmaveitur Hitaveitu Fjarðabyggðar í Neskaupstað og Reyðarfirði.
Bæjarráð samþykkir að fela fjármálastjóra og bæjarstjóra að vinna að málinu og leggja fyrir bæjarráð að nýju.
Bæjarráð samþykkir að fela fjármálastjóra og bæjarstjóra að vinna að málinu og leggja fyrir bæjarráð að nýju.
3.
Kauptilboð í Sólbakka 7 Breiðdalsvík
Lagt fram kauptilboð í Sólvelli 7 á Breiðdalsvík dagsett 25.9.2024.
Bæjarráð hafnar kauptilboði.
Bæjarráð hafnar kauptilboði.
4.
Kauptilboð í Sólbakka 7 Breiðdalsvík
Lagt fram kauptilboð í Sólvelli 7 á Breiðdalsvík dagsett 26.9.2024
Bæjarráð hafnar kauptilboði.
Bæjarráð hafnar kauptilboði.
5.
Húsnæðisáætlun Fjarðabyggðar 2025
Framlagður til kynningar tölvupóstur HMS um samstarf við sveitarfélögin um endurskoðun og uppfærslu stafrænna húsnæðisáætlana en endurskoðun á að ljúka fyrir 20. janúar 2025.
Vísað til fjármálastjóra.
Vísað til fjármálastjóra.
6.
Grænn orkugarður á Reyðarfirði
Bæjarstjóra hefur boðist að taka þátt í ferð viðskiptasendinefndar atvinnulífsins með Íslandsstofu, Grænvangi, Samtökum Iðnaðarins og Dansk-íslenska viðskiptaráðsins í tengslum við fyrstu opinberu heimsókn forseta Íslands til Danmerkur dagana 7.-10. október næstkomandi. Bæjarstjóri verður hluti sendinefndarinnar.
7.
Umsókn um stækkun á lóð að Búðareyri 3
Skipulags- og framkvæmdanefnd leggur til að lóðin að Búðareyri 3 verði stækkuð til suðurs til samræmis við mörk gróðurs og garðs.
Bæjarráð samþykkir stækkun lóðar.
Bæjarráð samþykkir stækkun lóðar.
8.
Beiðni um smölun ágangsfjár í Óseyri Stöðvarfirði
Framlögð andmæli frá fjáreiganda Þverhamars vegna áskorunar bæjarráðs um að sauðfé sé smalað af landi Óseyrar.
9.
Samstarfssamningur
Framlagt erindi frá Krabbameinsfélagi Austfjarða um framlengingu á samstarfssamingi Fjarðabyggðar og félagsins.
Bæjarráð samþykkir að samningurinn verði framlengdur um þrjú ár.
Bæjarráð samþykkir að samningurinn verði framlengdur um þrjú ár.
10.
Frumvarp um breytingu á lögum um haf- og strandsvæði í samráðsgátt
Framlagt frumvarp um breytingu á lögum um haf- og strandsvæði í samráðsgátt.
Bæjaráð felur bæjarritara að veita umsögn.
Bæjaráð felur bæjarritara að veita umsögn.
11.
Ársfundur jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2024
Framlagt fundarboð á ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitafélaga sem haldinn verður 9.okt nk.
Bæjarráð felur Jóni Birni Hákonarsyni forseta bæjarstjórnar að fara með umboð Fjarðabyggðar á ársfundinum.
Bæjarráð felur Jóni Birni Hákonarsyni forseta bæjarstjórnar að fara með umboð Fjarðabyggðar á ársfundinum.
12.
Sambandsgleði í tengslum við fjármálaráðstefnu
Framlagt til kynningar boð frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga á hóf í tengslum við fjármálaráðstefnu.
13.
Boðskort á Sveitarfélag ársins
Framlagt til kynningar boð á viðburðinn Sveitarfélag ársins 2024 sem haldið verður 17. október 2024.
14.
Líkamsræktaraðstaða á Reyðarfirði
Framlagt minnisblað um stöðu líkamsræktaraðstöðu á Reyðarfirði.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og fjármálastjóra að fara yfir málið frekar og leggja fyrir bæjarráð að nýju.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og fjármálastjóra að fara yfir málið frekar og leggja fyrir bæjarráð að nýju.
15.
Nefndaskipan Framsóknarflokks 2022-2026
Framlögð beiðni Þuríðar Lillýar Sigurðardóttur um leyfi frá störfum sem kjörinn fulltrúi í bæjarstjórn og formennsku í skipulags- og framkvæmdanefnd vegna fæðingarorlofs frá 1. október 2024 til 31. desember 2024.
Framsóknarflokkurinn gerir eftirfarandi breytingar nefndaskipan á þessum tíma og við formennsku skipulags- og framkvæmdanefndar tekur Jón Björn Hákonarson. Elís Pétur Elísson tekur sæti Þuríðar í bæjarstjórn fyrir sama tíma.
Framsóknarflokkurinn gerir eftirfarandi breytingar nefndaskipan á þessum tíma og við formennsku skipulags- og framkvæmdanefndar tekur Jón Björn Hákonarson. Elís Pétur Elísson tekur sæti Þuríðar í bæjarstjórn fyrir sama tíma.
16.
Stafrænt byggingarleyfi
Framlagður til kynningar tölvupóstur frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun um stafræn byggingarleyfi sem stofnunin er að innleiða.
Vísað til kynningar í skipulags- og framkvæmdanefnd.
Vísað til kynningar í skipulags- og framkvæmdanefnd.
17.
Fjölskyldunefnd - 13
Framlögð til umfjöllunar og afgreiðslu fundargerð fjölskyldunefndar frá 23. september.
18.
Stjórn menningarstofu - 9
Framlögð til umfjöllunar og afgreiðslu fundargerð stjórnar menningarstofu frá 23. september.
19.
Skipulags- og framkvæmdanefnd - 17
Framlögð til umfjöllunar og afgreiðslu fundargerð skipulags- og framkvæmdanefndar frá 25. september.
20.
Fjallskilanefnd - 6
Framlögð til umfjöllunar og afgreiðslu fundargerð fjallskilanefndar frá 1. ágúst.