Fara í efni

Bæjarráð

866. fundur
7. október 2024 kl. 08:15 - 12:30
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Ragnar Sigurðsson formaður
Jón Björn Hákonarson varaformaður
Stefán Þór Eysteinsson aðalmaður
Starfsmenn
Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Þórður Vilberg Guðmundsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson bæjarritari
Dagskrá
1.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2025
Málsnúmer 2404213
Farið yfir stöðu launaáætlunar í fjárhagsáætlunarvinnu 2025.
Vísað til áframhaldandi vinnu við fjárhagsáætlun 2025.
2.
Fjárhagsáætlun 2024 - viðauki 3
Málsnúmer 2410017
Framlögð tillaga fjármálstjóra að viðauka 3 við fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar fyrir árið 2024.
Bæjarráð samþykkir viðauka fyrir sitt leyti og vísar honum til afgreiðslu bæjarstjórnar.
3.
Bréf til sveitarstjórnar frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga
Málsnúmer 2410031
Framlagt til kynningar bréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga.
Vísað til bæjarstjórnar.
4.
Líkamsrækt Reyðafjarðar
Málsnúmer 2403089
Tekinn fyrir að nýju samningur um sölu líkamsræktartækja Líkamsræktarinnar í íþróttamiðstöðinni á Reyðarfirði til Eyrinnar heilsuræktar ehf.
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra undirritun hans. Stjórnanda íþróttamála falið að kynna útfærslu breytinga fyrir notendum þjónustunnar.
5.
Íbúakönnun 2024
Málsnúmer 2410015
Fjallað um viðhorfskönnun Gallup þar sem mæld eru viðhorf íbúa til þjónustuþátta stærstu sveitarfélaga landsins.
Bæjarráð samþykkir að gerð verði viðhorfskönnun.
6.
Styrkumsókn vegna afnota af íþróttahúsi Reyðarfjarðar vegna árshátíðar starfsmanna.
Málsnúmer 2409067
Framlögð beiðni Skemmtifélags starfsmanna Fjarðabyggðar um endurgjaldslaus afnot af íþróttahúsi Fjarðabyggðar þann 10. maí 2025.
Bæjarráð samþykkir að styrkja félagið sem nemur húsaleigu vegna viðburðarins, tekið af liðnum óráðstafað 21690.
7.
Fundargerðir stjórnar Sambands Íslenskra sveitarfélaga 2024
Málsnúmer 2401142
Fundargerð 952. fundar stjórnar Sambandsins lögð fram til kynningar.
8.
Ársskýrsla Fiskeldissjóðs fyrir árið 2023
Málsnúmer 2409263
Framlögð til kynningar ársskýrsla Fiskeldissjóðs fyrir árið 2023.
Bæjarráð samþykkir eftirfarandi bókun.
Mikilvægt er að útdeiling tekna af gjaldtöku í fiskeldi í sjó renni til sveitarfélaga þar sem nýting auðlindarinnar og starfsemi fyrirtækja í fiskeldi fari fram og þörfin til uppbyggingar þjónustu sé mest. Við setningu laga nr. 89/2019 um töku gjalds vegna fiskeldis í sjó og fiskeldissjóð var lögð áhersla á að hlutverk sjóðsins væri að styrkja uppbyggingu innviða þar sem fiskeldi í sjókvíum er stundað og þar með samfélög og stoðir atvinnulífs á þeim svæðum.
Skorað er á Matvælaráðherra að endurskoða útdeilingar sjóðsins með það fyrir augum að leggja Fiskeldissjóð niður. Tekjur vegna gjaldtöku fiskeldis í sjó og ætlað er til innviðauppbyggingar í sveitarfélögum þar sem sjókvíaeldi er stundað ætti að renna beint til sveitarfélaga án aðkomu Fiskeldissjóðs miðað við lífmassa, burðarþol- eða áhættumat fjarða.
9.
Ferðaþjónustudagurinn 2024
Málsnúmer 2410029
Framlagt til kynningar boð á ferðaþjónustudaginn 7. október nk.
10.
Fundargerðir Samtaka orkusveitarfélaga 2024
Málsnúmer 2403087
Fundargerð 76. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga lögð fram til kynningar.
11.
Starfs- og fjárhagsáætlun bæjarráðs 2025
Málsnúmer 2404224
Fjallað um starfs- og fjárhagsáætlun fyrir málaflokka bæjarráðs.
Slökkviliðsstjóri fór yfir gerð fjárhagsáætlunar slökkviliðsins fyrir árið 2025 og stöðu slökkviliðsins.
12.
Starfs- og fjárhagsáætlun hafnarstjórnar 2025
Málsnúmer 2404220
Farið yfir starfs- og fjárhagsáætlunargerð hafnarinnar.
Farið yfir gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2025 og stöðu Fjarðabyggðarhafna.
13.
Starfs- og fjárhagsáætlun fjölskyldunefndar 2025
Málsnúmer 2404222
Farið yfir starfs- og fjárhagsáætlunargerð fjölskyldusviðs.
Farið yfir gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2025 og stöðu fjölskyldusviðs.
14.
Starfs- og fjárhagsáætlun skipulags - og framkvæmdanefndar 2025
Málsnúmer 2404221
Farið yfir starfs- og fjárhagsáætlunargerð skipulags- og framkvæmdanefndar.
Farið yfir gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2025 og stöðu skipulags- og framkvæmdasviðs.
15.
Starfs- og fjárhagsáætlun stjórnar menningarstofu 2025
Málsnúmer 2404223
Farið yfir starfs- og fjárhagsáætlunargerð menningarmála.
Farið yfir gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2025 og stöðu menningarmála.
16.
Rýnihópur um breytingar í grunnskólum - 3
Málsnúmer 2410004F
Framlögð til afgreiðslu fundargerð rýnihóps um breytingar í grunnskólum frá 3. október.
Fundargerð staðfest.
17.
Starfshópur um breytingar í leikskólum - 3
Málsnúmer 2409025F
Framlögð til afgreiðslu fundargerð starfshóps um breytingar í leikskólum frá 24. september.
Fundargerð staðfest.