Fara í efni

Bæjarráð

867. fundur
14. október 2024 kl. 08:30 - 09:30
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Ragnar Sigurðsson formaður
Birgir Jónsson varamaður
Stefán Þór Eysteinsson aðalmaður
Starfsmenn
Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Þórður Vilberg Guðmundsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson bæjarritari
Dagskrá
1.
Formlegt erindi til bæjarráðs frá 4.bekk
Málsnúmer 2410042
Formlegt bréf frá fjórða bekk Grunnskóla Reyðarfjarðar vegna sundlaugar á Reyðarfirði.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindi frá fjórða bekk.
2.
Fjárbeiðni 2024
Málsnúmer 2410032
Vísað frá stjórn menningarstofu til afgreiðslu bæjarráðs og fjárhagsáætlunarvinnu 2025 viðbótarframlag sem stjórn Héraðsskjalasafns Austfirðinga óskar eftir fyrir árið 2025.
Bæjarráð samþykkir að veita viðbótarframlag vegna ársins 2024 en vísar viðbótarframlagi fyrir árið 2025 til umfjöllunar við fjárhagsáætlunargerð næsta árs.
3.
Erindi varðandi styrk til fornleifarannsókna í Stöðvarfirði
Málsnúmer 2402019
Framlagður tölvupóstur frá Félagi um fornleifarannsóknir á Stöðvarfirði þar sem óskað er eftir styrk til rannsókna að Stöð.Í fjárhagsáætlun ársins 2025 er gert ráð fyrir styrk til áframhaldandi rannsókna.
Bæjarráð vísar erindi til stjórnar menningarstofu.
4.
Gott að eldast-samþætting þjónustu Fjarðabyggð og HSA
Málsnúmer 2306119
Vísað frá fjölskyldunefnd til bæjarráðs tillögu um breytingu á stuðningsþjónustu vegna þrifa og mat á þörf einstaklinga fyrir þjónustu. Tillagan gerir ráð fyrir að íbúar sem einungis sækja um þrifaþjónustu og þarfnast ekki almennrar stuðningsþjónustu verði beint til þrifaþjónustufyrirtækja. Breytingar þessar taka gildi um áramót.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti tillöguna og felur sviðsstjóra að útfæra breytingar á reglum.
5.
Gjaldskrá fjarvarmaveita 2024
Málsnúmer 2309099
Vísað frá skipulags- og framkvæmdanefnd til afgreiðslu bæjarráðs gjaldskrá Hitaveitu Fjarðabyggðar fyrir fjarvarmaveitur árið 2024.
Bæjarráð samþykkir tillögu að breytingu gjaldskrár fjarvarmaveitu fyrir árið 2024 og tekur breytingin gildi frá 1. nóvember 2024.
6.
Umsókn um lóð Búðarmelur 1
Málsnúmer 2409256
Vísað frá skipulags- og framkvæmdanefnd til afgreiðslu bæjarráðs umsókn um lóðina Búðarmel 1 á Reyðarfirði.
Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni.
7.
Umsókn um lóð Miðdalur 18-20
Málsnúmer 2409255
Vísað frá skipulags- og framkvæmdanefnd til afgreiðslu bæjarráðs umsókn um lóðina Miðdal 18 til 20.
Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni.
8.
Þjóðlendumál kröfur óbyggðanefndar eyjar og sker
Málsnúmer 2402163
Framlagður til kynningar tölvupóstur um Þjóðlendumál: eyjar og sker en tilkynning þessi er send fjölmiðlum, sveitarfélögum sem liggja að sjó og lögmönnum o.fl. sem hafa haft samband við óbyggðanefnd vegna málsmeðferðarinnar.
9.
Stjórn menningarstofu - 10
Málsnúmer 2410006F
Framlögð til umfjöllunar og afgreiðslu fundargerð stjórnar menningarstofu frá 7. október.
10.
Fjölskyldunefnd - 14
Málsnúmer 2410003F
Framlögð til umfjöllunar og afgreiðslu fundargerð fjölskyldunefndar frá 7. október.
11.
Skipulags- og framkvæmdanefnd - 18
Málsnúmer 2410008F
Framlögð til umfjöllunar og afgreiðslu fundargerð skipulags- og framkvæmdanefndar frá 8. október.
12.
Hafnarstjórn - 317
Málsnúmer 2410007F
Framlögð til umfjöllunar og afgreiðslu fundargerð hafnarstjórnar frá 7. október.
13.
Stjórnkerfisnefnd 2020-2024
Málsnúmer 2011203
Fjallað um stjórnkerfi