Bæjarráð
868. fundur
21. október 2024
kl.
08:30
-
11:30
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Ragnar Sigurðsson
formaður
Jón Björn Hákonarson
varaformaður
Stefán Þór Eysteinsson
aðalmaður
Starfsmenn
Jóna Árný Þórðardóttir
bæjarstjóri
Gunnar Jónsson
embættismaður
Þórður Vilberg Guðmundsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
bæjarritari
Dagskrá
1.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2025
Farið yfir drög að launaáætlun fyrir árið 2025 sem hluta af fjárhagsáætlun næsta árs ásamt drögum að tekjuáætlun.
Vísað til áframhaldandi vinnu við fjárhagsáætlunargerðina 2025.
Vísað til áframhaldandi vinnu við fjárhagsáætlunargerðina 2025.
2.
Rekstur málaflokka 2024
Lagt fram yfirlit yfir rekstur málaflokka og fjárfestingar janúar - ágúst og skatttekjur og launakostnaður janúar - september. Einnig samandregið rekstraryfirlit og rekstrarreikningur fyrir janúar - ágúst 2024.
3.
Gjaldskrá hitaveitu 2025
Vísað frá skipulags- og framkvæmdanefnd til afgreiðslu bæjarráðs gjaldskrá hitaveitu fyrir árið 2025.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrá hitaveitu fyrir árið 2025 en hún hækkar sem nemur verðlagsbreytingum 5,6%. Breytingin tekur gildi frá og með 1. janúar 2025.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrá hitaveitu fyrir árið 2025 en hún hækkar sem nemur verðlagsbreytingum 5,6%. Breytingin tekur gildi frá og með 1. janúar 2025.
4.
Orka til fjarvarmaveita Hitaveitu Fjarðabyggðar
Samningur um orkukaup við Orkusöluna fyrir fjarvarmaveitur lagðar fyrir til afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra undirritun hans.
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra undirritun hans.
5.
Gjaldskrá fráveitu - hreinsun rotþróa
Framlagt bréf Hákonar Björnssonar vegna álagningar rotþróargjalda, tíðni tæminga og árgjald.
Bæjarráð felur fjármálastjóra að svara erindi bréfritara.
Bæjarráð felur fjármálastjóra að svara erindi bréfritara.
6.
Umsókn um lóð Blómsturvellir 31
Vísað frá skipulags- og framkvæmdanefnd til afgreiðslu bæjarráðs umsókn um lóðina Blómsturvelli 31 á Norðfirði.
Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar.
Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar.
7.
Undirkriftarlisti varðandi lokun á líkamsræktarstöð á Reyðarfirði
Framlagður til kynningar undirskriftarlisti íbúa sem leggjast gegn lokun líkamsræktarstöðvar í íþróttahúsinu á Reyðarfirði.
8.
Nefndaskipan í Fjarðabyggð 2022 - 2026
Fjallað um skipan fulltrúa fjölmenningarráðs
Bæjarráð vísar til fjölskyldusviðs að leita tilnefninga 5 aðalfulltrúa og 5 varafulltrúa en fulltrúar sveitarstjórnar verða kjörnir þegar tilnefning liggur fyrir.
Bæjarráð vísar til fjölskyldusviðs að leita tilnefninga 5 aðalfulltrúa og 5 varafulltrúa en fulltrúar sveitarstjórnar verða kjörnir þegar tilnefning liggur fyrir.
9.
Endurgreiðsluhlutfall vegna réttindasafns Lífeyrissjóðs Neskaupstaðar
Framlögð tillaga um óbreytt endurgreiðsluhlutfall fyrir árið 2025 vegna réttindasafns Lífeyrissjóðs starfsmanna Neskaupstaðar í B-deild Brúar lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga.
Bæjarráð samþykkir endurgreiðsluhlutfallið.
Bæjarráð samþykkir endurgreiðsluhlutfallið.
10.
Aðalfundur Heilbrigðiseftilits Austurlands
Framlagt aðalfundarboð Heilbrigðiseftirlits Austurlands sem haldinn verður 6. nóvember nk.
Bæjarráð felur Stefáni Þór Eysteinssyni að fara með umboð Fjarðabyggðar á fundinum.
Bæjarráð felur Stefáni Þór Eysteinssyni að fara með umboð Fjarðabyggðar á fundinum.
11.
Aðafundur Héraðsskjalasafns Austurlands 2024
Framlagt fundarboð aðalfundar Héraðsskjalasafns Austfirðinga sem haldinn verður 30. október nk.
Bæjarráð felur Jónu Árnýju Þórðardóttur bæjarstjóra að fara með umboð Fjarðabyggðar á aðalfundinum.
Bæjarráð felur Jónu Árnýju Þórðardóttur bæjarstjóra að fara með umboð Fjarðabyggðar á aðalfundinum.
12.
Stjórnkerfisnefnd 2020-2024
Bæjarráð sem stjórnkerfisnefnd tekur til afgreiðslu tillögu vegna breytinga á skipulagi fjölskyldumála.
Bæjarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til staðfestingar bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til staðfestingar bæjarstjórnar.
13.
Skipulags- og framkvæmdanefnd - 19
Fundargerð skipulags- og framkvæmdanefndar frá 16. október lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu.