Bæjarráð
871. fundur
11. nóvember 2024
kl.
08:30
-
10:50
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Ragnar Sigurðsson
formaður
Jón Björn Hákonarson
varaformaður
Stefán Þór Eysteinsson
aðalmaður
Starfsmenn
Jóna Árný Þórðardóttir
bæjarstjóri
Gunnar Jónsson
embættismaður
Þórður Vilberg Guðmundsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
bæjarritari
Dagskrá
1.
Gott að eldast-samþætting þjónustu Fjarðabyggð og HSA
Vísað frá fjölskyldunefnd til afgreiðslu bæjarráðs drögum að samningi HSA og Fjarðabyggðar um samþættingu þjónustu heimahjúkrunar og heimastuðnings. Farið yfir verkefnið gott að eldast og efni samningsins með fulltrúum frá heilbrigðisráðuneytinu.
Bæjarráð þakkar kynningu á samningi og felur sviðsstjóra fjölskyldusviðs, stjórnanda stoð- og stuðningsþjónustu og bæjarstjóra að vinna áfram að frágangi samnings með hlutaðeigandi aðilum og leggja fyrir bæjarráð að nýju.
Bæjarráð þakkar kynningu á samningi og felur sviðsstjóra fjölskyldusviðs, stjórnanda stoð- og stuðningsþjónustu og bæjarstjóra að vinna áfram að frágangi samnings með hlutaðeigandi aðilum og leggja fyrir bæjarráð að nýju.
2.
Gjaldskrá Fjarðabyggðarhafna 2025
Vísað frá hafnarstjórn til afgreiðslu bæjarráðs gjaldskrá Fjarðabyggðarhafna fyrir árið 2025.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrána sem byggir á forsendum fjárhagsáætlunargerðar 2025 og tekur ný gjaldskrá gildi 1. janúar 2025.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrána sem byggir á forsendum fjárhagsáætlunargerðar 2025 og tekur ný gjaldskrá gildi 1. janúar 2025.
3.
Gjaldskrá skipulags- og byggingarmála 2025
Vísað frá skipulags- og framkvæmdanefnd tillögu að gjaldskrá skipulags- og byggingarmála fyrir árið 2025.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrána sem byggir á forsendum fjárhagsáætunargerðar 2025 og tekur ný gjaldskrá gildi 1. janúar 2025.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrána sem byggir á forsendum fjárhagsáætunargerðar 2025 og tekur ný gjaldskrá gildi 1. janúar 2025.
4.
Kæra frá Úrskurðarnefnd um upplýsingamál
Framlagt erindi frá úrskurðarnefndar um upplýsingamál um kæru frá Ívari Ingimarssyni og Hrefnu Arnardóttur vegna ákvörðunar Fjarðabyggðar að synja beiðni um aðgang að gögnum.
Bæjarráð felur bæjarritara að svara erindi úrskurðarnefndar.
Bæjarráð felur bæjarritara að svara erindi úrskurðarnefndar.
5.
Samskiptastefna FJB - Aton
Framlögð drög að samskiptastefnu fyrir Fjarðabyggð sem ráðgjafafyrirtækið Aton var fengið til að hanna og fylgdu fulltrúar fyrirtækisins henni úr hlaði.
Bæjarráð felur upplýsingafulltrúa að vinna með málið áfram og leggja fyrir bæjarráð að nýju.
Bæjarráð felur upplýsingafulltrúa að vinna með málið áfram og leggja fyrir bæjarráð að nýju.
6.
Rýni- og starfshópar í grunn- og leikskólum
Á fundum starfs- og rýnihópa leik- og grunnskóla hefur verið samþykkt að fresta störfum hópanna þar til kjarasamningar við Kennarasamband Íslands hafa verið gerðir. Í ljósi þess að kjarasamningar hafa ekki enn náðst er óvissa um samningsbundna skilmála og umgjörð skólastarfsins. Stefnt er að því að taka upp þráðinn á nýju ári og vinna að niðurstöðum í hópunum í tíma fyrir skólaárið 2025-2026. Þó verður tekið mið af breytingum á gjaldskrá leikskóla, sem stefnt er að innleiða um komandi áramót, þar sem lögð er áhersla á að efla starfsumhverfi skólanna. Bæjarráð mun halda áfram að fylgjast með þróun mála og tryggja að starfshóparnir fái viðeigandi stuðning til að ná fram umbótum í samræmi við nýja kjarasamninga og markmið sveitarfélagsins um öflugt og faglegt skólastarf.
7.
Fundagerðir Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga 2024
Framlagðar til kynningar fundargerðir Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga nr. 82 og 83. ásamt aðalfundargerð samtakanna.
8.
Fundargerðir stjórnar Sambands Íslenskra sveitarfélaga 2024
Fundargerð 954. fundar stjórnar Sambandsins lögð fram til kynningar.
9.
Fundargerðir Samtaka orkusveitarfélaga 2024
Fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga nr. 77 og 78. ásamt aðalfundargerð lögð fram til kynningar.
10.
Skipulags- og framkvæmdanefnd - 21
Fundargerð skipulags- og framkvæmdanefndar frá 6. nóvember lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu.
11.
Fjölskyldunefnd - 16
Fundargerð fjölskyldunefndar frá 4. nóvember lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu.
12.
Hafnarstjórn - 319
Fundargerð hafnarstjórnar frá 4. nóvember lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu.
13.
Starfshópur um breytingar í leikskólum - 6
Fundargerð starfshóps um breytingar í leikskólum frá 7. nóvember tekin til umfjöllunar og afgreiðslu.
14.
Rýnihópur um breytingar í grunnskólum - 5
Fundargerð rýnihóps um breytingar í grunnskólum frá 7. nóvember 2024 lögð fram til afgreiðslu.