Fara í efni

Bæjarráð

873. fundur
25. nóvember 2024 kl. 08:30 - 11:00
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Ragnar Sigurðsson formaður
Birgir Jónsson varamaður
Stefán Þór Eysteinsson aðalmaður
Starfsmenn
Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Þórður Vilberg Guðmundsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson bæjarritari
Dagskrá
1.
Fjárhagsáætlun 2024 - viðauki 4
Málsnúmer 2411112
Framlögð tillaga að viðauka nr. 4 við fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar árið 2024.
Bæjarráð samþykkir viðaukann og vísar honum til staðfestingar bæjarstjórnar.
2.
Ósk um aukafjárveitingu skólabókasafna
Málsnúmer 2411072
Vísað frá fjölskyldunefnd til afgreiðslu bæjarráðs ósk um aukafjárveitingu til bókakaupa skólabókasafna.

Bæjarráð jók við fasta fjárheimildir til bókakaupa á árinu 2023 til að efla bókakost safnanna og samhæfa innkaupin. Bæjarráð getur því ekki orðið við beiðninni.
3.
Endurgerð upptakastoðvirkja í Drangagili
Málsnúmer 2310177
Framlagt minnisblað Verkís vegna endurgerðar á upptakastoðvirkjum í Drangagili vegna beiðnar sveitarfélagsins um mat á ástandi varnarmannvirkjanna.

Bæjarráð samþykkir framlagðar tillögur að endurgerð upptakastoðvirkjanna í Drangagili fyrir sitt leyti og felur bæjarstjóra að vera í samskiptum við Ofanflóðasjóð vegna þeirra.

Málinu vísað til kynningar í skipulags- og framkvæmdanefnd.
4.
Gjaldskrá fasteignagjalda 2025
Málsnúmer 2409127
Vísað frá bæjarstjórn til frekari umræðu milli umræðna um fjárhagsáætlun 2025 álagningarhlutföllum og fjárhæðum í fasteignagjöldum næsta árs.

Lögð fram tillaga að því að álagningarstuðull fasteignaskatts íbúðarhúsnæðis A lækki í 0,4% úr 0,424%.

Bæjarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til staðfestingar bæjarstjórnar.
5.
Gjaldskrá meðhöndlun úrgangs 2025
Málsnúmer 2409155
Tekin umræða um gjaldskrá um meðhöndlun úrgangs.
6.
Íþrótta- og tómstundastyrkir 2025
Málsnúmer 2410178
Vísað frá fjölskyldunefnd til afgreiðslu bæjarráðs tillögu að breytingum á reglum um úthlutun íþróttastyrkja.
Bæjarráð samþykkir breytingar á reglunum og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.
7.
Samskiptastefna FJB - Aton
Málsnúmer 2410169
Tekin fyrir að nýju verkefnatillaga ásamt minnisblaði upplýsingafulltrúa um ráðstöfun fjármagns og forgangsröðun.
Bæjarráð samþykkir tillögur og vísar þeim til fjárhagsáætlunargerðar 2025.
8.
Fyrirhugaðar breytingar í fræðslumálum
Málsnúmer 2411093
Lagður fram undirskriftarlisti þar sem gerð er krafa um upplýsingafund vegna fyrirhugaðra breytinga í fræðslumálum.

Bæjarráð vísar til bókunar frá bæjarráðsfundi nr. 871 sem segir að starf- og rýnihópar leik- og grunnskóla hafi samþykkt að fresta störfum hópanna þar til kjarasamningar við Kennarasamband Íslands hafa verið gerðir. Í ljósi þess að kjarasamningar hafa ekki enn náðst er óvissa um samningsbundna skilmála og umgjörð skólastarfsins. Stefnt er að því að taka upp þráðinn á nýju ári og vinna að niðurstöðum í hópunum í tíma fyrir skólaárið 2025-2026. Þó verður tekið mið af breytingum á gjaldskrá leikskóla, sem stefnt er að innleiða um komandi áramót, þar sem lögð er áhersla á að efla starfsumhverfi skólanna. Bæjarráð mun halda áfram að fylgjast með þróun mála og tryggja að starfshóparnir fái viðeigandi stuðning til að ná fram umbótum í samræmi við nýja kjarasamninga og markmið sveitarfélagsins um öflugt og faglegt skólastarf.

Þegar kjarasamningar liggja fyrir verður málið tekið fyrir og kynnt hlutaðeigandi aðilum.
9.
Erindisbréf fjölmenningarráðs
Málsnúmer 2303056
Skipan fulltrúa Fjarðabyggðar í fjölmenningarráð.
Bæjarráð tilnefnir Joanna Katarzyna Mrowiec sem varamann í fjölmenningarráð til viðbótar við fyrri tilnefningu fjölskyldunefndar.
10.
Opnunartími bæjarskrifstofu
Málsnúmer 2411125
Farið yfir þjónustu bæjarskrifstofu vegna nýrrar útfærslu kjarasamninga á vinnutíma.
Bæjarráð samþykkir útfærslu á opnunartíma bæjarskrifstofu en hann breytist þannig að skrifstofan lokar 12 á föstudögum. Bæjarstjóra falin útfærsla á fyrirkomulaginu.
11.
Umsókn um lóð Naustavegur 10
Málsnúmer 2411029
Vísað frá skipulags- og framkvæmdanefnd til afgreiðslu bæjarráðs umsókn um lóðina Naustaveg 10 á Norðfirði.
Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni.
12.
Umsókn um lóð Árdalur 15 Eskifirði
Málsnúmer 2411056
Vísað frá skipulags- og framkvæmdanefnd til afgreiðslu bæjarráðs umsókn um lóðina að Árdal 15 á Eskifirði.
Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni.
13.
Umsókn um lóð Daltún 7
Málsnúmer 2411039
Vísað frá skipulags- og framkvæmdanefnd til afgreiðslu bæjarráðs umsókn um lóðina að Daltúni 7 á Eskifirði.
Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni.
14.
Umsókn um auka lóð Strandgata 58 Esk
Málsnúmer 2410168
Vísað frá skipulags- og framkvæmdanefnd til afgreiðslu bæjarráðs umsókn um leigulóð til vesturs fyrir sólpalla við Strandgötu 58, Eskifirði sem er eignarlóð.
Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni.
15.
Ályktun frá Skólastjórafélagi Austurlands
Málsnúmer 2411128
Framlögð til kynningar áskorun Skólastjórafélags Austurlands til sveitarstjórna á Austurlandi um að beita sér fyrir lausn í kjaradeilu Kennarasambands Íslands.
Umboð til kjarasamningasgerðar f.h. Fjarðabyggðar liggur hjá samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga. Bæjarráð hvetur aðila til að ná samkomulagi í deilunni sem allra fyrst.
16.
Fundargerðir stjórnar Sambands Íslenskra sveitarfélaga 2024
Málsnúmer 2401142
Fundargerð 955. fundar stjórnar Sambandsins lögð fram til kynningar.
17.
Tilkynning um löglega boðaða vinnustöðvun
Málsnúmer 2411141
Framlögð tilkynning frá Kennarasambandi íslands þar sem boðað er til vinnustöðvunar frá og með 10. desember nk. í Leikskólanum Lyngholti á Reyðarfirði.
Bæjarráð felur bæjarstjóra ásamt starfsmönnum að fara yfir og kynna áhrif vinnustöðvunarinnar.
18.
Fjölskyldunefnd - 18
Málsnúmer 2411016F
Framlögð til umfjöllunar og afgreiðslu fundargerð fjölskyldunefndar frá 18. nóvember.
19.
Skipulags- og framkvæmdanefnd - 22
Málsnúmer 2411018F
Framlögð til umfjöllunar og afgreiðslu fundargerð skipulags- og framkvæmdanefndar frá 20. nóvember.