Fara í efni

Bæjarráð

875. fundur
12. desember 2024 kl. 08:15 - 10:40
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Ragnar Sigurðsson formaður
Jón Björn Hákonarson varaformaður
Stefán Þór Eysteinsson aðalmaður
Starfsmenn
Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Þórður Vilberg Guðmundsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson bæjarritari
Dagskrá
1.
Rekstur málaflokka 2024
Málsnúmer 2403158
Lagt fram yfirlit yfir rekstur málaflokka og fjárfestingar janúar - október og skatttekjur og launakostnaður janúar - nóvember.
2.
Verkefnið Sterkur Stöðvarfjörður
Málsnúmer 2211108
Farið yfir stöðu verkefnisins Sterkur Stöðvarfjörður með verkefnastjóra. Umræða um framlengingu verkefnisins út frá stöðu verkefna sem unnið hefur verið að.
Bæjarráð tekur málið fyrir á næsta fundi sínum.
3.
Uppfærsla sveitarfélagalausna Wise og Microsoft Dynamics 365 Business Central SaaS
Málsnúmer 2411119
Lagt fram til kynningar samkomulag um uppfærslu á fjárhagsupplýsingakerfi Fjarðabyggðar.
4.
Sóknaráætlun Austurlands 2025-2029
Málsnúmer 2412033
Framlögð til kynningar drög að sóknaráætlun Austurlands en hún er til kynningar og umsagnar í samráðsgátt og verður til 12. desember nk.
Bæjarráð samþykkir að veitt sé umsögn um sóknaráætlunina.
5.
Endurnýjun trygginga hjá TM
Málsnúmer 2412056
Þriggja ára tryggingartímabili samnings Fjarðabyggðar og Tryggingarmiðstöðvarinnar er lokið en þá gefst aðilum kost á að framlengja samning sinn til tveggja ára.
Bæjarráð samþykkir að tryggingasamningur við Tryggingamiðstöðina verði framlengdur sbr. ákvæði hans og felur bæjarstjóra að staðfesta framlengingu.
6.
Sigurgeir Svanbergsson - Heimildarmynd
Málsnúmer 2411197
Framlögð beiðni um styrkveitingu til gerðar heimildarmyndar um sundafrek Sigurgeirs Svanbergssonar en hann áformar sund yfir Ermasund 18-23. júlí 2025.
Vísað til stjórnar menningarstofu.
7.
Samstarfsyfirlýsing um uppbyggingu leiguhúsnæðis
Málsnúmer 2412098
Bæjarráð samþykkir að lýsa yfir vilja til samstarfs um byggingu leiguhúsnæðis í Fjarðabyggð í samstarfi við Leigufélagið Bríet. Bæjarstjóra er falið að ganga frá og undirrita samstarfsyfirlýsingu þess efnis.
8.
Samstarfsamningur Fjarðabyggðar og björgunarsveita í Fjarðabyggð 2024
Málsnúmer 2411062
Framlögð drög að samstarfsamningi Fjarðabyggðar og björgunarsveitanna í Fjarðabyggð til næstu fjögurra ára.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög og felur bæjarstjóra að ganga frá samningi og undirrita.
9.
Fundargerðir stjórnar Sambands Íslenskra sveitarfélaga 2024
Málsnúmer 2401142
Framlögð til kynningar fundargerð nr. 959 stjórnar Sambandsins
10.
Umsókn um lóð Kirkjubólseyri 12
Málsnúmer 2411133
Vísað frá skipulags- og framkvæmdanefnd til afgreiðslu bæjarstjórnar umsókn um lóðina Kirkjubólseyri 12.
Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar.
11.
Fjölskyldunefnd - 21
Málsnúmer 2411029F
Framlögð til umfjöllunar og afgreiðslu fundargerð fjölskyldunefndar frá 2. desember.
12.
Fjölskyldunefnd - 22
Málsnúmer 2412002F
Framlögð til umfjöllunar og afgreiðslu fundargerð fjölskyldunefndar frá 9. desember.
13.
Stjórn menningarstofu - 12
Málsnúmer 2412007F
Framlögð til umfjöllunar og afgreiðslu fundargerð stjórnar menningarstofu frá 9. desember.
14.
Hafnarstjórn - 320
Málsnúmer 2412003F
Framlögð til umfjöllunar og afgreiðslu fundargerð hafnarstjórnar frá 9. desember.
15.
Skipulags- og framkvæmdanefnd - 23
Málsnúmer 2412008F
Framlögð til umfjöllunar og afgreiðslu fundargerð skipulags- og framkvæmdanefndar frá 11. desember.