Bæjarráð
876. fundur
23. desember 2024
kl.
08:30
-
09:40
í fjarfundi
Nefndarmenn
Ragnar Sigurðsson
formaður
Jón Björn Hákonarson
varaformaður
Stefán Þór Eysteinsson
aðalmaður
Starfsmenn
Jóna Árný Þórðardóttir
bæjarstjóri
Gunnar Jónsson
embættismaður
Þórður Vilberg Guðmundsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
bæjarritari
Dagskrá
1.
Húsnæðisáætlun Fjarðabyggðar 2025
Lögð fyrir til kynningar drög að húsnæðisáætlun Fjarðabyggðar fyrir árin 2025-2034.
Vísað til áframhaldandi vinnu og til næsta fundar bæjarráðs.
Vísað til áframhaldandi vinnu og til næsta fundar bæjarráðs.
2.
Kauptilboð í Sólbakka 7 Breiðdalsvík frá Sigurði og Tatiana
Framlagt tilboð í fasteignina Sólbakka 7 á Breiðdalsvík.
Bæjarráð hafnar tilboði.
Bæjarráð hafnar tilboði.
3.
Niðurfelling fasteignagjalda
Framlagt erindi frá Víkinni fögru ehf. þar sem óskað er eftir afslætti á fasteignagjöldum.
Bæjarráð samþykkir að veita styrk samkvæmt reglum Fjarðabyggðar um styrki til greiðslu fasteignaskatts í hlutfalli af starfsemi sem fellur þar undir.
Bæjarráð samþykkir að veita styrk samkvæmt reglum Fjarðabyggðar um styrki til greiðslu fasteignaskatts í hlutfalli af starfsemi sem fellur þar undir.
4.
Ársfundur Brákar 2024
Framlagt boð á ársfund Brákar íbúðafélags hses. miðvikudaginn 15. janúar 2025.
Bæjarráð samþykkir að fela Jónu Árnýju Þórðardóttur bæjarstjóra að fara með umboð Fjarðabyggðar á aðalfundinum.
Bæjarráð samþykkir að fela Jónu Árnýju Þórðardóttur bæjarstjóra að fara með umboð Fjarðabyggðar á aðalfundinum.
5.
Verkefnið Sterkur Stöðvarfjörður
Vísað frá fyrri fundi bæjarráðs tillögu um að óska eftir framlengingu á samningi við Byggðastofnun um verkefnið Sterkur Stöðvarfjörður.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að óska eftir við Byggðastofnun að verkefnið Sterkur Stöðvarfjörður verði framlengt um tvö ár.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að óska eftir við Byggðastofnun að verkefnið Sterkur Stöðvarfjörður verði framlengt um tvö ár.
6.
Flýting vegtengingar Suðurfjarðavegar
Fjallað um ástand Suðurfjarðavegar og áætlanir um nýja brú á Sléttuá og vegtengingu fyrir botni Reyðarfjarðar.
Fjarðabyggð ítrekar fyrri bókanir sínar og leggur ríka áherslu á að flýta framkvæmdum við Suðurfjarðarveg og færslu hringvegarins í Reyðarfjarðarbotni og byggingu nýrra brúa yfir Sléttuá.
Brúin yfir Sléttuá er umferðarþyngsta einbreiða brú á Austurlandi og jafnframt ein elsta brú landsins á hringveginum í dag. Fyrir vikið er þessi vegkafli, ásamt brúm, orðinn verulegur áhættuþáttur í þungaflutningum til og frá Suðurfjörðum Fjarðabyggðar.
Fjarðabyggð leggur þunga áherslu á að verkhönnun hefjist strax á árinu 2025 og að framkvæmdir hefjist sem fyrst í kjölfarið. Það er mikilvægur öryggis- og hagsmunamál fyrir íbúa og atvinnulíf í Fjarðabyggð að þessum framkvæmdum verði hraðað eins og kostur er.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ítreka afstöðu sveitarfélagsins til samgönguframkvæmda við Suðurfjarðarveg samanber fyrri ályktanir sveitarfélagsins.
Fjarðabyggð ítrekar fyrri bókanir sínar og leggur ríka áherslu á að flýta framkvæmdum við Suðurfjarðarveg og færslu hringvegarins í Reyðarfjarðarbotni og byggingu nýrra brúa yfir Sléttuá.
Brúin yfir Sléttuá er umferðarþyngsta einbreiða brú á Austurlandi og jafnframt ein elsta brú landsins á hringveginum í dag. Fyrir vikið er þessi vegkafli, ásamt brúm, orðinn verulegur áhættuþáttur í þungaflutningum til og frá Suðurfjörðum Fjarðabyggðar.
Fjarðabyggð leggur þunga áherslu á að verkhönnun hefjist strax á árinu 2025 og að framkvæmdir hefjist sem fyrst í kjölfarið. Það er mikilvægur öryggis- og hagsmunamál fyrir íbúa og atvinnulíf í Fjarðabyggð að þessum framkvæmdum verði hraðað eins og kostur er.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ítreka afstöðu sveitarfélagsins til samgönguframkvæmda við Suðurfjarðarveg samanber fyrri ályktanir sveitarfélagsins.
7.
Fundargerðir Austurbrúar og SSA
Framlagðar til kynningar fundargerðir Austurbrúar og Sambands sveitarfélaga á Austurlandi.
8.
Ósk um afstöðu til nýtingar forkaupsréttar Naustahvamms 20 í Neskaupstað
Jón Björn Hákonarson vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu dagskrárliðar.
Framlagt erindi frá Hildibrand slf. þar sem óskað er eftir afstöðu Fjarðabyggðar til nýtingar forkaupsréttar á fasteignina Naustahvamm 20 í Neskaupstað, F 2169466 vegna sölu eignarinnar milli félaga.
Bæjarráð samþykkir að nýta ekki forkaupsrétt vegna sölu eignarinnar.
Framlagt erindi frá Hildibrand slf. þar sem óskað er eftir afstöðu Fjarðabyggðar til nýtingar forkaupsréttar á fasteignina Naustahvamm 20 í Neskaupstað, F 2169466 vegna sölu eignarinnar milli félaga.
Bæjarráð samþykkir að nýta ekki forkaupsrétt vegna sölu eignarinnar.
9.
Ósk um afstöðu til nýtingar forkaupsréttar Egilsbrautar 26 í Neskaupstað
Jón Björn Hákonarson vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu dagskrárliðar.
Framlagt erindi frá Hildibrand slf. þar sem óskað er eftir afstöðu Fjarðabyggðar til nýtingu forkaupsréttar á fasteignina Egilsbraut 26 í Neskaupstað, F 2169057 vegna sölu eignarinnar á milli félaga.
Bæjarráð samþykkir að nýta ekki forkaupsrétt vegna sölu eignarinnar.
Framlagt erindi frá Hildibrand slf. þar sem óskað er eftir afstöðu Fjarðabyggðar til nýtingu forkaupsréttar á fasteignina Egilsbraut 26 í Neskaupstað, F 2169057 vegna sölu eignarinnar á milli félaga.
Bæjarráð samþykkir að nýta ekki forkaupsrétt vegna sölu eignarinnar.