Bæjarráð
877. fundur
6. janúar 2025
kl.
08:30
-
10:00
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Ragnar Sigurðsson
formaður
Jón Björn Hákonarson
varaformaður
Stefán Þór Eysteinsson
aðalmaður
Starfsmenn
Jóna Árný Þórðardóttir
bæjarstjóri
Gunnar Jónsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
bæjarritari
Dagskrá
1.
Samráðsvettvangur atvinnulífsins í Fjarðabyggð
Umræða um samráðsvettvang atvinnulífsins í Fjarðabyggð.
Boðað verður til fundar með stærstu fyrirtækjunum í Fjarðabyggð á næstunni. Bæjarstjóra falið að halda utanum undirbúninginn.
Boðað verður til fundar með stærstu fyrirtækjunum í Fjarðabyggð á næstunni. Bæjarstjóra falið að halda utanum undirbúninginn.
2.
Umsókn um skrifstofurými í gömlu Eskju skrifstofunni
Framlagt erindi PolPrin þar sem óskað er eftir skrifstofurými í gömlu Eskju skrifstofunni.
Húseignin er í sölumeðferð og von er á tilboði í eignina. Því getur bæjarráð ekki orðið við ósk um leigu eða afnot af skrifstofunni.
Húseignin er í sölumeðferð og von er á tilboði í eignina. Því getur bæjarráð ekki orðið við ósk um leigu eða afnot af skrifstofunni.
3.
Ósk um styrk til kaupa á sýningarvél
Framlagt erindi Vina Valhallar þar sem óskað er eftir styrk til kaupa á sýningarvél.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að fara yfir málið með félagasamtökunum og annast afgreiðslu styrksins.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að fara yfir málið með félagasamtökunum og annast afgreiðslu styrksins.
4.
Nefndaskipan Framsóknarflokks 2022-2026
Framlögð tilkynning Birgis Jónssonar um tímabundið leyfi frá störfum sem bæjarfulltrúi og fulltrúi í hafnarstjórn til 1 júní nk.
Elís Pétur Elísson tekur sæti hans í bæjarstjórn á sama tíma. Tilnefnt verður í sæti hans í hafnarstjórn á næsta fundi. Jafnframt tilkynnt um ósk Þuríðar Lillýar Sigurðardóttir um framlenginu á leyfi í skipulags- og framkvæmdanefnd til 1. febrúar nk. Jón Björn Hákonarson mun áfram gegna formennsku í nefndinni til 1. febrúar nk.
Elís Pétur Elísson tekur sæti hans í bæjarstjórn á sama tíma. Tilnefnt verður í sæti hans í hafnarstjórn á næsta fundi. Jafnframt tilkynnt um ósk Þuríðar Lillýar Sigurðardóttir um framlenginu á leyfi í skipulags- og framkvæmdanefnd til 1. febrúar nk. Jón Björn Hákonarson mun áfram gegna formennsku í nefndinni til 1. febrúar nk.
5.
Fundargerðir Austurbrúar og SSA
Fundargerðir Austurbrú og SSA frá 13. desember lagðar fram til kynningar.
6.
Fundargerðir stjórnar Sambands Íslenskra sveitarfélaga 2024
Fundargerð 960. fundar stjórnar Sambandsins lögð fram til kynningar.
7.
Fundargerðir Samtaka orkusveitarfélaga 2024
Framlögð til kynningar fundargerð sameiginlegs fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga og Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum.
8.
Heimsókn
Fulltrúar Ungmennafélags Íslands mættu á fund bæjarráðs. Farið yfir starfsemi félagsins og æskulýðs- og íþróttastarf almennt.