Bæjarráð
897. fundur
2. júní 2025
kl.
08:30
-
09:45
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Ragnar Sigurðsson
formaður
Jón Björn Hákonarson
varaformaður
Stefán Þór Eysteinsson
aðalmaður
Starfsmenn
Gunnar Jónsson
embættismaður
Þórður Vilberg Guðmundsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
bæjarritari
Dagskrá
1.
Viljayfirlýsing vegna samstarfs um kyndingu Fjarðabyggðarhallarinnar
Lögð fram drög að viljayfirlýsingu milli Fjarðabyggar, Tandraorku og Alor vegna kyndingar Fjarðabyggðarhallarinnar.
Bæjarráð samþykki viljayfirlýsinguna.
Bæjarráð samþykki viljayfirlýsinguna.
2.
Þarfagreining vegna húsnæðisuppbyggingar fyrir 60
Fjallað um þarfagreiningu fyrir húsnæði 60 ára og eldri í Fjarðabyggð. Framlögð drög að spurningarlista til að meta þörf fyrir húsnæðisúrræði fyrir aldurshópinn 60 ára og eldri.
Bæjarráð samþykkir að vísa til öldungaráðs spurningalista sem hluta af þarfagreiningu húsnæðis fyrir 60 ára og eldri.
Bæjarráð samþykkir að vísa til öldungaráðs spurningalista sem hluta af þarfagreiningu húsnæðis fyrir 60 ára og eldri.
3.
Ofanflóðavarnir Nes- og Bakkagil Norðfjörður
Framlagt minnisblað Verkís vegna endurskoðunar á hönnun ofanflóðamannvirkja í Nes- og Bakkagilum á Norðfirði, keiluraðir.
Bæjarráð vísar erindi til skipulags- og framkvæmdanefndar og óskað verði eftir kynningarfundi vegna niðurstöðu endurskoðunarinnar.
Bæjarráð vísar erindi til skipulags- og framkvæmdanefndar og óskað verði eftir kynningarfundi vegna niðurstöðu endurskoðunarinnar.
4.
Samstarfssamningur um rannsóknarsetur Gamli skólinn Eskifirði
Fjallað um hlutverk Gamla skólans á Eskifirði og lagt fyrir minnisblað frá Háskóla Íslands um rannsóknarsetur.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram og leggja fyrir að nýju.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram og leggja fyrir að nýju.
5.
Umsókn um lóð fyrir flugskýli á Norðfirði
Umsókn um lóð fyrir flugskýli á Norðfirði. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir lóðarúthlutun með fyrirvara um óverulega breytingu á deiliskipulagi og vísar erindinu í bæjarráð.
Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar með fyrirvara um niðurstöðu breytinga á skipulagi svæðisins.
Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar með fyrirvara um niðurstöðu breytinga á skipulagi svæðisins.
6.
Hringferð Sambandsins
Samband íslenskra sveitarfélag hyggst heimsækja Fjarðabyggð þann 19. júní nk. milli 14:30 og 16:00 á Reyðarfirði.
Bæjarráð er boðað til fundar.
Bæjarráð er boðað til fundar.
7.
Fiskeldissjóður - umsóknir 2025
Framlögð afgreiðsla Fiskeldissjóðs á umsóknum Fjarðabyggðar en þrjú verkefni fengu styrkveitingar, hvert að fjárhæð 44.840.000 kr. eða alls 134.520.000 kr.
Bæjarráð vísar til skipulags- og framkvæmdasviðs að útfæra framkvæmdir og hrinda þeim í framkvæmd í ljósi niðurstöðu úthlutunar og leggja fyrir skipulags- og framkvæmdanefnd og bæjarráð.
Bæjarráð vísar til skipulags- og framkvæmdasviðs að útfæra framkvæmdir og hrinda þeim í framkvæmd í ljósi niðurstöðu úthlutunar og leggja fyrir skipulags- og framkvæmdanefnd og bæjarráð.
8.
Fundargerðir - samtaka svf á köldum svæðum 2025
Framlögð til kynningar 81. fundargerð stjórnar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum.
9.
Skipulags- og framkvæmdanefnd - 34
Fundargerð skipulags- og framkvæmdanefndar 28. maí lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu.
10.
Stjórn menningarstofu - 18
Fundargerð stjórnar menningarstofu frá 26. maí lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu.
11.
Starfshópur um íþróttahús á Eskifirði - 1
Fundargerð starfshóps um íþróttahúsið á Eskifirði frá 30. maí lögð fram til umfjöllunar og staðfestingar.