Fara í efni

Bæjarráð

899. fundur
16. júní 2025 kl. 08:30 - 09:50
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Ragnar Sigurðsson formaður
Jón Björn Hákonarson varaformaður
Stefán Þór Eysteinsson aðalmaður
Starfsmenn
Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Þórður Vilberg Guðmundsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson bæjarritari
Dagskrá
1.
Ofanflóðavarnir Nes- og Bakkagil Norðfjörður
Málsnúmer 2009034
Fulltrúar Verkís ehf og Ofanflóðasjóðs fóru yfir hönnun ofanflóðamannvirkja í Nes- og Bakkagiljum á Norðfirði, keiluraðir.
Bæjarráð samþykkir útfærslur í hönnun og þakkar greinargóða kynningu.
2.
Húsnæðisáætlun Fjarðabyggðar 2025
Málsnúmer 2409205
Fjallað um stöðu húsnæðismarkaðarins í Fjarðabyggð og áframhald uppbyggingar íbúða. Farið yfir stofnframlög til byggingar íbúða fyrir tekjulága.
Bæjarráð samþykkir að hafinn verði undirbúningur að umsókn um stofnframlög í haust vegna íbúðabygginga og jafnframt verði teknar upp umræður við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun um stöðu húsnæðimarkaðarins í Fjarðabyggð.
3.
Gott að eldast-samþætting þjónustu Fjarðabyggð og HSA
Málsnúmer 2306119
Tekin fyrir að nýju drög að samningi um samþættingu heimastuðnings Fjarðabyggðar og heimahjúkrunar HSA með tillögum að breytingum.
Bæjarráð hefur farið yfir forsendur samnings og felur sviðsstjóra fjölskyldusviðs á ljúka útfærslu samnings og er bæjarstjóra falin undirritun samningsins með uppfærslum.
4.
Endurskoðun á álagningar á fasteignir
Málsnúmer 2506094
Framlagt til kynningar erindi frá félagi atvinnurekenda um álagningu fasteignaskatts á fyrirtæki.
5.
Skipulags- og framkvæmdanefnd - 35
Málsnúmer 2506009F
Framlögð til umfjöllunar og afgreiðslu fundargerð skipulags- og framkvæmdanefndar frá 11.júní.
6.
Hafnarstjórn - 327
Málsnúmer 2506008F
Framlögð til umfjöllunar og afgreiðslu fundargerð hafnarstjórnar frá 10.júní.
7.
Fjölskyldunefnd - 35
Málsnúmer 2506004F
Framlögð til umfjöllunar og afgreiðslu fundargerð fjölskyldunefndar frá 10.júní.
8.
Ungmennaráð - 21
Málsnúmer 2505024F
Framlögð til umfjöllunar og afgreiðslu fundargerð ungmennaráðs frá 27.maí.