Fara í efni

Bæjarráð

916. fundur
20. október 2025 kl. 08:30 - 11:00
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Ragnar Sigurðsson formaður
Jón Björn Hákonarson varaformaður
Stefán Þór Eysteinsson aðalmaður
Starfsmenn
Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Þórður Vilberg Guðmundsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson bæjarritari
Dagskrá
1.
Málefni Verkmenntaskóla Austurlands
Málsnúmer 2510135
Skólameistari Verkmenntaskóla Austurlands ásamt formanni skólanefndar fóru yfir málefni skólans með bæjarráði.
Bæjarráð felur skipulags- og framkvæmdasviði að hefja undirbúningsvinnu við skipulagsmál vegna markmiða skólans um byggingu nýs verknámshúss.
2.
Rekstur málaflokka 2025
Málsnúmer 2506119
Lagt fram yfirlit fjármálastjóra um rekstur og fjárfestingar fyrir janúar til ágúst auk yfirlits yfir launakostnað og skattekjur fyrir janúar - september 2025.
3.
Starfshópur um íþróttahúsið á Eskifirði
Málsnúmer 2505129
Fjallað um málefni íþróttahúss á Eskifirði og framlögð sviðsmyndagreining sem starfshópur um íþróttahúsi hefur unnið að.
Starfshópurinn telur að nýbygging íþróttahúss við sundlaugina sé augljósasti og hagkvæmasti kosturinn til framtíðar, bæði út frá rekstrarhagkvæmni, samnýtingu mannauðs og framtíðarsýn um samfellda og góða íþrótta- og skólaaðstöðu á Eskifirði.
Bæjarráð samþykkir að fela starfshópnum að vinna áfram að málinu og útfærslu kostnaðar- og verkáætlunar fyrir framkvæmdina á grunni sviðsmyndar þrjú.
4.
Endurskoðun byggðaáætlunar
Málsnúmer 2510041
Tekin fyrir að nýju tillaga að byggðaáætlun og drög umsagnar lögð fram til umræðu. Gildandi áætlun var samþykkt á Alþingi 2022 og nær til ársins 2036 en aðgerðaáætlun hennar til ársloka 2026.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að skila umsögninni.
5.
Kæra vegna útboðs úrgangsþjónustu 2026 til 2029
Málsnúmer 2509226
Framlögð drög að svari lögmanns sveitarfélagsins vegna kæru UHA úrgangsþjónustu 2026 til 2029.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.
6.
Umsókn um stofnframlög á árinu 2025
Málsnúmer 2502029
Framlögð niðurstaða úthlutunar stofnframlaga til íbúðabyggingar vegna umsóknar Fjarðabyggðar um framlög til 8 íbúða fyrir tekju- og eignalága en Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur samþykkt að veita stofnframlög vegna þeirra.
Bæjarráð samþykkir að veita 12% stofnstyrk til byggingu íbúðanna sbr. reglugerð 183/2020 um stofnframlög ríkis og sveitarfélaga og vísar fjármögnun til fjárhagsáætlunar 2026. Fjármálastjóra falið að útfæra í fjárhagsáætlun ársins 2026.
7.
Fjölgun íbúða með stofnframlögum
Málsnúmer 2510094
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur opnað fyrir umsóknir um stofnframlög til byggingar eða kaupa á almennum íbúðum til þeirra sem eru undir tekju - og eignamörkum.
Vísað til vinnu við gerð húsnæðisáætlunar sveitarfélagsins og tekið fyrir að nýju samhliða niðurstöðum hennar.
8.
Siðareglur fjölskyldusviðs
Málsnúmer 1805169
Vísað frá fjölskyldunefnd til afgreiðslu bæjarráðs uppfærðum siðareglur fjölskyldusviðs.
Bæjarráð samþykkir uppfærðar siðareglur fyrir sitt leyti og vísar til staðfestingar bæjarstjórnar.
9.
Framkvæmdaáætlun barnaverndarþjónustu Fjarðabyggðar og Sveitarfélagsins Hornafjarðar
Málsnúmer 2510070
Vísað frá fjölskyldunefnd til afgreiðslu bæjarráðs framkvæmdaáætlun í barnaverndarþjónustu Fjarðabyggðar og Sveitarfélagsins Hornafjarðar fyrir árin 2026-2028.
Bæjarráð samþykkir framkvæmdaáætlunina fyrir sitt leyti og vísar henni til staðfestingar bæjarstjórnar.
Viðhengi
Minnisblað
10.
Erindi frá íbúasamtökum Stöðvarfjarðar
Málsnúmer 2510119
Framlagt erindi frá Íbúasamtökum Stöðvarfjarðar vegna ýmissa mála sem hafa verið í umræðunni frá því seint í sumar ásamt öllu öðru sem hvíldi á íbúum.
Bæjarráð þakkar erindið og vísar því til skipulags- og framkvæmdasviðs til skoðunar og útfærslu eftir því sem við á.
11.
Árshátíð SSF 2026
Málsnúmer 2510106
Framlagt bréf Skemmtifélags starfsmanna Fjarðabyggðar þar sem óskað er eftir styrk til greiðslu afnota af íþróttahúsi Reyðarfjarðar vegna árshátíðar SSF
Bæjarráð samþykkir að veita styrk til árshátíðar félagsins. Útgjöldum mætt af liðnum óráðstafað 21690.
12.
Afnot af íþróttahúsi v. Kommablóts 2026
Málsnúmer 2509207
Framlögð beiðni um styrk til greiðslu fyrir afnot af íþróttahúsi í Neskaupstað vegna Kommablóts.
Bæjarráð samþykkir að styrkja Kommablótið sem nemur afnotum af íþrótthúsinu. Kostnaði mætt af liðnum óráðstafað 21690.
13.
Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2025
Málsnúmer 2502038
Fundargerð 986. fundar stjórnar Sambandsins lögð fram til kynningar.
14.
Stjórn menningarstofu - 24
Málsnúmer 2510011F
Framlögð til umfjöllunar og afgreiðslu fundargerð stjórnar menningarstofu frá 13. október
15.
Fjölskyldunefnd - 41
Málsnúmer 2509031F
Framlögð til umfjöllunar og afgreiðslu fundargerð fjölskyldunefndar frá 13. október.
16.
Skipulags- og framkvæmdanefnd - 44
Málsnúmer 2510015F
Framlögð til umfjöllunar og afgreiðslu fundargerð skipulags- og framkvæmdanefndar frá 16. október.