Fara í efni

Bæjarstjórn

181. fundur
2. júní 2015 kl. 16:00 - 00:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson Forseti bæjarstjórnar
Eiður Ragnarsson Aðalmaður
Hulda Sigrún Guðmundsdóttir Varamaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir Varamaður
Einar Már Sigurðarson Aðalmaður
Jens Garðar Helgason Aðalmaður
Ragnar Sigurðsson Varamaður
Dýrunn Pála Skaftadóttir Varamaður
Gunnar Jónsson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Bæjarráð - 430
Málsnúmer 1505015F
Til máls tóku: Jens Garðar Helgason, Jón Björn Hákonarson, Einar Már Sigurðarson, Eiður Ragnarsson.
Fundargerð bæjarráðs frá 1.júní 2015, samþykkt með 9 atkvæðum.
2.
Hafnarstjórn - 151
Málsnúmer 1505011F
Enginn tók til máls.
Fundargerð hafnarstjórnar frá 26.maí 2015, samþykkt með 9 atkvæðum.
3.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 12
Málsnúmer 1505009F
Til máls tók Páll Björgvin Guðmundsson.
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 27.maí 2015, samþykkt með 9 atkvæðum.
4.
740 - Deiliskipulag Kirkjuból, hesthúsa og búfjársvæði
Málsnúmer 1306026
Forseti bæjarstjórnar fylgdi aðalskipulagsbreytingu úr hlaði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti á fundi 1. júní sl., að halda áfram með skipulagsferlið og að leitað verði leiða til að koma til móts við ábendingar ábúenda í þeirri vinnu.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að breyta Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027 þannig að reitur 05 stækki til vestur svo fyrirhuguð frístundabúskabsbyggð rúmist innan reitsins.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum tillögu nefndarinnar og hafin verði vinna við að breyta gildandi aðalskipulagi samkvæmt hefðbundnu ferli
5.
755 - Deiliskipulag Óseyrar, Stöðvarfirði
Málsnúmer 1211164
Forseti bæjarstjórnar fylgdi deiliskipulagstillögunni úr hlaði.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum að auglýsa tillögu að deiliskipulagi Óseyrar í Stöðvarfirði. Tillagan er sett fram á uppdrætti með greinargerð dags. 15. maí 2015 og felur meðal annars í sér að sköpuð er umgjörð um ferðaþjónustu, frístundasvæði og skógrækt. Gert er ráð fyrir byggingu smáhýsa, geymslum eða öðrum byggingum tengdum ferðaþjónustu.
Tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga.