Fara í efni

Bæjarstjórn

207. fundur
29. september 2016 kl. 16:00 - 17:15
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson Forseti bæjarstjórnar
Pálína Margeirsdóttir Aðalmaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir Aðalmaður
Valdimar O Hermannsson Aðalmaður
Dýrunn Pála Skaftadóttir Aðalmaður
Starfsmenn
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Valur Sveinsson Ritari
Fundargerð ritaði:
Valur Sveinsson
Dagskrá
1.
Bæjarráð - 489
Málsnúmer 1609013F
Fundargerðir bæjarráðs teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Til máls tóku: Jón Björn Hákonarson, Valdimar Hermansson, Einar Már Sigurðarson.
Einar Már Sigurðarson lagði fram tillögu Fjarðalistans vegna liðar 9 í fundargerð.
Fundargerð bæjarráðs, nr. 489 frá 19.september 2016, samþykkt með 9 atkvæðum.
2.
Bæjarráð - 490
Málsnúmer 1609020F
Fundargerðir bæjarráðs teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Fundargerð bæjarráðs frá 28. september 2016, staðfest með 9 atkvæðum.
3.
Hafnarstjórn - 167
Málsnúmer 1609011F
Enginn tók til máls.
Fundargerð hafnarstjórnar, nr. 167 frá 13.september 2016, staðfest með 9 atkvæðum.
4.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 25
Málsnúmer 1609002F
Enginn tók til máls.
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar, nr. 25 frá 8.september 2016, lögð fram til samþykktar. Staðfest með 9 atkvæðum.
5.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 154
Málsnúmer 1609016F
Til máls tóku: Jón Björn Hákonarson, Einar Már Sigurðarson, Pálína Margeirsdóttir.
Fundargerð staðfest með 9 atkvæðum utan liða 4 og 8 í fundargerð.
6.
Fræðslunefnd - 31
Málsnúmer 1609017F
Enginn tók til máls.
Fundargerð fræðslunefndar, nr. 31 frá 21.september 2016, staðfest með 9 atkvæðum.
7.
Menningar- og safnanefnd - 25
Málsnúmer 1609014F
Enginn tók til máls
Fundargerð menningar- og safnanefndar, nr. 25 frá 19.september 2016, staðfest með 9 atkvæðum.
8.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 26
Málsnúmer 1609019F
Enginn tók til máls.
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar, nr. 26 frá 19.september 2016, staðfest með 9 atkvæðum.
9.
Fundargerðir félagsmálanefndar 2016
Málsnúmer 1601210
Enginn tók til máls.
Fundargerð félagsmálanefndar, nr. 87 frá 20.september 2016, staðfest með 9 atkvæðum.
10.
Kortlagning beitarsvæða í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1502072
Forseti bæjarstjórnar fylgdi reglum úr hlaði.
Framlagðar reglur um leigulönd í Fjarðabyggð.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt drög að reglum og drög að samningi um beitar- og slægjulönd fyrir búfé í landi Fjarðabyggðar sem landbúnaðarnefnd hefur unnið. Nefndin vísaði málinu áfram til bæjarráðs. Bæjarráð samþykkti reglurnar og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.
Reglur samþykktar með 9 atkvæðum.
11.
730 Vallargerði 7 - umsókn um byggingarleyfi, breytt notkun
Málsnúmer 1607089
Forseti bæjarstjórnar fylgdi máli úr hlaði.
Grenndarkynningu er lokið. Athugasemdir bárust frá þremur nágrönnum. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að tekið sé tillit til þeirra athugasemda sem borist hafa þar sem bílastæði eru ekki nægilega mörg og umferð ferðamanna og fólksflutningabíla um Vallagerði er þegar orðin mikil vegna þeirrar gistingar sem boðið er upp á við götuna í dag og synjar umsókn.Endanlegri afgreiðslu vegna grenndarkynningar er vísað til bæjarstjórnar.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn staðfestir samþykkt eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar með 9 atkvæðum.
12.
755 - Deiliskipulag Saxa
Málsnúmer 1208097
Forseti bæjarstjórnar fylgdi lýsingunni úr hlaði.
Lögð fram lýsing vegna skipulagsáætlunar, dagsett 16. september 2016, unnin af Landmótun.
Enginn tók til máls.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt lýsinguna fyrir sitt leyti og vísar endanlegri afgreiðslu til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfesti lýsingu skipulags fyrir Söxu með 9 atkvæðum.