Fara í efni

Bæjarstjórn

208. fundur
13. október 2016 kl. 16:00 - 17:25
Grunnskóla Eskifjarðar
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson Forseti bæjarstjórnar
Hulda Sigrún Guðmundsdóttir Aðalmaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir Aðalmaður
Valdimar O Hermannsson Aðalmaður
Dýrunn Pála Skaftadóttir Aðalmaður
Starfsmenn
Gunnar Jónsson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Bæjarráð - 491
Málsnúmer 1609024F
Fundargerðir bæjarráðs teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Til máls tóku: Jón Björn Hákonarson,Valdimar O Hermannsson, Einar Már Sigurðarson.
Fundargerð bæjarráðs frá 3. október s.l. staðfest með 9 atkvæðum.
2.
Bæjarráð - 492
Málsnúmer 1610003F
Fundargerðir bæjarráðs teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Fundargerð bæjarráðs frá 10. október s.l. staðfest með 9 atkvæðum.
3.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 155
Málsnúmer 1609023F
Til máls tóku: Jón Björn Hákonarson,Páll Björgvin Guðmundsson,Valdimar O Hermannsson, Einar Már Sigurðarson.
Fundargerð eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar frá 6. október staðfest með 9 atkvæðum.
4.
Fræðslunefnd - 32
Málsnúmer 1609022F
Til máls tóku: Páll Björgvin Guðmundsson, Einar Már Sigurðarson, Validmar O Hermannsson, Jón Björn Hákonarson.
Fundargerð fræðslunefndar frá 5. október s.l. staðfest með 9 atkvæðum.
5.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 27
Málsnúmer 1610001F
Enginn tók til máls.
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 6. október s.l. staðfest með 9 atkvæðum.
6.
Menningar- og safnanefnd - 26
Málsnúmer 1610002F
Enginn tók til máls.
Fundargerð menningar- og safnanefndar frá 5. október s.l. staðfest með 9 atkvæðum.
7.
Félagsmálanefnd - 88
Málsnúmer 1609025F
Enginn tók til máls.
Fundargerð félagsmálanefndar frá 4. október s.l. staðfest af bæjarstjórn með 9 atkvæðum.
8.
Fundargerðir barnaverndarnefndar 2016
Málsnúmer 1603122
Enginn tók til máls.
Fundargerð barnaverndarnefndar frá 22. september s.l. staðfest af bæjarstjórn með 9 atkvæðum.
9.
Fjárhagsáætlun 2016 - viðauki 4
Málsnúmer 1610077
Bæjarstjóri fylgdi viðauka úr hlaði.
Framlagður viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2016 vegna breytinga á launakostnaði Fjarðabyggðar í samræmi við samþykkt bæjarráðs 10. október 2016.
Viðauki 4 við fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar fyrir árið 2016 er vegna breytinga á launakostnaði Fjarðabyggðar, annars vegar vegna endurmats á starfsmati slökkviliðs- og sjúkraflutningsmanna og hins vegar vegna leiðréttingar á villum í launaáætlunarhluta fjárhagsáætlunar ársins 2016. Heildaráhrif viðaukans eru til lækkunar á launakostnaði Fjarðabyggðar uppá um kr. 3.034.220.
Lagt er til að launaliðir verði lækkaðir um sem nemur kr. 3.034.220 í fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar fyrir árið 2016. Enn fremur er lagt til að fjármögnun þessa lækkunar launakostnaðar leggist við eigið fé Fjarðabyggðar.
Viðskiptastaða stofnana og félaga við Aðalsjóð mun breytast sem því nemur, þar sem það á við.

Handbært fé Aðalsjóðs mun hækka um kr. 3.034.220 til samræmis við ofangreint og verða kr. 152.135.000 í árslok 2016
Enginn tók til máls.
Viðauki 4 við fjárhagsáætlun 2016 staðfestur með 9 atkvæðum.