Fara í efni

Bæjarstjórn

210. fundur
3. nóvember 2016 kl. 16:00 - 17:05
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson Forseti bæjarstjórnar
Pálína Margeirsdóttir Aðalmaður
Hulda Sigrún Guðmundsdóttir Aðalmaður
Elvar Jónsson Aðalmaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir Aðalmaður
Valdimar O Hermannsson Aðalmaður
Dýrunn Pála Skaftadóttir Aðalmaður
Starfsmenn
Gunnlaugur Sverrisson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson
Dagskrá
1.
Bæjarráð - 495
Málsnúmer 1610012F
Til máls tóku Jón Björn Hákonarson og Valdimar O. Hermannsson.
Fundargerð bæjarráðs, nr. 495 frá 31.október 2016, samþykkt með 9 atkvæðum.
2.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 157
Málsnúmer 1610010F
Til máls tók Jón Björn Hákonarson.
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar, nr. 157 frá 31.október 2016, samþykkt með 9 atkvæðum.
3.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2017
Málsnúmer 1605024
Fyrri umræða um fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar og stofnana fyrir árið 2017.
Bæjarstjóri fylgdi fjárhagsáætlun og starfsáætlun úr hlaði með greinargerð.
Til máls tóku Jón Björn Hákonarson, Valdimar O. Hermannsson og Elvar Jónsson.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar og stofnana fyrir árið 2017, auk starfsáætlunar, til síðari umræðu í bæjarstjórn.
4.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2018 - 2020
Málsnúmer 1610152
Fyrri umræða um þriggja ára fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar og stofnana fyrir árin 2018 til 2020.
Bæjarstjóri fylgdi fjárhagsáætluninni úr hlaði.
Enginnn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum að vísa þriggja ára fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar og stofnana fyrir árin 2018 til 2020 til síðari umræðu í bæjarstjórn.
5.
755 Sævarendi - umsókn um lóð undir jarðspennistöð
Málsnúmer 1609105
Grenndarkynningu, vegna lóðarumsóknar Guðmundar Hólm Guðmundssonar fh. RARIK ohf, dagsett 13. september 2016, þar sem sótt var um lóð undir jarðspennistöð yst við Sævarenda á Stöðvarfirði, er lokið.
Ein athugasemd barst. Lagt fram bréf eiganda Fjarðarbrautar 15, dagsett 16. október 2016. Lögð fram umsögn skipulags- og byggingarfulltrúa, dagsett 24. október 2016.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd telur að athugasemd sé ekki þess eðlis að hafna beri lóðarúthlutuninni.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir úthlutun lóðar með 9 atkvæðum.