Fara í efni

Bæjarstjórn

212. fundur
1. desember 2016 kl. 16:00 - 17:35
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson Forseti bæjarstjórnar
Pálína Margeirsdóttir Aðalmaður
Hulda Sigrún Guðmundsdóttir Aðalmaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Valdimar O Hermannsson Aðalmaður
Dýrunn Pála Skaftadóttir Aðalmaður
Starfsmenn
Gunnar Jónsson Embættismaður
Gunnlaugur Sverrisson Embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Bæjarráð - 498
Málsnúmer 1611010F
Fundargerðir bæjarráðs nr. 498 og 499, teknar til afgreiðslu saman.
Til máls tóku Jón Björn Hákonarson og Valdimar O. Hermannsson.
Fundargerð bæjarráð, nr. 498 frá 21.nóvember 2016, samþykkt með 9 atkvæðum.
2.
Bæjarráð - 499
Málsnúmer 1611013F
Fundargerðir bæjarráðs nr. 498 og 499, teknar til afgreiðslu saman.
Til máls tóku Jón Björn Hákonarson og Valdimar O. Hermannsson
Fundargerð bæjarráð, nr. 499 frá 28.nóvember 2016, samþykkt með 9 atkvæðum.
3.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 161
Málsnúmer 1611012F
Til máls tóku Jón Björn Hákonarson og Sævar Guðjónsson.
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar, nr. 161 frá 21.nóvember 2016, samþykkt með 9 atkvæðum.
4.
Hafnarstjórn - 169
Málsnúmer 1611011F
Til máls tók Sævar Guðjónsson.
Fundargerð hafnarstjórnar, nr. 169 frá 22.nóvember 2016, samþykkt með 9 atkvæðum.
5.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2017
Málsnúmer 1605024
Seinni umræða um fjárhags- og starfsáætlun 2017.
Lögð fram tillaga til síðari umræðu að fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar fyrir árið 2017 ásamt Starfsáætlun Fjarðabyggðar árið 2017, ásamt greinargerð fjármálastjóra um breytingar sem hafa verið gerðar á áætluninni milli umræðna og áhrifa þeirra á áætlun áranna 2017 - 2020.
Forseti bæjarstjórnar fylgdi úr hlaði fjárhags- og starfsáætlun Fjarðabyggðar og stofnana fyrir árið 2017 og breytingum milli umræðna.
Til máls tóku Einar Már Sigurðarson, Jón Björn Hákonarson, Eydís Ásbjörnsdóttir og Valdimar O. Hermannsson.
Niðurstöður fjárhagsáætlunar 2017 fyrir Fjarðabyggð og stofnanir með áorðnum breytingum eru eftirfarandi:
Tölur í milljónum.kr.
Rekstrarniðurstaða - Fjárfestingar - Afb. langtímalána
og leiguskuldbind.
Samstæða A- hluta 27 255 326
Samstæða B- hluta 312 500 151
Samstæða A og B hluta 339 755 476

"Bæjarfulltrúar Fjarðalistans samþykkja fjárhagsáætlun fyrir árið 2017 en vekja athygli á mörgun óvissuþáttum bæði hvað varðar tekjur og útgjöld. Þar vega mest afleiðingar af innfluttningsbanni Rússa og aukinni óvissu með loðnuveiðar (ný aflaregla, slæmar niðurstöður mælinga) hvað varðar tekjur og hinsvegar óvissa vegna kjarasamninga við grunnskólakennara og tónlistarkennara.
Bæjarfulltrúar Fjarðalistans vekja athygli á að enn er að mestu ólokið vinnu við tillögur sem framkomu í skýrslu KPMG ,,Fjarðabyggð til framtíðar“. Þá telja bæjarfulltrúar Fjarðalistans nauðsynlegt að endurskoða tekjuskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga.
Það er ljóst að endurskoða þarf áætlunina og er æskilegt að það gerist sem fyrst þegar fyrir liggja nauðsynlegar upplýsingar varðandi óvissuþætti og samþykktir í framhaldi af tillögum KPMG."

Bæjarstjórn samþykkir fjárhags- og starfsáætlun Fjarðabyggðar og stofnana fyrir árið 2017 með 9 atkvæðum.
6.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2018 - 2020
Málsnúmer 1610152
Seinni umræða um þriggja ára fjárhagsáætlun 2017-2019. Framlögð tillaga að fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar til síðari umræðu fyrir árin 2018 - 2020 ásamt greinargerð fjármálastjóra um breytingar á fjárhagsáætlun áranna 2017 - 2020 milli umræðna.
Forseti bæjarstjórnar fylgdi úr hlaði þriggja ára áætlun Fjarðabyggðar og stofnana og gerði grein fyrir helstu forsendum áætlunarinnar.
Til máls tók Eydís Ásbjörnsdóttir.

"Bæjarfulltrúar Fjarðalistans samþykkja þriggja ára fjárhagsáætlun fyrir árin 2018, 2019 og 2020 en vekja athygli á mörgun óvissuþáttum bæði hvað varðar tekjur og útgjöld. Þar vega mest afleiðingar af innfluttningsbanni Rússa og aukinni óvissu með loðnuveiðar (ný aflaregla, slæmar niðurstöður mælinga) hvað varðar tekjur og hinsvegar óvissa vegna kjarasamninga við grunnskólakennara og tónlistarkennara.
Bæjarfulltrúar Fjarðalistans vekja athygli á að enn er að mestu ólokið vinnu við tillögur sem framkomu í skýrslu KPMG ,,Fjarðabyggð til framtíðar“. Þá telja bæjarfulltrúar Fjarðalistans nauðsynlegt að endurskoða tekjuskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga.
Það er ljóst að endurskoða þarf áætlunina og er æskilegt að það gerist sem fyrst þegar fyrir liggja nauðsynlegar upplýsingar varðandi óvissuþætti og samþykktir í framhaldi af tillögum KPMG."

Bæjarstjórn samþykkir þriggja ára áætlun Fjarðabyggðar og stofnana fyrir árin 2018 - 2020 með 9 atkvæðum.
7.
Gjaldskrá fasteignagjalda 2017
Málsnúmer 1610066
Lögð fram tillaga að álagningu fasteignagjalda á árinu 2017 ásamt viðmiðunum um afslátt fasteignagjalda fyrir elli- og örorkulífeyrisþega samhliða minnisblaði fjármálastjóra um álagninguna. Einnig er lögð fram tillaga að reglum um afslátt af fasteignaskatti til elli- og örorkulífeyrisþega á árinu 2017.
Forseti bæjarstjórnar fylgdi tillögum úr hlaði.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 9 atkvæðum að fasteignagjöld ársins 2017 verði sem hér segir:

Fasteignaskattur A verði 0,50 % af húsmati og lóðarhlutamati.
Fasteignaskattur B verði 1,32 % af húsmati og lóðarhlutamati.
Fasteignaskattur C verði 1,65 % af húsmati og lóðarhlutamati.
Lóðarleiga íbúðarhúsnæðis verði 0,70 % af lóðarhlutamati.
Lóðarleiga atvinnuhúsnæðis verði 3,00% af lóðarhlutamati.
Vatnsgjald verði 0,28 % af húsmati.
Holræsagjald verði 0,32 % af húsmati.
Sorphreinsunargjald verði 28.070 kr. á heimili.
Sorpeyðingargjald verði 13.322 kr.á heimili.
Fjöldi gjalddaga verði átta, mánaðarlega frá 1. febrúar.
Eindagi fasteignagjalda verður síðasti virki dagur gjalddagamánaðar.

Jafnframt samþykkir bæjarstjórn samhljóða með 9 atkvæðum að afsláttur á fasteignaskatti elli- og örorkulífeyrisþega verði sem hér segir:

a) Hámarks afsláttur af fasteignaskatti fylgi breytingum fasteignamatsstofns og verði kr. 58.757 á árinu 2017.
b) Afsláttur fasteignaskatts er tekjutengdur og miðast við árstekjur ársins 2016 samanber álagningu skattstjóra á árinu 2017 og skulu tekjumörk vera sem hér segir:.
Einstaklingar:
Brúttótekjur allt að kr. 3.201.588 - 100 % afsláttur
Brúttótekjur yfir 4.234.027 - 0 % afsláttur
Hjón og samskattað sambýlisfólk:
Brúttótekjur allt að kr. 4.862.805 - 100 % afsláttur
Brúttótekjur yfir kr. 5.811.703 - 0 % afsláttur
8.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2017 - álagning útsvars 2017
Málsnúmer 1610067
Lagt er til að álagningarhlutfall útsvars verði hámarksútsvar, þ.e. 14,52% af útsvarsstofni í Fjarðabyggð. Tillaga þessi er í samræmi við 24.gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum að álagningarhlutfall útsvars verði hámarksútsvar, þ.e. 14,52% af útsvarsstofni í Fjarðabyggð.
9.
Auglýsing umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2016/2017
Málsnúmer 1609042
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að fela bæjarstjóra umboð til að staðfesta fyrirliggjandi samninga um vinnslu afla, vegna byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2016/2017, sem og aðra þá samninga sem berast síðar til staðfestingar.
10.
Launakjör kjörinna fulltrúa 2013
Málsnúmer 1306082
Bæjarráð hefur lagt til við bæjarstjórn að samþykkt kjararáðs frá 29. október sl. um breytingar á þingfararkaupi sem áttu að gilda frá 1. nóvember sl. verði ekki notaðar sem viðmið við ákvörðun á launum kjörinna fulltrúa hjá Fjarðabyggð. Laun kjörinna fulltrúa verði því óbreytt að svo stöddu.
Til máls tóku Jón Björn Hákonarson, Valdimar O. Hermannsson og Einar Már Sigurðarson. Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarráðs samhljóða.