Fara í efni

Bæjarstjórn

219. fundur
16. mars 2017 kl. 16:00 - 17:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson Forseti bæjarstjórnar
Pálína Margeirsdóttir Aðalmaður
Hulda Sigrún Guðmundsdóttir Aðalmaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir Aðalmaður
Jens Garðar Helgason Aðalmaður
Valdimar O Hermannsson Aðalmaður
Dýrunn Pála Skaftadóttir Aðalmaður
Starfsmenn
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Gunnar Jónsson Embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Bæjarráð - 512
Málsnúmer 1703002F
Til máls tóku: Jens Garðar Helgason og Einar Már Sigurðarson.
Fundargerð bæjarráðs frá 13. mars s.l. staðfest með 9 atkvæðum.
2.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 170
Málsnúmer 1703001F
Til máls tóku: Jón Björn Hákonarson,Páll Björgvin Guðmundsson, Jens Garðar Helgason, Einar Már Sigurðarson.
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar frá 6.mars s.l. staðfest með 9 atkvæðum.
3.
Fræðslunefnd - 38
Málsnúmer 1703003F
Til máls tóku: Pálína Margeirsdóttir, Esther Ösp Gunnarsdóttir.
Fundargerð fræðslunefndar frá 8.mars s.l staðfest með 9 atkvæðum.
4.
755 Aðalskipulag Fjarðabyggðar 2007-2027 breyting, þéttbýlisuppdráttur fyrir Stöðvarfjörð, reitur I1
Málsnúmer 1611050
Forseti bæjarstjórnar fylgdi tillögu að breytingu á aðalskipulagi úr hlaði.
Enginn tók til máls.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd vísar til bæjarstjórnar tillögu um auglýsingu breytingar á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027, þéttbýlisuppdráttur fyrir Stöðvarfjörð, reitur I1. Tillagan er sett fram á uppdrætti og greinargerð dagsett 15.febrúar 2017. Tillagan verði auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum að auglýsa breytingu á aðalskipulagi.
5.
Kaupréttarákvæði 2016 um Melgerði 13 Reyðarfirði
Málsnúmer 1603023
Forseti bæjarstjórnar fylgdi kaupsamningi úr hlaði.
Til máls tók Jens Garðar Helgason.
Framlagður kaupsamningur um Melgerði 13 á Reyðarfirði við Eik fasteignafélag í samræmi við samþykkt bæjarráðs frá 16.janúar 2017 um nýtingu kaupréttar að Melgerði 13 ásamt minnisblaði fjármálastjóra um hagkvæmni kaupanna.
Bæjarstjórn samþykkir kaupsamning um Melgerði 13 á Reyðarfirði með 9 atkvæðum og felur bæjarstjóra undirritun skjala tengdum kaupunum.
6.
Uppbygging ljósleiðaraneta í Fjarðabyggð og ríkisaðstoðarreglur EES
Málsnúmer 1411143
Bæjarstjóri fylgdi samningum úr hlaði.
Til máls tók Jón Björn Hákonarson.
Framlögð drög samnings við Fjarskiptasjóð um styrkúthlutun á árinu 2017 ásamt samstarfssamningi við Orkufjarskipti vegna lagningar ljósleiðara merktur TRÚNAÐARMÁL.
Bæjarstjórn samþykkir samninga með 9 atkvæðum og felur bæjarstjóra undirritun þeirra.
7.
Fjárhagsáætlun 2017 - viðauki 2
Málsnúmer 1703072
Bæjarstjóri fylgdi viðauka 2 úr hlaði.
Enginn tók til máls.
Viðauki 2 við fjárhagsáætlun ársins 2017 um nýtingu kaupréttar að leigueign Eik fasteignafélags hf. að Melgerði 13 Reyðarfirði og samnings við Orkufjarskipti um lagningu ljósleiðara á milli Reyðarfjarðar og Stöðvarfjarðar

a)
Nýting kaupréttar að Melgerði 13 á Reyðarfirði
Áhrifin af kaupsamningnum um eignina eru þau að fjárfestingar ársins í Eignasjóði hækka um 46 m.kr., skuldir vegna rekstrarleigueigna lækka um 76 m.kr. en lántökur ársins um 91. m.kr. Hækkun langtímaskulda nemur einungis muninum á stöðu leiguskuldbindingarinnar og lántökunnar. Í fjárhagsáætlun ársins 2017 var gert ráð fyrir nýrri lántöku að upphæð 271 m.kr í A hluta. Afborganir af langtímalánum og rekstrarleiguskuldum munu hækka um 76 m.kr. á árinu og nema um 402 m.kr. 2017 í A hluta í stað 326 m.kr. Lántökur ársins hækka á sama hátt um 91 m.kr. og verða 362 m.kr. í A hluta. Hér er fyrst og fremst um að ræða áhrifa á efnahagsreikning Fjarðabyggðar en ekki rekstur.

Hér er því lagt til að eftirfarandi breyting verði samþykkt á fjárhagsáætlun Eingasjóðs og samstæðu Fjarðabyggðar fyrir árið 2017:
o
Leiguskuldir í efnahagsreikningi lækki um kr. 76.000.000 á árinu 2017 og afborganir leiguskulda (langtímalána) ársins í sjóðsstreymisyfirliti hækki um sömu upphæð.
o
Skuldir við lánastofnanir í efnahagsreikningi hækki um kr. 91.000.000 á árinu 2017 og tekin ný langtímalán í sjóðsstreymisyfirliti hækki um sömu upphæð.
o
Fjárfestingar ársins í Eignasjóði hækki sem nemur bókfærðu verði eignarinnar og kaupverði hennar eða um kr. 46.000.000 og verði samtals kr. 301.000.000 í Eignasjóði.

Áhrifin af kaupum á Melgerði 13 og breyting á skuldahlið efnahagsreiknings Fjarðabyggðar mun ekki hafa áhrif á sjóðsstreymi Eignasjóðs eða samstæðu Fjarðabyggðar og krefst því ekki ákvörðunar um aðra fjármögnun en hér hefur verið gerð grein fyrir.

b)
Samningur við Orkufjarskipti um lagningu ljósleiðara í máli nr. 1411143
Samkvæmt samningi við Orkufjarskipti er gert ráð fyrir lagningu ljósleiðara frá Heyklif í Stöðvarfirði til Áreyja í Reyðarfirði, á grunni verkefnisins Ísland ljóstengt 2017. Gert er ráð fyrir að nettó kostnaður Fjarðabyggðar vegna verkefnisins verði um 15,7 m.kr. með virðisaukaskatti.

Hér er því lagt til að eftirfarandi breyting verði samþykkt á fjárhagsáætlun Aðalsjóðs í málaflokki 13 Atvinnumál:
o
Styrkir og aðrar tekjur í málaflokknum hækki um kr. 12.103.000 og verði samtals kr. 15.702.000
o
Rekstrarkostnaður í málaflokknum hækki um kr. 28.040.000 og verði samtals kr. 84.847.000.
o
Nettó útgjöld í málaflokki og deild 13 Atvinnumál hækka því um kr. 15.937.000 og verði samtals kr. 69.144.000

Lagt er til á grunvelli ofangreindara tillagna fyrir bæjarráði að rekstrarkostnaður í Aðalsjóði hækki um 15.937 þús. í fjárhagsáætlun ársins 2017 og þessi aukni rekstrarkostnaður verði fjarmagnaður af eigin fé Aðalsjóðs. Jafnframt hækka fjárfestingar Eignasjóðs um 46.000 þús.kr. á árinu, lántökur hækki um 91.000 þús.kr. og afborganir leiguskuldbindinga hækki um 76.000 þús.kr. en hafi ekki önnur áhrif á sjóðsstreymi samstæðu Fjarðabyggðar.

Handbært fé Aðalsjóðs um lækka um 15.937 þús. krónur til samræmis við ofangreint og verða kr. 148.266 þús. krónur í árslok 2017.

Viðauki 2 við fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2017 um nýtingu kaupréttar að Melgerði 13 og samning við Orkufjarskipti samþykktur með 9 atkvæðum.
8.
Makaskipti Nesbakka 19-21 og Hafnarbrautar 17 í Neskaupstað
Málsnúmer 1611125
Bæjarstjóri fylgdi makaskiptasamningi og kaupsamningi úr hlaði.
Enginn tók til máls.
Um er að ræða makaskipti á íbúð í Nesbakka 19, fastanúmer 216-9544, í eigu Fjarðabyggðar og hins vegar fasteignin að Hafnarbraut 17, fastanúmer 216-9127. Jafnframt er lagður fram samningur við Nestak um kaup á fasteigninni að Hafnarbraut 17. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd og bæjarráð vísa staðfestingu makaskiptasamnings og sölu Hafnarbrautar 17 til staðfestingar bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir makaskiptasamning og kaupsamning með 9 atkvæðum og felur bæjarstjóra undirritun skjala vegna viðskiptanna.
9.
Öldungaráð
Málsnúmer 1610001
Forseti bæjarstjórnar fylgdi tilnefningu úr hlaði.
Bæjarstjórn samþykkir að fulltrúar í öldungaráð verði Jens Garðar Helgason og Einar Már Sigurðarson og til vara Eydís Ásbjörnsdóttir og Hulda Sigrún Guðmundsdóttir.