Fara í efni

Bæjarstjórn

220. fundur
6. apríl 2017 kl. 16:00 - 18:05
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson Forseti bæjarstjórnar
Pálína Margeirsdóttir Aðalmaður
Hulda Sigrún Guðmundsdóttir Aðalmaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir Aðalmaður
Jens Garðar Helgason Aðalmaður
Valdimar O Hermannsson Aðalmaður
Dýrunn Pála Skaftadóttir Aðalmaður
Starfsmenn
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Gunnar Jónsson Embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Ársreikningur Fjarðabyggðar og stofnana 2016 - TRÚNAÐARMÁL
Málsnúmer 1703164
Bæjarstjóri fylgdi ársreikningi 2016 úr hlaði.
Til máls tóku: Jón Björn Hákonarson, Valdimar O Hermannsson, Jens Garðar Helgason.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum að vísa ársreikningi Fjarðabyggðar og stofnana fyrir árið 2016 til síðari umræðu í bæjarstjórn.
2.
Bæjarráð - 513
Málsnúmer 1703007F
Fundargerðir bæjarráðs teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Til máls tóku: Jón Björn Hákonarson, Einar Már Sigurðsson, Jens Garðar Helgason, Esther Ösp Gunnarsdóttir, Valdimar O Hermannsson, Eydís Ásbjörnsdóttir.
Fundargerð bæjarráðs frá 20.mars s.l. staðfest með 9 atkvæðum.
3.
Bæjarráð - 514
Málsnúmer 1703010F
Fundargerðir bæjarráðs teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Fundargerð bæjarráðs frá 27.mars s.l. staðfest með 9 atkvæðum.
4.
Bæjarráð - 515
Málsnúmer 1703014F
Fundargerðir bæjarráðs teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Fundargerð bæjarráðs frá 3.apríl s.l. staðfest með 9 atkvæðum.
5.
Bæjarráð - 516
Málsnúmer 1704002F
Fundargerðir bæjarráðs teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Fundargerð bæjarráðs frá 6. apríl s.l. staðfest með 9 atkvæðum.
6.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 171
Málsnúmer 1703005F
Fundargerðir eigna- skipulags- og umhverfisnefndar teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Til máls tóku: Jón Björn Hákonarson, Einar Már Sigurðarson, Jens Garðar Helgason, Páll Björgvin Guðmundsson.
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar frá 20. mars s.l. að undanskildum dagskrárlið 22 staðfest með 9 atkvæðum.
Jón Björn Hákonarson vék af fundi vegna afgreiðslu liðar 22 í fundargerð.
Við stjórn fundar vegna afgreiðslu liðar tók 1. varaforseti bæjarstjórnar Jens Garðar Helgason.
Enginn tók til máls.
Liður 22 í dagskrá samþykktur með 8 atkvæðum.
7.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 172
Málsnúmer 1703012F
Fundargerðir eigna- skipulags- og umhverfisnefndar teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar frá 27.mars s.l. staðfest með 9 atkvæðum.
8.
Fræðslunefnd - 39
Málsnúmer 1703013F
Enginn tók til máls.
Fundargerð fræðslunefndar frá 29.mars s.l. staðfest með 9 atkvæðum.
9.
Hafnarstjórn - 175
Málsnúmer 1703004F
Fundargerðir hafnarstjórnar teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Til máls tóku: Páll Björgvin Guðmundsson, Jens Garðar Helgason, Einar Már Sigurðarson, Jón Björn Hákonarson.
Fundargerð hafnarstjórnar 14.mars s.l. staðfest með 9 atkvæðum.
10.
Hafnarstjórn - 176
Málsnúmer 1703011F
Fundargerðir hafnarstjórnar teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Fundargerð hafnarstjórnar frá 28.mars s.l. staðfest með 9 atkvæðum.
11.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 33
Málsnúmer 1703009F
Enginn tók til máls.
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 23.mars s.l. staðfest með 9 atkvæðum.
12.
Menningar- og safnanefnd - 30
Málsnúmer 1702013F
Enginn tók til máls.
Fundargerð menningar- og safnanefndar frá 14.mars s.l. staðfest með 9 atkvæðum.
13.
Félagsmálanefnd - 93
Málsnúmer 1703008F
Enginn tók til máls.
Fundargerð félagsmálanefndar frá 21.mars s.l. staðfest með 9 atkvæðum.
14.
740 deiliskipulag fólkvangs Neskaupstaðar
Málsnúmer 1606100
Forseti bæjarstjórnar fylgdi deiliskipulagi úr hlaði.
Til máls tók Páll Björgvin Guðmundsson.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd vísar til staðfestingar bæjarstjórnar tillögu að deiliskipulagi Fólkvangs Neskaupstaðar. Skipulagsuppdráttur og greinagerð dagsett 9. janúar 2017. Málsmeðferð verði í samræmi við 42. gr. skipulagslaga.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum tillögu að deiliskipulagi Fólkvangs Neskaupstaðar.
15.
Fjárhagsáætlun 2017 - viðauki 3
Málsnúmer 1703168
Bæjarstjóri fylgdi viðauka 3 við fjárhagsáætlun 2017 úr hlaði.
Til máls tóku: Jens Garðar Helgason, Einar Már Sigurðarson.
Framlagður viðauki nr. 3 við fjárhagsáætlun 2017 um áhrif nýs kjarasamnings á laun stjórnenda og kennara tónlistarskóla.
Lagt er til að launaliðir fjárhagsáætlunar Fjarðabyggðar í málaflokki 04 Fræðslumál vegna tónskóla hækki um kr. 14.127.955 fyrir árið 2017. Enn fremur er lagt til að aukinn launakostnaðar verði fjarmagnaður af eigin fé Aðalsjóðs. Handbært fé Aðalsjóðs mun lækka um 14.128 þúsund kr. til samræmis við ofangreint og verða 134.138 þúsund kr. í árslok 2017.
Bæjastjórn samþykkir viðauka nr. 3 með 9 atkvæðum.
16.
Breyting á reglum um lausafjármuni í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1402076
Forseti bæjarstjórnar fylgdi drögum að endurskoðuðum reglum um lausafjármuni í Fjarðabyggð úr hlaði.
Eigna,- skipulags- og umhverfisnefnd vísar til staðfestingar bæjarstjórnar endurskoðuðum reglum um lausafjármuni.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir reglur um lausafjármuni í Fjarðabyggð með 9 atkvæðum.
17.
Breytingar á samþykkt um fráveitu
Málsnúmer 1702223
Forseti bæjarstjórnar fylgdi tillögu að breytingu á samþykkt um fráveitu úr hlaði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd vísar til staðfestingar bæjarstjórnar tillögu um breytingu á samþykkt um fráveitu Fjarðabyggðar vegna breyting á lögum um fráveitu.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir breytingar á samþykkt um fráveitu Fjarðabyggðar með 9 atkvæðum.