Fara í efni

Bæjarstjórn

221. fundur
27. apríl 2017 kl. 16:00 - 16:52
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson Forseti bæjarstjórnar
Pálína Margeirsdóttir Aðalmaður
Hulda Sigrún Guðmundsdóttir Aðalmaður
Elvar Jónsson Aðalmaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Jens Garðar Helgason Aðalmaður
Valdimar O Hermannsson Aðalmaður
Dýrunn Pála Skaftadóttir Aðalmaður
Starfsmenn
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Gunnar Jónsson Embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Ársreikningur Fjarðabyggðar og stofnana 2016
Málsnúmer 1703164
Ársreikningur Fjarðabyggðar og stofnana fyrir árið 2016 til síðari umræðu í bæjarstjórn ásamt ábyrgðar- og skuldbindingayfirliti ársins 2016.
Til máls tóku: Páll Björgvin Guðmundsson, Jón Björn Hákonarson, Jens Garðar Helgason, Elvar Jónsson,.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum ársreikning Fjarðabyggðar og stofnana fyrir árið 2016 og áritar ársreikninginn. Jafnframt staðfestir bæjarstjórn einnig fyrirliggjandi ábyrgða- og skuldbindingaryfirlit vegna ársins 2016.
2.
Bæjarráð - 517
Málsnúmer 1704004F
Fundargerðir bæjarráðs teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Til máls tóku: Jens Garðar Helgason, Jón Björn Hákonarson.
Fundargerð bæjarráðs frá 10.apríl s.l. staðfest með 9 atkvæðum.
3.
Bæjarráð - 518
Málsnúmer 1704008F
Fundargerðir bæjarráðs teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Fundargerð bæjarráðs frá 24.apríl s.l. staðfest með 9 atkvæðum.
4.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 173
Málsnúmer 1704006F
Til máls tóku:Jón Björn Hákonarson, Jens Garðar Helgason.
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar frá 10. apríl staðfest með 9 atkvæðum.
5.
Hafnarstjórn - 177
Málsnúmer 1704005F
Fundargerðir hafnarstjórnar teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Enginn tók til máls.
Fundargerð hafnarstjórnar frá 10. apríl s.l.staðfest með 9 atkvæðum.
6.
Hafnarstjórn - 178
Málsnúmer 1704007F
Fundargerðir hafnarstjórnar teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Enginn tók til máls.
Fundargerð hafnarstjórnar frá 18. apríl staðfest með 9 atkvæðum.
7.
Barnaverndarfundagerðir 2017
Málsnúmer 1701220
Enginn tók til máls.
Fundargerð barnaverndarnefndar, nr. 72 frá 12.apríl 2017, staðfest með 9 atkvæðum.
8.
Breytingar á samþykkt um fráveitu
Málsnúmer 1702223
Forseti bæjarstjórnar fylgdi tillögu að breytingu á samþykkt um fráveitu úr hlaði.
Breytingar á samþykkt um fráveitu Fjarðabyggðar eru til síðari umræðu.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir breytingar á samþykkt um fráveitu Fjarðabyggðar með 9 atkvæðum.