Fara í efni

Bæjarstjórn

222. fundur
4. maí 2017 kl. 16:00 - 16:50
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson Forseti bæjarstjórnar
Pálína Margeirsdóttir Aðalmaður
Hulda Sigrún Guðmundsdóttir Aðalmaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir Aðalmaður
Valdimar O Hermannsson Aðalmaður
Borghildur Hlíf Stefánsdóttir Varamaður
Starfsmenn
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Gunnar Jónsson Embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Bæjarráð - 519
Málsnúmer 1704012F
Til máls tóku: Jón Björn Hákonarson, Valdimar O Hermannsson, Einar Már Sigurðarson.
Fundargerð bæjarráðs frá 2. maí s.l. staðfest með 9 atkvæðum.
2.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 174
Málsnúmer 1704009F
Til máls tók Jón Björn Hákonarson.
Fundargerð eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar frá 24. apríl staðfest með 9 atkvæðum.
3.
Lögreglusamþykkt fyrir Fjarðabyggð - nr. 325/1999
Málsnúmer 1602082
Forseti bæjarstjórnar fylgdi drögum að lögreglusamþykkt fyrir Fjarðabyggð úr hlaði.
Drögunum er vísað frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd til staðfestingar bæjarstjórnar.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum að vísa lögreglusamþykkt til síðari umræðu í bæjarstjórn.
4.
Endurskoðun á umferðarsamþykkt Fjarðabyggðar 2016
Málsnúmer 1604018
Forseti bæjarstjórnar fylgdi drögum að endurskoðun á umferðarsamþykkt úr hlaði.
Drögunum er vísað frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd til staðfestingar bæjarstjórnar.
Til máls tók Valdimar O Hermannsson.
Bæjarstjórn samþykktir með 9 atkvæðum að vísa endurskoðun umferðarsamþykktar til síðari umræðu.
5.
Leigulönd í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1610078
Dagskrárliður tekinn til afgreiðslu með afbrigðum.
Forseti bæjarstjórnar lagði fram tillögu að breytingum á reglum um leigulönd.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 9 atkvæðum.