Bæjarstjórn
223. fundur
18. maí 2017
kl.
16:00
-
17:30
Sólbrekku í Mjóafirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson
Forseti bæjarstjórnar
Pálína Margeirsdóttir
Aðalmaður
Hulda Sigrún Guðmundsdóttir
Aðalmaður
Elvar Jónsson
Aðalmaður
Eydís Ásbjörnsdóttir
Aðalmaður
Valdimar O Hermannsson
Aðalmaður
Dýrunn Pála Skaftadóttir
Aðalmaður
Starfsmenn
Gunnar Jónsson
Embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Bæjarráð - 520
Fundargerðir bæjarráðs teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Til máls tóku: Jón Björn Hákonarson, Valdimar O Hermannsson, Pálína Margeirsdóttir, Dýrunn Pála Skaptadóttir, Eydís Ásbjörnsdóttir,Sævar Guðjónsson.
Fundargerð bæjarráðs frá 8. maí s.l. staðfest með 9 atkvæðum.
Til máls tóku: Jón Björn Hákonarson, Valdimar O Hermannsson, Pálína Margeirsdóttir, Dýrunn Pála Skaptadóttir, Eydís Ásbjörnsdóttir,Sævar Guðjónsson.
Fundargerð bæjarráðs frá 8. maí s.l. staðfest með 9 atkvæðum.
2.
Bæjarráð - 521
Fundargerðir bæjarráðs teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Fundargerð bæjarráðs frá 15. maí s.l. staðfest með 9 atkvæðum.
Fundargerð bæjarráðs frá 15. maí s.l. staðfest með 9 atkvæðum.
3.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 175
Til máls tók Jón Björn Hákonarson.
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar frá 2. maí s.l. staðfest með 9 atkvæðum.
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar frá 2. maí s.l. staðfest með 9 atkvæðum.
4.
Hafnarstjórn - 179
Til máls tóku: Eydís Ásbjörnsdóttir, Sævar Guðjónsson.
Fundargerð hafnarstjórnar frá 9. maí s.l. staðfest með 9 atkvæðum.
Fundargerð hafnarstjórnar frá 9. maí s.l. staðfest með 9 atkvæðum.
5.
Fræðslunefnd - 40
Til máls tóku: Pálína Margeirsdóttir, Elvar Jónsson, Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir, Valdimar O Hermannsson.
Fundargerð fræðslunefndar frá 10. maí s.l. staðfest með 9 atkvæðum.
Fundargerð fræðslunefndar frá 10. maí s.l. staðfest með 9 atkvæðum.
6.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 34
Enginn tók til máls.
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 27. apríl s.l. staðfest með 9 atkvæðum.
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 27. apríl s.l. staðfest með 9 atkvæðum.
7.
Félagsmálanefnd - 94
Til máls tók Valdimar O Hermannsson.
Fundargerð félagsmálanefndar frá 9. maí s.l. staðfest með 9 atkvæðum.
Fundargerð félagsmálanefndar frá 9. maí s.l. staðfest með 9 atkvæðum.
8.
Lögreglusamþykkt fyrir Fjarðabyggð - nr. 325/1999
Síðari umræða um drög að lögreglusamþykkt fyrir Fjarðabyggð.
Forseti bæjarstjórnar fylgdi drögum úr hlaði.
Til máls tóku: Sævar Guðjónsson, Jón Björn Hákonarson.
Bæjarstjórn samþykkir lögreglusamþykkt fyrir Fjarðabyggð með 9 atkvæðum.
Forseti bæjarstjórnar fylgdi drögum úr hlaði.
Til máls tóku: Sævar Guðjónsson, Jón Björn Hákonarson.
Bæjarstjórn samþykkir lögreglusamþykkt fyrir Fjarðabyggð með 9 atkvæðum.
9.
Endurskoðun á umferðarsamþykkt Fjarðabyggðar 2016
Síðari umræða um endurskoðun á umferðarsamþykkt Fjarðabyggðar.
Forseti bæjarstjórnar fylgdi drögum að endurskoðun á umferðarsamþykkt úr hlaði.
Til máls tóku: Sævar Guðjónsson, Eydís Ásbjörnsdóttir, Jón Björn Hákonarson.
Bæjarstjórn samþykkir endurskoðaða umferðarsamþykkt með 9 atkvæðum.
Forseti bæjarstjórnar fylgdi drögum að endurskoðun á umferðarsamþykkt úr hlaði.
Til máls tóku: Sævar Guðjónsson, Eydís Ásbjörnsdóttir, Jón Björn Hákonarson.
Bæjarstjórn samþykkir endurskoðaða umferðarsamþykkt með 9 atkvæðum.
10.
Tillaga að fyrirkomulagi jarðgerðar
Forseti bæjarstjórnar fylgdi málinu úr hlaði.
Framlögð drög að samningi við Íslenska Gámafélagið um jarðgerð og hirðu lífræns úrgangs. Í ágúst nk. verður bætt við brúnni tunnu og verður farið í sérstakt kynningarátak því tengdu. Jarðgerð fer fram á athafnasvæði verktaka á Reyðarfirði.
Til máls tóku: Sævar Guðjónsson, Jón Björn Hákonarson, Dýrunn Pála Skaftadóttir.
Bæjarstjórn samþykkir samning með 9 atkvæðum og felur bæjarstjóra undirritun hans.
Framlögð drög að samningi við Íslenska Gámafélagið um jarðgerð og hirðu lífræns úrgangs. Í ágúst nk. verður bætt við brúnni tunnu og verður farið í sérstakt kynningarátak því tengdu. Jarðgerð fer fram á athafnasvæði verktaka á Reyðarfirði.
Til máls tóku: Sævar Guðjónsson, Jón Björn Hákonarson, Dýrunn Pála Skaftadóttir.
Bæjarstjórn samþykkir samning með 9 atkvæðum og felur bæjarstjóra undirritun hans.
11.
Fullnaðarafgreiðslur embættismanna og prókúra 2017
Forseti bæjarstjórnar fylgdi reglunum úr hlaði.
Framlagðar breytingar á reglum um fullnaðarafgreiðslur embættismanna.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir reglur með 9 atkvæðum.
Framlagðar breytingar á reglum um fullnaðarafgreiðslur embættismanna.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir reglur með 9 atkvæðum.
12.
Fjárhagsáætlun 2017 - viðauki 4
Forseti bæjarstjórnar fylgdi viðauka 4 úr hlaði.
Framlögð tillaga að viðauka 4 við fjárhagsáætlun ársins 2017 vegna breytinga í sorpmálum, endurbóta á Grunnskóla Fáksrúðsfjarðar og samþykkt á ársreikningi ársins 2016.
Lagt er til við bæjarstjórn að hún samþykkja samhliða viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2017 sem hér segir:
a)
Kostnaður Sorpmiðstöðvarinnar á árinu 2017. Samtals er kostnaðaraukinn við að jarðgera og hirða lífrænan úrgang uppá um 11,3 m.kr. á árinu 2017 sem ekki var gert ráð fyrir í fjárhagsáætlun ársins 2017 í Sorpmiðstöð Fjarðabyggðar.
b)
Endurbætur á Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar gera ráð fyrir að kostnaður nemi um 69 m.kr. Í fjárhagsáætlun Eignasjóðs fyrir árið 2017 er gert ráð fyrir að verja 55 m.kr. til fjárfestinga í Skólamiðstöðinni á Fáskrúðsfirði. Samtals er hér því um kostnaðarauka uppá um 14 m.kr. á árinu 2017 sem ekki var gert ráð fyrir í fjárfestingum fjárhagsáætlun ársins 2017 í Eignasjóði.
c)
Samkvæmt samþykkt ársreiknings Fjarðabyggðar, Eignasjóðs, um fjárfestingar á árinu 2016 er ekki lengur til staðar fjárfestingarþörf í nýju hjúkrunarheimili á Eskifirði. Samtals er hér því um kostnaðarlækkun uppá um 60 m.kr. á árinu 2017.
Við þessa samþykkt mun því fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar fyrir árið 2017 breytast sem hér segir:
Rekstur Sorpmiðstöðvarinnar í málaflokki og deild 63-100 hækkar sem nemur kr. 11.300.000 fyrir árið 2017 og nemi í heildina 86.522.331. Rekstrarniðurstaða Soprmiðstöðvarinnar í málaflokki 63 fer úr afgangi að upphæð kr. 264.461 í halla að upphæð kr. 11.035.539.
Fjárfestingar Eignasjóðs í málaflokki og deild 32-010 hækka sem nemur kr. 14.000.000 fyrir árið 2017 vegna Skólamiðstöðvarinnar á Fáskrúðsfirði en lækka sem nemur áætlaðri fjárhæð til hjúkrunarheimilsins Hulduhlíðar og nema í heildina kr. 204.000.000.
Hér með er jafnframt lagt til að þessi kostnaðarauki verði fjármagnaður af eigin fé Sorpmiðstöðvar Fjarðabyggðar og eigin fé Eignasjóðs með tilheyrandi lækkun eða hækkun viðskiptastöðu þessara stofnunar og undirfyrirtækis við Aðalsjóð.
Handbært fé Aðalsjóðs mun lækka um kr. 25.300 þúsund krónur til samræmis við ofangreint og verða 108.838 þús. króna í árslok 2017. Engin breyting verður á áætlun um handbært fé vegna tilflutningi á fjárfestingu í hjúkrunarheimilinu Hulduhlíð, því upphæðin var greidd á árinu 2017, þó hún hafi verið kostnaðarfærð á árinu 2016.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum viðauka 4 við fjárhagsáætlun ársins 2017.
Framlögð tillaga að viðauka 4 við fjárhagsáætlun ársins 2017 vegna breytinga í sorpmálum, endurbóta á Grunnskóla Fáksrúðsfjarðar og samþykkt á ársreikningi ársins 2016.
Lagt er til við bæjarstjórn að hún samþykkja samhliða viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2017 sem hér segir:
a)
Kostnaður Sorpmiðstöðvarinnar á árinu 2017. Samtals er kostnaðaraukinn við að jarðgera og hirða lífrænan úrgang uppá um 11,3 m.kr. á árinu 2017 sem ekki var gert ráð fyrir í fjárhagsáætlun ársins 2017 í Sorpmiðstöð Fjarðabyggðar.
b)
Endurbætur á Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar gera ráð fyrir að kostnaður nemi um 69 m.kr. Í fjárhagsáætlun Eignasjóðs fyrir árið 2017 er gert ráð fyrir að verja 55 m.kr. til fjárfestinga í Skólamiðstöðinni á Fáskrúðsfirði. Samtals er hér því um kostnaðarauka uppá um 14 m.kr. á árinu 2017 sem ekki var gert ráð fyrir í fjárfestingum fjárhagsáætlun ársins 2017 í Eignasjóði.
c)
Samkvæmt samþykkt ársreiknings Fjarðabyggðar, Eignasjóðs, um fjárfestingar á árinu 2016 er ekki lengur til staðar fjárfestingarþörf í nýju hjúkrunarheimili á Eskifirði. Samtals er hér því um kostnaðarlækkun uppá um 60 m.kr. á árinu 2017.
Við þessa samþykkt mun því fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar fyrir árið 2017 breytast sem hér segir:
Rekstur Sorpmiðstöðvarinnar í málaflokki og deild 63-100 hækkar sem nemur kr. 11.300.000 fyrir árið 2017 og nemi í heildina 86.522.331. Rekstrarniðurstaða Soprmiðstöðvarinnar í málaflokki 63 fer úr afgangi að upphæð kr. 264.461 í halla að upphæð kr. 11.035.539.
Fjárfestingar Eignasjóðs í málaflokki og deild 32-010 hækka sem nemur kr. 14.000.000 fyrir árið 2017 vegna Skólamiðstöðvarinnar á Fáskrúðsfirði en lækka sem nemur áætlaðri fjárhæð til hjúkrunarheimilsins Hulduhlíðar og nema í heildina kr. 204.000.000.
Hér með er jafnframt lagt til að þessi kostnaðarauki verði fjármagnaður af eigin fé Sorpmiðstöðvar Fjarðabyggðar og eigin fé Eignasjóðs með tilheyrandi lækkun eða hækkun viðskiptastöðu þessara stofnunar og undirfyrirtækis við Aðalsjóð.
Handbært fé Aðalsjóðs mun lækka um kr. 25.300 þúsund krónur til samræmis við ofangreint og verða 108.838 þús. króna í árslok 2017. Engin breyting verður á áætlun um handbært fé vegna tilflutningi á fjárfestingu í hjúkrunarheimilinu Hulduhlíð, því upphæðin var greidd á árinu 2017, þó hún hafi verið kostnaðarfærð á árinu 2016.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum viðauka 4 við fjárhagsáætlun ársins 2017.
13.
755 - Deiliskipulag Söxu
Forseti bæjarstjórnar fylgdi deiliskipulagi úr hlaði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd vísar til bæjarstjórnar tillögu að deiliskipulagi Söxu við Stöðvarfjörð til auglýsingar. Tillagan er sett fram á uppdrætti með greinargerð dags. 1. janúar 2017 og felur meðal annars í sér að gert er ráð fyrir áningastöðum, bílastæðum og göngustígum til að auka aðgengi og öryggi við sjávarhverinn Söxu. Tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum að tillaga að deiliskipulagi fyrir Söxu við Stöðvarfjörð verði auglýst.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd vísar til bæjarstjórnar tillögu að deiliskipulagi Söxu við Stöðvarfjörð til auglýsingar. Tillagan er sett fram á uppdrætti með greinargerð dags. 1. janúar 2017 og felur meðal annars í sér að gert er ráð fyrir áningastöðum, bílastæðum og göngustígum til að auka aðgengi og öryggi við sjávarhverinn Söxu. Tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum að tillaga að deiliskipulagi fyrir Söxu við Stöðvarfjörð verði auglýst.
14.
Launakjör kjörinna fulltrúa
Bæjarstjórn Fjarðabyggðar samþykkir með 9 atkvæðum að fella úr gildi frá 1. maí 2017 tímabundna ákvörðun um launakjör kjörinna fulltrúa sem ákveðin var á fundi bæjarstjórnar þann 1. desember 2016.