Fara í efni

Bæjarstjórn

234. fundur
14. desember 2017 kl. 16:00 - 17:46
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson Forseti bæjarstjórnar
Pálína Margeirsdóttir Aðalmaður
Hulda Sigrún Guðmundsdóttir Aðalmaður
Elvar Jónsson Aðalmaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Einar Már Sigurðarson Aðalmaður
Jens Garðar Helgason Aðalmaður
Dýrunn Pála Skaftadóttir Aðalmaður
Ragnar Sigurðsson Aðalmaður
Starfsmenn
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Gunnar Jónsson Embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Bæjarráð - 545
Málsnúmer 1711019F
Til máls tóku: Eydís Ásbjörnsdóttir, Jens Garðar Helgason,Páll Björgvin Guðmundsson,Jón Björn Hákonarson, Elvar Jónsson, Einar Már Sigurðarson,Pálína Margeirsdóttir.
Fundargerð bæjarráð frá 11.desember s.l. staðfest með 9 atkvæðum.
2.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 192
Málsnúmer 1712001F
Til máls tók Jón Björn Hákonarson.
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar frá 4.desember s.l. staðfest með 9 atkvæðum.
3.
Hafnarstjórn - 188
Málsnúmer 1711018F
Enginn tók til máls.
Fundargerð hafnarstjórnar frá 5.desember 2017 staðfest með 9 atkvæðum.
4.
Menningar- og safnanefnd - 37
Málsnúmer 1711020F
Til máls tók Dýrunn Pála Skaftadóttir.
Fundargerð menningar- og safnanefndar frá 6.desember s.l.staðfest með 9 atkvæðum.
5.
Félagsmálanefnd - 102
Málsnúmer 1711016F
Enginn tók til máls.
Fundargerð félagsmálanefndar frá 27.nóvember s.l. staðfest með 9 atkvæðum.
6.
750 Aðalskipulag Fjarðabyggðar 2007-2027, breyting - skógrækt, Víkurgerði
Málsnúmer 1706060
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir breytingu aðalskipulags.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar tillögu að breytingu á aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027, skógrækt í Víkurgerði til auglýsingar. Tillagan er sett fram á uppdrætti og greinargerð dagsett 5. desember 2017. Tillagan verði auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum að auglýsa breytingu á aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007 - 2027, skógrækt í Víkurgerði.
7.
Aðalskipulag Fjarðabyggðar 2007-2027, breyting vegna fiskeldis
Málsnúmer 1712007
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir breytingu á aðalskipulagi.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027 í samræmi við stefnu Fjarðabyggðar i fiskeldismálum.
Til máls tók Einar Már Sigurðarson.
Bæjarstjórn samþykkir óverulega breytingu á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007 - 2027 í samræmi við stefnu Fjarðabyggðar í fiskeldismálum.
8.
Nýtingaráætlun fyrir haf- og standsvæði í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1712006
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir tillögu bæjarstjórnar og bæjarstjóri mælti fyrir skipan starfshóps.
Vísað til staðfestingar bæjarstjórnar drögum að erindisbréfi stýrihóps um nýtingaráætlun fyrir haf- og strandsvæði í Fjarðabyggð. Meðfylgjandi er stefnumörkun í fiskeldi í Fjarðabyggð staðfest 22. júní 2017 og minnisblað atvinnu- og þróunarstjóra vegna stefnumótunar í fiskeldismálum, dagsett 19. júní 2017. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd og hafnarstjórn hafa samþykkt erindisbréfið.

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar tekur undir mikið af þeim áhyggjum sem komið hafa fram vegna staðsetningu fiskeldis í Fáskrúðsfirði og telur brýnt að tekið sé tillit til þeirra fjölbreyttu uppbyggingar atvinnustarfsemi sem komin er í Fjarðabyggð við úthlutun leyfa til fiskeldis í fjörðum sveitarfélagsins.
Þá leggur bæjarstjórn áherslu á að sveitarfélagið haldi áfram vinnu sinni við skipulag og nýtingaráætlanir í fjörðum sínum og gefi fyrirtækjum, hvort sem er í sjávarútvegi, fiskeldi eða annari hafnartengdri starfsemi, tækifæri til að koma að þeirri vinnu og leggja fram sínar áherslur.
Jafnframt hvetur bæjarstjórn Fjarðabyggðar ráðherra og Alþingi til að ljúka við löggjöf um skipulag haf- og strandsvæða hið fyrsta og bendir sveitarfélagið á fyrri ályktanir sínar í þeim efnum.

Til máls tók Jens Garðar Helgason.
Bæjarstjórn staðfestir með 9 atkvæðum skipan stýrihóps um nýtingaráætlun fyrir haf- og strandsvæði í Fjarðabyggð.
9.
Reglur um starfsmannastyrk Fjarðabyggðar
Málsnúmer 1712019
Bæjarstjóri mælti fyrir reglum um starfsmannastyrk Fjarðabyggðar.
Vísað frá bæjarráði drögum að reglum um starfsmannastyrk ásamt minnisblaði en reglurnar fjalla um styrk til heilsueflingar starfsmanna sveitarfélagsins.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn staðfestir reglurnar með 9 atkvæðum.
10.
Ársreikningur Fjarðabyggðar og stofnana 2017 - TRÚNAÐARMÁL
Málsnúmer 1712038
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir kynningu KPMG á ársreikningsgerð 2017.
Til máls tók Jens Garðar Helgason.
Lögð fram kynning KPMG á vinnu við endurskoðun ársreiknings Fjarðabyggðar 2017. Ráðgert er að leggja ársreikning fram á fundi bæjarstjórnar síðari hluta marsmánaðar 2018.