Fara í efni

Bæjarstjórn

236. fundur
18. janúar 2018 kl. 16:00 - 18:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson Forseti bæjarstjórnar
Pálína Margeirsdóttir Aðalmaður
Hulda Sigrún Guðmundsdóttir Aðalmaður
Elvar Jónsson Aðalmaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Jens Garðar Helgason Aðalmaður
Dýrunn Pála Skaftadóttir Aðalmaður
Ragnar Sigurðsson Aðalmaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir Aðalmaður
Starfsmenn
Gunnlaugur Sverrisson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson
Dagskrá
1.
Bæjarráð - 548
Málsnúmer 1801010F
Til máls tóku Jens Garðar Helgason, Eydís Ásbjörnsdóttir, Jón Björn Hákonarson og Páll Björgvin Guðmundsson.
Fundargerð bæjarráðs, nr. 548 frá 15.janúar 2018, samþykkt með 9 atkvæðum.
2.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 194
Málsnúmer 1801004F
Til máls tók Jón Björn Hákonarson.
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar, nr. 194 frá 8.janúar 2018, samþykkt með 9 atkvæðum.
3.
Barnaverndarfundagerðir 2018
Málsnúmer 1801097
Enginn tók til máls.
Fundargerð barnaverndarnefndar, nr. 78 frá 8.janúar 2018, samþykkt með 9 atkvæðum.
4.
Fjárhagsáætlun 2017 - viðauki 8
Málsnúmer 1801095
Bæjarstjóri mælti fyrir viðauka við fjárhagsáætlun.
Lagður fram viðauki nr.8 við fjárhagsáætlun ársins 2017, um ýmsar tilfærslur innan fjárhagsáætlunar ársins.

Í samræmi við samþykkti bæjarráðs á ráðstöfunum af liðnum óráðstafað á árinu og úthlutana úr veikindalaunapotti, starfsmenntasjóði og námsstyrkjum er gerður viðauki við fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar og stofnana fyrir árið 2017. Einnig millifærslur milli reksturs og fjárfestinga í ljósi annara ákvarðana, leiðréttingu á fjárfestingarheimildum Hafnarsjóðs sem og leiðréttingu á endanlegum upphæðum vegna uppgjörs lífeyrisskuldbindinga við Brú lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga. Samhliða er í þessum viðauka leiðrétting á lífeyrissjóðsframlagi vegna Tónskólans í Neskaupstað og fæðisgreiðslur til starfsmanna íþróttamiðstöðva.

Með þessum viðauka er lagt til að gerðar verði eftirfarandi breytingar á fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar og stofnana fyrir árið 2017.

1.
Ráðstöfun framlaga úr símenntunarsjóði Fjarðabyggðar af sameiginlegum kostnaði kr 9.238.777 á deildir aðalsjóðs skv. sundurliðun. Ráðstöfunin hefur engin áhrif á heildarniðurstöðu fjárhagsáætlunar Fjarðabyggðar fyrir árið 2017 heldur einungis á fjárheimildir einstakra deilda og málaflokka.

2.
Ráðstöfun af liðnum Óviss útgjöld kr. 6.882.000 á deildir aðalsjóðs skv. sundurliðun. Ráðstöfunin hefur engin áhrif á heildarniðurstöðu fjárhagsáætlunar Fjarðabyggðar fyrir árið 2017 heldur einungis á fjárheimildir einstakra deilda og málaflokka

3.
Ráðstöfun námsstyrkja af sameiginlegum kostnaði kr. 3.206.049 í samræmi við reglur um námsstyrki Fjarðabyggðar. Ráðstöfunin hefur engin áhrif á heildarniðurstöðu fjárhagsáætlunar Fjarðabyggðar fyrir árið 2017 heldur einungis á fjárheimildir einstakra deilda og málaflokka

4.
Ráðstöfun veikindalaunapottar af sameiginlegum kostnaði kr. 12.000.000 í samræmi við tillögur mannauðs- og kjarateymis. Ráðstöfunin hefur engin áhrif á heildarniðurstöðu fjárhagsáætlunar Fjarðabyggðar fyrir árið 2017 heldur einungis á fjárheimildir einstakra deilda og málaflokka.

5.
Leiðrétting mótframlags í Stapa lífeyrissjóð vegna kjarasamnings við Félag íslenskra hljómlistarmanna. Lagt er til að samþykktur verði viðauka við fjárhagsáætlun Aðalsjóðs í málaflokki 04-510 fyrir árið 2017. Launatengd gjöld í málaflokki 04-510 hækka sem nemur kr. 2.926.589 fyrir árið 2017 og nemi í heildina kr. 10.057.189. Jafnframt er lagt til að þessi útgjaldaauki verði fjármagnaður af eigin fé Aðalsjóðs og handbært fé Fjarðabyggðar lækki um sömu fjárhæð.

6.
Leiðrétting fæðisgreiðslna starfsmanna íþróttamiðstöðva. Lagt er til að samþykktur verði viðauki við fjárhagsáætlun Aðalsjóðs í málaflokki 06 skv. sundurliðun fyrir árið 2017. Launakostnaður í málaflokki 06 hækkar sem nemur kr. 6.682.250 árið 2017 og mun nema í heildina kr. 153.324.817. Lagt er til að þessi útgjaldaauki verði fjármagnaður af eigin fé Aðalsjóðs og handbært fé Fjarðabyggðar lækki um sömu fjárhæð.

7.
Flutningur fjármuna af viðhaldsliðum Eignarsjóðs til fjárfestingarverkefna Eignasjóðs vegna tilfærslur fjármagns á milli fjárfestingarlið og viðhaldsliða. Um er að ræða framkvæmdir við endurbætur á Skólamiðstöð Fáskrúðsfjarðar umfram áætlaðar fjárheimildir á árinu 2017 og frestun sem hefur orðið á viðhaldsverkefnum við sparkvelli í Fjarðabyggð. Lagt er til að kr. 19.500.000 verði fluttar af viðhaldslið sparkvalla í Fjarðabyggð, deild 31-121, á framkvæmdir við skólamiðstöð Fjarðabyggðar, deild 32-010. Ráðstöfunin hefur engin áhrif á heildarniðurstöðu fjárhagsáætlunar Fjarðabyggðar fyrir árið 2017, einungis á fjárheimildir einstakra deilda og málaflokka.

8.
Fjárfestingar Hafnarsjóðs umfram upphaflegar fjárheimildir. Lagt er til í samræmi við fjárþörf vegna fjárfestinga að samþykktur verði viðauki við fjárhagsáætlun Hafnarsjóðs fyrir árið 2017 og mun fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar fyrir árið 2017 breytast. Fjárfestingar Hafnarsjóðs í málaflokki 42 hækka sem nemur kr. 100.000.000 fyrir árið 2017 og nemi í heildina kr. 516.000.000. Jafnframt er lagt til að þessi útgjaldaauki verði fjármagnaður af eigin fé Hafnarsjóðs Fjarðabyggðar og inneign sjóðsins við Aðalsjóð Fjarðabyggðar á viðskiptareikningi.

9.
Uppgjör lífeyrisskuldbindinga við Brú lífeyrissjóð starfsmanna sveitarfélaga og breyting á viðauka 7 við fjárhagsáætlun ársins 2017. Endanlegt uppgjör liggur fyrir og hefur krafa sjóðsins lækkað um kr. 61.938.180 og mun nema í heildina kr. 486.265.820. Jafnframt liggur fyrir áætlaður útreikningur á skiptingu skuldbindinga milli einstakra sjóða Fjarðabyggðar skv. sundurliðun en skuldbindingin mun verða fjármögnuð með skammtímalánum að hluta fram yfir áramót.

Lagt er til að samþykktur verði viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2017 breytingu á áður samþykktum viðauka og mun fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar og stofnana fyrir árið 2017 breytast sem hér segir í stað viðauka nr. 7:

Rekstur lífeyrisskuldbindinga í málaflokki 27 hækkar sem nemur kr. 121.992.452, í málaflokki 41 um kr. 16.351.416, í málaflokki 49 um kr. 1.525.090 og í málaflokki 59 um kr. 1.609.486 fyrir árið 2017 og nemi í heildina kr. 322.544.855.

Langtímakröfur Aðalsjóðs Fjarðabyggðar hækki um kr. 297.406.122, langtímakröfur Hafnarsjóðs um kr. 39.775.449, langtímakröfur Fráveitu um 3.718.027 og langtímakröfur Vatnsveitu um kr. 3.923.776 eða samtals um 344.823.375.

Lántaka ársins 2017 í Aðalsjóði hækki sem nemur kr. 419.398.575, í Hafnarsjóði um kr. 56.090.865, í Fráveitu um kr. 5.243.117 og í Fráveitu um kr. 5.533.263 fyrir árið 2017 og nemi í heildina fyrir samstæðu Fjarðabyggðar kr. 1.339.266.000 á árinu 2017.

Lagt er til með þessum viðauka við fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar og stofnana fyrir árið 2017, að áætluninni fyrir árið 2017 verði breytt til samræmis við liði 1 - 9 hér að ofan.

Handbært fé mun lækka sem nemur 109,6 milljónum króna og verða neikvætt um 25,4 milljónir króna í árslok en auknar skuldbindingar vegna lífeyrissjóðsskuldbindinga og langtímakrafna eru fjármagnaðar með lántöku.

Enginn tók til máls.
Viðauki samþykktur með 9 atkvæðum.
5.
Sameining Breiðdalshrepps og Fjarðabyggðar, síðari umræða
Málsnúmer 1706125
Sameining sveitarfélaganna Breiðdalshrepps og Fjarðabyggðar.
Síðari umræða.
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir tillögu um kosningu um sameiningu Fjarðabyggðar og Breiðdalshrepps.
Samkvæmt 2. mgr. 119. gr. sveitarstjórnarlaga er álit samstarfsnefndar um sameiningu sveitarfélaganna Breiðdalshrepps og Fjarðabyggðar tekið til síðari umræðu í sveitarstjórn. Álitið kemur fram í eftirtöldum gögnum:
1. Skilabréfi og greinargerð um störf nefndarinnar dags. 8. jan. 2018.
2. Fundargerðum samstarfsnefndarinnar, 6 talsins.
3. Málefnasamningi, frágenginn 8. jan. 2018
4. Kynningarefni (verður gert opinbert að lokinni seinni umræðu í báðum sveitarfélögum).
5. Tillögu um útlit og texta kjörseðla.
6. Tillögu um opinbera auglýsingu í Lögbirtingarblaði o. fl. miðlum um atkvæðagreiðsluna.

Til máls tók Jens Garðar Helgason.
Með vísan til 2. mgr. 119. gr. sveitarstjórnarlaga hafa farið fram tvær umræður í sveitarstjórn án atkvæðagreiðslu, um álit samstarfsnefndar um sameiningu sveitarfélaganna Breiðdalshrepps og Fjarðabyggðar. Samkvæmt 3. mgr. 119. gr. skal fara fram atkvæðagreiðsla um tillögu að sameiningu meðal íbúa sveitarfélaganna og er samþykkt að hún fari fram laugardaginn 24. mars 2018.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum að samstarfsnefnd um sameiningu starfi áfram og annist kynningu meðal íbúa á tillögu um sameiningu sveitarfélaganna og helstu forsendum hennar. Jafnframt mun nefndin vinna útfærslu á skiptingu fjármagns sem fylgir sameiningunni og leggja fram í kynningu til íbúa. Kynning á tillögunni skal fara fram með minnst tveggja mánaða fyrirvara fyrir atkvæðagreiðslu, samkvæmt 4. mgr. 119. gr. sveitarstjórnarlaga. Tillaga um sameiningu sveitarfélaganna skal auglýst opinberlega í Lögbirtingablaði og í fjölmiðlum innan sömu tímamarka.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum að fyrirliggjandi tillaga um kjörseðil vegna atkvæðagreiðslunnar verði send ráðuneyti til staðfestingar.
Bæjarstjórn hvetur íbúa til þátttöku í kosningunni.