Fara í efni

Bæjarstjórn

242. fundur
9. apríl 2018 kl. 12:15 - 12:30
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson forseti bæjarstjórnar
Pálína Margeirsdóttir aðalmaður
Hulda Sigrún Guðmundsdóttir aðalmaður
Jens Garðar Helgason aðalmaður
Dýrunn Pála Skaftadóttir aðalmaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Einar Már Sigurðarson varamaður
Eydís Ásbjörnsdóttir aðalmaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
Páll Björgvin Guðmundsson bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Stjórn til undirbúnings sameiningar sveitarfélaga - 1
Málsnúmer 1804002F
Fundargerð stjórnar um undirbúning að sameiningu sveitarfélaganna frá 6. apríl sl. lögð fram til staðfestingar.
Enginn tók til máls.
Fundargerð stjórnar til undirbúnings að sameiningu sveitarfélaganna staðfest með 9 atkvæðum.
2.
Sveitastjórnarkosningar 2018
Málsnúmer 1801173
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir tillögu um skipan kjörstjórna.
Stjórn til undirbúnings sameiningar sveitarfélaganna vísar til staðfestingar bæjarstjórnar tillögu um að yfirkjörstjórn vegna sveitarstjórnakosninga 26. maí 2018 skipi þrír fulltrúar sameignilega fyrir hið sameinaða sveitarfélag. Þá skipi núverandi undirkjörstjórnir Fjarðabyggðar kjördeildir í Fjarðabyggð og kjörstjórn Breiðdalshrepps skipi undirkjörstjórn fyrir kjördeild Breiðdalshrepps.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn staðfestir með 9 atkvæðum tillögu stjórnar og samþykkir að yfirkjörstjórn skipi Gísli Auðbergsson, Stefán Pálmason og Eiríkur Ólafsson sem aðalmenn. Sem varamenn Freysteinn Bjarnason, Gunnar Geirsson og Kristjana Mekkin Guðnadóttir. Undirkjörstjórnir skipi þeir fulltrúar sem þegar skipa stjórnirnar.
3.
Samþykkt um stjórn, stjórnsýslu og fundarsköp
Málsnúmer 1804037
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir tilllögu stjórn til undirbúnings samningar sveitarfélaganna.
Stjórn til undirbúnings samningar sveitarfélaganna vísar til kynningar og samþykkis bæjarstjórnar tillögu um að samþykkt um stjórn Fjarðabyggðar og fundarsköp bæjarstjórnar nr. 567/2013 með síðari breytingum muni gilda fyrir hið nýja sveitarfélag þar til því hefur verið sett sérstök samþykkt með þeirri breytingu sem stjórnin hefur lagt upp með skipan kjörstjórna við sveitarstjórnarkosningar 26. maí 2018.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn staðfestir með 9 atkvæðum tillögu stjórnar til undirbúnings sameiningu sveitarfélaganna um að samþykkt Fjarðabyggðar gildi frá 10. júní 2018 þar til nýju sveitarfélagi hafi verið sett ný samþykkt.
4.
Drög að auglýsingu um á sameiningu Fjarðabyggðar og Breiðdalshrepps í eitt sveitarfélag
Málsnúmer 1804038
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir staðfestingu samþykktar stjórnar til undirbúnings sameiningu sveitarfélaganna.
Stjórn til undirbúnings sameiningar sveitarfélaganna vísar til staðfestingar bæjarstjórnar drögum að undirbúningsráðstöfunum vegna sameiningar Breiðdalshrepps og Fjarðabyggðar í eitt sveitarfélag sem lagðar eru til í minnisblaði.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn staðfestir með 9 atkvæðum eftirfarandi tillögu stjórnar til undirbúnings sameiningar sveitarfélaganna.
Kjósa skal níu fulltrúa í sveitarstjórn hins sameinaða sveitarfélags við almennar sveitarstjórnarkosningar sem fram fara 26. maí 2018.
Nýkjörin sveitarstjórn tekur við stjórn hins sameinaða sveitarfélags 10. júní 2018 og á sama tíma tekur sameiningin gildi.
Samþykkt um stjórn Fjarðabyggðar og fundarsköp bæjarstjórnar nr. 567/2013 með síðari breytingum mun gilda fyrir hið nýja sveitarfélag þar til því hefur verið sett sérstök samþykkt. Heiti hins sameinaða sveitarfélags er Fjarðabyggð.
Íbúar beggja sveitarfélaganna skulu vera þegnar hins sameinaða sveitarfélags.
Hið sameinaða sveitarfélag skal taka yfir allt það land sem nú tilheyrir sveitarfélögunum tveimur. Eignir, skuldir, réttindi og skyldur sem tilheyra sveitarfélögunum skulu falla til hins sameinaða sveitarfélags. Skjöl og bókhaldsgögn beggja sveitarfélaga skulu afhent hinu sameinaða sveitarfélagi til varðveislu.