Fara í efni

Bæjarstjórn

243. fundur
26. apríl 2018 kl. 16:00 - 17:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson forseti bæjarstjórnar
Pálína Margeirsdóttir aðalmaður
Hulda Sigrún Guðmundsdóttir aðalmaður
Dýrunn Pála Skaftadóttir aðalmaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Sævar Guðjónsson varamaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir aðalmaður
Einar Már Sigurðarson varamaður
Starfsmenn
Páll Björgvin Guðmundsson bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Bæjarráð - 561
Málsnúmer 1804003F
Fundargerðir bæjarráðs teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Til máls tóku: Jón Björn Hákonarson, Einar Már Sigurðarson,Sævar Guðjónsson.
Fundargerð bæjarráðs frá 9.apríl sl.staðfest með 9 atkvæðum.
2.
Bæjarráð - 562
Málsnúmer 1804011F
Fundargerðir bæjarráðs teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Fundargerð bæjarráðs frá 23.apríl sl.staðfest með 9 atkvæðum.
3.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 201
Málsnúmer 1803021F
Til máls tók Jón Björn Hákonarson.
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar frá 3.apríl sl. staðfest með 9 atkvæðum.
4.
Hafnarstjórn - 195
Málsnúmer 1803020F
Fundargerðir hafnarstjórnar teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Til máls tók Sævar Guðjónsson.
Fundargerð hafnarstjórnar frá 4.apríl sl. staðfest með 9 atkvæðum.
5.
Hafnarstjórn - 196
Málsnúmer 1804008F
Fundargerðir hafnarstjórnar teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Fundargerð hafnarstjórnar frá 17.apríl sl. staðfest með 9 atkvæðum.
6.
Fræðslunefnd - 54
Málsnúmer 1804007F
Enginn tók til máls.
Fundargerð fræðslunefndar frá 18. apríl sl. staðfest með 9 atkvæðum.
7.
Menningar- og safnanefnd - 40
Málsnúmer 1803015F
Enginn tók til máls.
Fundargerð menningar- og safnanefndar frá 27. mars sl. utan dagskrárliðar 9 staðfest með 9 atkvæðum. Fundarlið 9 hefur af bæjarráði verið vísað til listaverkaráðs.
8.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 47
Málsnúmer 1804005F
Enginn tók til máls.
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 12. apríl sl. staðfest með 9 atkvæðum.
9.
Félagsmálanefnd - 108
Málsnúmer 1804006F
Enginn tók til máls.
Fundargerð félagsmálanefndar frá 10. apríl sl. framlögð til kynningar en dagskrárlið nefndar hefur verið vísað að nýju til félagsmálanefndar af bæjarráði.
10.
Stjórnkerfisnefnd 2018
Málsnúmer 1804119
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir málslið
Tillaga lögð fram um skipan stjórnkerfisnefndar og hún taki til starfa.
Til máls tók Einar Már Sigurðarson.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum að bæjarráð sveitarfélagsins verði skipað sem stjórnkerfisnefnd til þess að fjalla um, endurskoða og koma með tillögur að breytingar á stjórnskipulagi, verði það niðurstaða bæjarráðs. Markmið með endurskoðuninni er að skoða hvort auka megi skilvirkni, hagkvæmni og framþróun í rekstri og starfsemi Fjarðabyggðar.
11.
Nefndaskipan í Fjarðabyggð 2014 - 2018
Málsnúmer 1406004
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir breytingu á skipan kjörstjórna.
Skipan varafulltrúa í yfirkjörstjórn og undirkjörstjórnir vegna sveitarstjórnarkosninga 26.maí nk.
Bæjarstjórn samþykkir að Rut Hafliðadóttir taki sæti sem varamaður í yfirkjörstjórn Fjarðabyggðar og Marsibil Erlendsdóttir taki sæti sem varamaður í kjörstjórn Mjóafjarðar.