Fara í efni

Bæjarstjórn

248. fundur
21. júní 2018 kl. 16:00 - 16:30
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson forseti bæjarstjórnar
Eydís Ásbjörnsdóttir aðalmaður
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir aðalmaður
Sigurður Ólafsson aðalmaður
Dýrunn Pála Skaftadóttir aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson aðalmaður
Birta Sæmundsdóttir varamaður
Elísabet Esther Sveinsdóttir varamaður
Starfsmenn
Páll Björgvin Guðmundsson bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Bæjarráð - 567
Málsnúmer 1806004F
Til máls tóku: Eydís Ásbjörnsdóttir, Jón Björn Hákonarson.
Fundargerð bæjarráðs frá 18.júní sl. staðfest með 9 atkvæðum.
2.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 206
Málsnúmer 1806005F
Enginn tók til máls.
Fundargerð eigna skipulags- og umhverfisnefndar frá 13.júní sl. staðfest með 9 atkvæðum.
3.
Hafnarstjórn - 199
Málsnúmer 1806006F
Til máls tók Jón Björn Hákonarson.
Fundargerð hafnarstjórnar frá 14.júní sl. staðfest með 9 atkvæðum.
4.
Landsþing Sambandsins 26.-28. september 2018
Málsnúmer 1805040
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir kosningu aðal- og varamanna á Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga 2018 til 2022.
Kjósa þarf 3 aðalmenn og þrjá til vara.
Lögð fram tillaga um að aðalmenn verði Jón Björn Hákonarson, Eydís Ásbjörnsdóttir og Jens Garðar Helgason. Varamenn verði Pálína Margeirsdóttir,Sigurður Ólafsson og Dýrunn Pála Skaftadóttir.
Enginn tók til máls.
Tillaga staðfest með 9 atkvæðum.
5.
Reglur um fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2019 - 2022
Málsnúmer 1805243
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir reglum.
Vísað til staðfestingar bæjarstjórnar reglum um gerð fjárhagsáætlunar Fjarðabyggðar fyrir árið 2019 og þriggja ára áætlun fyrir árin 2020-2022.
Enginn tók til máls.
Reglur um fjárhagsáætlun staðfestar með 9 atkvæðum.
6.
Málefni Tónlistarmiðstöðvar Austurlands 2018
Málsnúmer 1803046
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir skipan fulltrúa í stjórn.
Bæjarráð vísar tilnefningu Magna Þórs Harðarsonar sem fulltrúa Fjarðabyggðar í stjórn Tónlistarmiðstöðvar Austurlands til staðfestingar bæjarstjórnar.
Enginn tók til máls.
Skipunin staðfest með 9 atkvæðum.