Fara í efni

Bæjarstjórn

260. fundur
10. janúar 2019 kl. 16:00 - 16:55
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson forseti bæjarstjórnar
Pálína Margeirsdóttir aðalmaður
Eydís Ásbjörnsdóttir aðalmaður
Einar Már Sigurðarson aðalmaður
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson aðalmaður
Starfsmenn
Karl Óttar Pétursson bæjarstjóri
Þórður Vilberg Guðmundsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Þórður Vilberg Guðmundsson
Dagskrá
1.
Bæjarráð - 593
Málsnúmer 1812004F
Fundargerðir bæjarráðs nr. 593 og nr. 594 teknar til afgreiðslu saman.
Til máls tóku: Eydís Ásbjörnsdóttir, Jón Björn Hákonarson, Rúnar Már Gunnarsson, Heimir Snær Gylfason, og Einar Már Sigurðarson.
Fundargerð bæjarráðs, nr. 593 frá 17.desember 2018, samþykkt með 9 atkvæðum.
2.
Bæjarráð - 594
Málsnúmer 1901002F
Fundargerðir bæjarráðs nr. 593 og nr. 594 teknar til afgreiðslu saman.
Til máls tóku: Eydís Ásbjörnsdóttir, Jón Björn Hákonarson, Rúnar Már Gunnarsson, Heimir Snær Gylfason, og Einar Már Sigurðarson.
Fundargerð bæjarráðs, nr. 594 frá 7.janúar 2019, samþykkt með 9 atkvæðum.
3.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 222
Málsnúmer 1812005F
Engin tók til máls.
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar, nr. 222 frá 17.desember 2018, samþykkt með 9 atkvæðum.
4.
Hafnarstjórn - 209
Málsnúmer 1812007F
Til máls tók: Jón Björn Hákonarson.
Fundargerð hafnarstjórnar, nr. 209 frá 18.desember 2018, samþykkt með 9 atkvæðum.
5.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 55
Málsnúmer 1812002F
Til máls tók: Pálína Margeirsdóttir.
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar, nr. 55 frá 11.desember 2018, samþykkt með 9 atkvæðum.
6.
Barnaverndarfundagerðir 2018
Málsnúmer 1801097
Enginn tók til máls
Fundargerð barnaverndarnefndar, nr. 93 frá 20. desember 2018, samþykkt með 9 atkvæðum.
7.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2019 - viðauki 1
Málsnúmer 1901026
Karl Óttar Pétursso, bæjarstjóri mælti fyrir viðaukanum.
Enginn tók til máls.
Framlagður viðauki nr. 1 við fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar fyrir árið 2019. Viðaukinn er framlagður vegna samþykkta um kaup á fasteignakaupa og tölvuvæðingar í grunnskólum Fjarðabyggðar.
Samkvæmt viðaukanum aukast fjárfestingar Eignasjóðs um 27,8 m.kr., fjárfestingar Tækjamiðstöðvar aukast um 24,4 m.kr. og rekstrarkostnaður í málaflokki 04 lækkar um 4,5 m.kr. Þessi breyting er fjármögnuð af handbæru fé og lækkar það um 52,2 m.kr. með samþykkt þessa viðauka. Bæjarstjórn samþykkir viðauka nr. 1 með 9 atkvæðum.
8.
Umsagnir vegnar Fiskeldi Austfjarða á allt að 20.800 tonn í Beru- og Fáskrúðsfirði
Málsnúmer 1811208
Forseti mælti fyrir erindinu.
Enginn tók til máls.
Lögð fram umsögn, vegna beiðni Matvælastofnunar, um allt að 20.800 tonna framleiðslu Fiskeldis Austfjarða á laxi í Berufirði og Fáskrúðsfirði. Bæjarráð hefur tekið undir efni minnisblaðs þar sem fram kemur að mikilvægt sé að vandað eftirlit verði haft með niðursetningu sjókvía og öðrum framkvæmdum tengdum fiskeldi í sjó. Eins og fram kemur í athugasemdum sveitarfélagsins og annarra aðila, eru miklir hagsmunir til staðar tengdir siglingaleiðum og því verður að tryggja eftirlit með raunverulegri staðsetningu mannvirkja í sjó svo siglingaleiðum sé ekki ógnað. Þá minnir bæjarráð á að lítið sem ekkert eftirlit er með starfsemi fiskeldis á Austfjörðum og bendir bæjarráðs í því sambandi á að Heilbrigðiseftirlit Austurlands er vel til þess fallið að annast eftirlitið. Bæjarstjórn samþykkir umsögn með 9 atkvæðum.
9.
Umboð til kjarasamningsgerðar
Málsnúmer 1812151
Forseti mælti fyrir erindi.
Enginn tók til máls.
Bæjarráð hefur samþykkt uppfært kjarasamningsumboð Fjarðabyggðar og stofnana við Samband íslenskra sveitarfélaga vegna komandi kjaraviðræðna og vísar því til staðfestingar bæjarstjórnar. Bæjarstjórn samþykkir kjarasamningsumboð Fjarðabyggðar og stofnana með 9 atkvæðum.
10.
Auglýsing um skrá yfir störf hjá Fjarðabyggð sem eru undanskilin verkfallsheimild
Málsnúmer 1811156
Forseti mælti fyrir erindi.
Ragnar Sigurðsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Enginn tók til máls.
Framlagður uppfærður listi starfa sem undanþegin eru verkfallsrétti sbr. 19. gr. laga 94/1986. Samráðsferli með hlutaðeigandi stéttarfélögum er lokið og er listinn lagður fram til afgreiðslu. Bæjarráð hefur samþykkt listann fyrir sitt leyti og vísar honum til staðfestingar bæjarstjórnar. Bæjarstjórn samþykkir undanþágulista með 8 atkvæðum.
11.
Reglur um afskriftir krafna
Málsnúmer 1805150
Forseti mælti fyrir erindi.
Enginn tók til máls.
Framlagðar endurskoðaðar reglur um afskriftir og innheimtu krafna Fjarðabyggðar, með tillögu fjármálastjóra um breytingar, ásamt minnisblaði. Bæjarráð hefur samþykkt reglurnar og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir reglur með 9 atkvæðum.
12.
Deiliskipulag Leira 1, iðnaðar- og hafnarsvæði sunnan Strandgötu - breyting, stækkuna hafnarsvæðis
Málsnúmer 1701100
Forseti mælti fyrir erindi.
Enginn tók til máls.
Lögð fram tillaga á deiliskipulagi Leiru 1, iðnaðar- og hafnarsvæði sunnan Strandgötu á Eskifirði, breyting vegna stækkunar hafnarsvæðis, ásamt umhverfisskýrslu. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, deiliskipulag Leiru 1 í auglýsingu, skipulagsuppdráttur, greinargerð og umhverfisskýrsla, dagsett 17. desember 2018. Málsmeðferð verði í samræmi við 42. gr. skipulagslaga. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarstjórnar. Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum, að auglýsa deiliskipulag Leiru 1, iðnaðar- og hafnarsvæði sunnan Strandgötu á Eskifirði.