Fara í efni

Bæjarstjórn

265. fundur
21. mars 2019 kl. 16:00 - 17:35
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson forseti bæjarstjórnar
Pálína Margeirsdóttir aðalmaður
Eydís Ásbjörnsdóttir aðalmaður
Sigurður Ólafsson aðalmaður
Einar Már Sigurðarson aðalmaður
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir aðalmaður
Dýrunn Pála Skaftadóttir aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson aðalmaður
Starfsmenn
Karl Óttar Pétursson bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Bæjarráð - 604
Málsnúmer 1903004F
Fundargerðir bæjarráðs teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Til máls tóku: Eydís Ásbjörnsdóttir, Einar Már Sigurðarson, Dýrunn Pála Skaftadóttir, Jón Björn Hákonarson, Rúnar Már Gunnarsson, Heimir Snær Gylfason.
Fundargerð bæjarráðs frá 11. mars sl. staðfest með 8 atkvæðum. Einar Már tímabundið fjarverandi.
2.
Bæjarráð - 605
Málsnúmer 1903012F
Fundargerðir bæjarráðs teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Fundargerð bæjarráðs frá 18. mars sl. utan liðar 10 staðfest með 8 atkvæðum. Einar Már tímabundið fjarverandi.
Liður 10 afgreiddur sérstaklega.
3.
Hafnarstjórn - 216
Málsnúmer 1903007F
Til máls tóku: Jón Björn Hákonarson, Einar Már Sigurðarson.
Fundargerð hafnarstjórnar frá 11.mars sl. staðfest með 9 atkvæðum.
4.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 227
Málsnúmer 1903003F
Enginn tók til máls.
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar frá 11. mars sl. staðfest með 9 atkvæðum.
5.
Fræðslunefnd - 67
Málsnúmer 1903008F
Enginn tók til máls.
Fundargerð fræðslunefndar frá 13. mars sl. staðfest með 9 atkvæðum.
6.
Barnaverndarfundargerðir 2019
Málsnúmer 1902124
Enginn tók til máls.
Fundargerð barnaverndarnefndar nr. 97 frá 8.mars sl. staðfest með 9 atkvæðum.
7.
Jafnlaunastefna
Málsnúmer 1902163
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir jafnlaunastefnu við síðari umræðu.
Vísað til síðari umræðu bæjarstjórnar drögum að jafnlaunastefnu sveitarfélagsins. Drögin eru hluti af jafnlaunakerfi sveitarfélagsins en unnið er að jafnlaunavottun þess.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir jafnlaunastefnu Fjarðabyggðar með 9 atkvæðum.
8.
Deiliskipulag Leira 1, iðnaðar- og hafnarsvæði sunnan Strandgötu - breyting, stækkuna hafnarsvæðis
Málsnúmer 1701100
Forseti mælti fyrir breytingu deiliskipulags.
Vísað frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd til afgreiðslu bæjarstjórnar breytingu á deiliskipulaginu Leira 1, iðnaðar- og hafnarsvæði sunnan Strandgötu. Uppdráttur, greinagerð og umhverfisskýrsla, dags. 17. desember 2018. Málsmeðferð verði í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum breytingu á deiliskipulaginu Leira 1, iðnaðar- og hafnarsvæði sunnan Strandgötu.
9.
735 Aðalskipulag Fjarðabyggðar 2007-2027. - breyting, stækkun hafnarsvæðis á Eskifirði
Málsnúmer 1701099
Forseti mælti fyrir breytingu aðalskipulags.
Vísað frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd til staðfestingar bæjarstjórnar breytingu á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027, stækkun hafnarsvæðis á Eskifirði. Uppdráttur með greinagerð og umhverfisskýrsla, dags. 17. desember 2018. Málsmeðferð verði í samræmi við 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum breytingu á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027, stækkun hafnarsvæðis á Eskifirði.
10.
730 Austurvegur 65 - byggingarleyfi, bílskúr
Málsnúmer 1901182
Forseti mælti fyrir afgreiðslu grenndarkynningar.
Vísað frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd afgreiðslu nefndarinnar á grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar Björns Óskars Einarssonar, dagsett 25. janúar 2019 en nefndin samþykkir byggingarleyfisumsókn.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn staðfestir með 9 atkvæðum ákvörðun eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar vegna grenndarkynningar.
11.
Hafnarreglugerð - endurskoðun 2019
Málsnúmer 1902165
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir reglugerð við síðari umræðu.
Vísað frá hafnarstjórnar til afgreiðslu bæjarstjórnar endurskoðaðri hafnarreglugerð en milli umræðna var henni vísað til umfjöllunar hafnarstjórnar.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum uppfærða hafnarreglugerð.
12.
Erindisbréf hafnarstjórnar
Málsnúmer 1805118
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir endurskoðuðu erindisbréfi við fyrri umræðu.
Vísað frá hafnarstjórn til fyrri umræðu bæjarstjórnar erindisbréfi hafnarstjórnar. Bæjarráð hefur lagt til endurskoðun erindisbréfs sem hefur verið uppfært með tilliti til skipulagsbreytinga sem bæjarstjórn staðfest1 21. febrúar sl. Hafnarstjórn fól hafnarstjóra breytingu á erindisbréfi.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum að vísa erindisbréfi til síðari umræðu bæjarstjórnar
13.
Svæðisskipulag fyrir Austurland
Málsnúmer 1602151
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir breytingum á lýsingu svæðisskipulagsgerðar.
Vísað frá bæjarráði til afgreiðslu bæjarstjórnar tillögu svæðisskipulagsnefndar um breytingar á lýsingu svæðisskipulags fyrir Austurland. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt að breytingar verði gerðar á lýsingu fyrir svæðisskipulag Austurlands.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum breytingar á svæðisskipulagi Austurlands.
14.
Boðun XXXIII. landsþing sambandsins 29.mars 2019
Málsnúmer 1901202
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir kosningu fulltrúa til landsþings sveitarfélaga.
Tilnefnd er Dýrunn Pála Skaftadóttir sem varamaður í stað Ragnars Sigurðssonar. Fulltrúa Fjarðabyggðar á fund landsþings sambandsins 29. mars 2019 verði Eydís Ásbjörnsdóttir, Jón Björn Hákonarson og Dýrunn Pála Skaftadóttir en bæjarstjóri fer jafnframt á þingið.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn staðfestir með 9 atkvæðum breytingu á skipan fulltrúa á landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga.
15.
Fundagerðir Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga 2018
Málsnúmer 1803142
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir máli.
Á fundi bæjarráð 18.mars var lýst yfir undrun á að stjórn samtaka sjávarútvegssveitarfélaga hafi ekki tekið til umfjöllunar þær aðstæður sem uppi eru í uppsjávarveiðum. Bæjarráð lagði til við bæjarstjórn að bæjarstjóra verði falið að undirbúa úrsögn úr Samtökum sjávarútvegssveitarfélaga.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum tillögu bæjarráðs.