Bæjarstjórn
272. fundur
15. ágúst 2019
kl.
16:00
-
16:55
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson
forseti bæjarstjórnar
Pálína Margeirsdóttir
aðalmaður
Eydís Ásbjörnsdóttir
aðalmaður
Sigurður Ólafsson
aðalmaður
Einar Már Sigurðarson
aðalmaður
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir
aðalmaður
Dýrunn Pála Skaftadóttir
aðalmaður
Ragnar Sigurðsson
aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson
aðalmaður
Starfsmenn
Gunnar Jónsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Bæjarráð - 622
Fundargerðir bæjarráðs eru lagðar fram sameiginlega til kynningar og umræðu. Bæjarráð afgreiddi mál fullnaðarafgreiðslu í sumarleyfi bæjarstjórnar.
Til máls tóku: Eydís Ásbjörnsdóttir, Rúnar Már Gunnarsson, Jón Björn Hákonarson.
Til máls tóku: Eydís Ásbjörnsdóttir, Rúnar Már Gunnarsson, Jón Björn Hákonarson.
2.
Bæjarráð - 623
Fundargerðir bæjarráðs eru lagðar fram sameiginlega til kynningar og umræðu. Bæjarráð afgreiddi mál fullnaðarafgreiðslu í sumarleyfi bæjarstjórnar.
3.
Bæjarráð - 624
Fundargerðir bæjarráðs eru lagðar fram sameiginlega til kynningar og umræðu. Bæjarráð afgreiddi mál fullnaðarafgreiðslu í sumarleyfi bæjarstjórnar.
4.
Bæjarráð - 625
Fundargerðir bæjarráðs eru lagðar fram sameiginlega til kynningar og umræðu. Bæjarráð afgreiddi mál fullnaðarafgreiðslu í sumarleyfi bæjarstjórnar.
5.
Bæjarráð - 626
Fundargerðir bæjarráðs eru lagðar fram sameiginlega til kynningar og umræðu. Bæjarráð afgreiddi mál fullnaðarafgreiðslu í sumarleyfi bæjarstjórnar.
6.
Seyðisfjarðargöng
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir bókun.
Bæjarstjórn Fjarðabyggðar fagnar því að skýrsla starfshóps, á vegum Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, um legu Seyðisfjarðargangna sem lengi hefur verið beðið eftir sé kominn fram. Að mati hópsins skilar samfélaginu á Austurlandi mestu, með tilliti til þróunar byggðar og atvinnulífs, að ráðist verði í hringtengingu með göngum undir Fjarðarheiði til Seyðisfjarðar og þaðan til Mjóafjarðar og Norðfjarðar. Það er ljóst að samfélögin á Seyðisfirði og Mjóafirði geta ekki beðið lengur eftir þessum samgöngubótum frekar en Austurland. Því hvetur bæjarstjórn Fjarðabyggðar ráðherra samgöngumála og Alþingi til að setja gerð jarðgangna til að tengja þessi samfélög í forgang við endurskoðun samgönguáætlunar á þingi komandi. Þannig verði hægt að hefja framkvæmdir sem fyrst við gerð þessara mikilvægu samgöngubótar sem skiptir Austurland allt svo miklu máli.
Bæjarstjórn Fjarðabyggðar gerir sér vel grein fyrir því að umræddar samgöngubætur eru mjög kostnaðarsamar en minnir á í því samhengi þau miklu útflutningsverðmæti sem verða til í Fjarðabyggð og Austurlandi öllu. Því er sterk byggð á Austurlandi, sem og á landinu í heild, íslensku samfélagi svo mikilvæg. Þá telur bæjarstjórn Fjarðabyggðar eðlilegt að skoðar verði allar útfærslur við gerð og rekstur slíkrar samgöngubótar ef það verður til flýtingar hennar.
Bæjarstjórn Fjarðabyggðar fagnar því að skýrsla starfshóps, á vegum Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, um legu Seyðisfjarðargangna sem lengi hefur verið beðið eftir sé kominn fram. Að mati hópsins skilar samfélaginu á Austurlandi mestu, með tilliti til þróunar byggðar og atvinnulífs, að ráðist verði í hringtengingu með göngum undir Fjarðarheiði til Seyðisfjarðar og þaðan til Mjóafjarðar og Norðfjarðar. Það er ljóst að samfélögin á Seyðisfirði og Mjóafirði geta ekki beðið lengur eftir þessum samgöngubótum frekar en Austurland. Því hvetur bæjarstjórn Fjarðabyggðar ráðherra samgöngumála og Alþingi til að setja gerð jarðgangna til að tengja þessi samfélög í forgang við endurskoðun samgönguáætlunar á þingi komandi. Þannig verði hægt að hefja framkvæmdir sem fyrst við gerð þessara mikilvægu samgöngubótar sem skiptir Austurland allt svo miklu máli.
Bæjarstjórn Fjarðabyggðar gerir sér vel grein fyrir því að umræddar samgöngubætur eru mjög kostnaðarsamar en minnir á í því samhengi þau miklu útflutningsverðmæti sem verða til í Fjarðabyggð og Austurlandi öllu. Því er sterk byggð á Austurlandi, sem og á landinu í heild, íslensku samfélagi svo mikilvæg. Þá telur bæjarstjórn Fjarðabyggðar eðlilegt að skoðar verði allar útfærslur við gerð og rekstur slíkrar samgöngubótar ef það verður til flýtingar hennar.